Skip to content

Jack H. Daniels

Svarthol Hugans

Menu
  • Forsíða
  • Hlekkjasafn
    • Eldri kannanir
    • Fréttamiðlar
      • Innlendir
      • Erlendir
    • Sölusíður
    • Tæknisíður
    • Blogg
    • Ferðalög
  • Um síðuna
  • Myndir
    • Framkvæmdir í hesthúsi
    • Erlendar kassakvittanir
    • Minning um Svein Inga Hrafnkelsson
  • Hafa samband
  • Hafa samband
  • Fréttaveitan
Menu

Okurlán með nærri 800% ársvöxtum

Posted on 19. júlí 2012
Dæmi um okurlán
Myndin hefur gengið milli fólks á Facebook

Á Facebook gengur núna mynd á meðal fólks þar sem sést hvernig okurvextir upp á nærri 800% eru innheimtir af smálánafyrirtækjum.
Margir hafa lent í vítahring smálánafyrirtækjana og komið hefur fyrir að fólk hafi þurft að selja eignir til að standa skil á lánum.
Samkvæmt lögum eru okurvaxtalán bönnuð með lögum og því vandséð að þessi smálánafyrirtæki séu rekin samkvæmt lögum.

Okurlán

Á síðu Hraðpeninga má lesa eftirfarandi; „Hraðpeningar standa fyrir ábyrgri útlánastarfsemi, við kappkostum að vera ætíð til reiðu þegar tímabundinn peningaskortur á sér stað og sporna þar af leiðandi við óþarfa langtímaskuldum sem annars þyrfti að stofna til.  Áður en leitað er til Hraðpeninga verður að hafa í huga að á milli viðskiptavinar og okkar þarf að vera til staðar gott samstarf, forsenda allra viðskipta er gagnkvæm virðing og traust.“

Á meðfylgjandi mynd sést hvernig vextir af 120 þúsundum verða á tveim mánuðum að 43.800 krónur.
Það segir sig eiginlega sjálft, að þegar fólk fer að taka svona upphæðir með slíkum vöxtum, að það getur ekki borgað það til baka með góðu móti þrátt fyrir að geta skipt greiðslunum í tvennt.

En hvers vegna viðgengst þetta?  Jú svarið er ekkert flókið ef grant er skoðað.   Bankar og lánastofnanir vilja helst ekki lána almenningi peninga eins og staðan hefur verið frá hruni og því notfæra þessi smálánafyrirtæki sér aðstöðu sína til að lána fólki peninga gegn okurvöxtum.

Í lögum um vexti og verðtryggingu segir meðal annars; II. kafli. Almennir vextir.
 3. gr. Almenna vexti skal því aðeins greiða af peningakröfu að það leiði af samningi, venju eða lögum. Vexti skal greiða frá og með stofndegi peningakröfu og fram að gjalddaga.
 4. gr. Þegar greiða ber vexti skv. 3. gr., en hundraðshluti þeirra eða vaxtaviðmiðun er að öðru leyti ekki tiltekin, skulu vextir vera á hverjum tíma jafnháir vöxtum sem Seðlabanki Íslands ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum óverðtryggðum útlánum hjá lánastofnunum og birtir skv. 10. gr. Í þeim tilvikum sem um verðtryggða kröfu er að ræða skulu vextir vera jafnháir vöxtum sem Seðlabankinn ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum verðtryggðum útlánum hjá lánastofnunum og birtir skv. 10. gr.“

Á vef Seðlabanka íslands er hægt að sækja skjöl sem sýna vaxtastefnu bankans hverju sinni og með því að skoða þessar töflur er greinilegt að varla getur verið um löglega starfsemi að ræða þegar ársvextir eru orðnir þetta háir eins og hjá smálánafyrirtækjunum.

Deila:

  • Tweet
  • More
  • Email
  • WhatsApp
  • Print
  • Reddit
  • Share on Tumblr

Svipað efni

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Kaffikaupastyrkur

Splæsir þú kaffi?

Vinsælt síðustu vikuna

  • Vinsælt
  • Nýjast
  • dag Vika Mán. Allt
  • Jón Stóri bráðkvaddur á heimili sínu. (11 views)
  • Fasteignaverð í Svíþjóð að gefnu tilefni (5 views)
  • Kórstelpurnar sólgnar í slátrið (2 views)
  • Þér hefur borist tölvupóstur! ÞÚ ERT REKIN! Siðferðisvitund stjórnenda 365 miðla (2 views)
  • Loforðabréf Bjarna Ben til eldri borgara fyrir síðustu kosningar (2 views)
  • Þegar andskotinn bænheyrði Bjarna Ben
  • Ruslfréttastofa RÚV
  • Lindarhvolsskýrslan afhjúpar skipulagða glæpastarfsemi
  • Þegar lítið annað er hægt að gera
  • Verbúðarlíf: Formáli
Ajax spinner

Instagram

Færslusafn

Flokkar

©2023 Jack H. Daniels | Design: Newspaperly WordPress Theme
 

Loading Comments...