Tíu ár frá hruni og stefnir nú hraðbyri í annað hrun

SvikaKata hefur ekkert gert af því sem hún lofaði fyrir kosningarnar.

Ég skrifaði smá stöðufærslu í gær á fésbókinni en ætla að láta hana flakka hérna líka þar sem þetta er búið að sækja ansi mikið á huga minn undanfarið.

Ísland stefnir lóðbeint í annað hrun núna, aðeins áratug eftir að ísland varð næstum gjaldþrota árið 2008 vegna pilsfaldakapítalista undir stjórn sjálfstæðisflokksins í átján ár þar á undan.
Vinstri Græn og Samfylkingin fengu fjögurra ára tíma til að hreinsa upp eftir þessa átján ára sukkveislu, einkavinavæðingu og niðurskurð ríkisútgjalda sjallamafíunar en klúðruðu því hreinsunarstarfi að flestu leyti því bankamafían fék ókeypis veiðileyfi á fasteignaeigendur og 3.900 eignasviftingar og hátt í 10 þúsund gjaldþrot einstaklinga segja allt sem segja þarf um það klúður.

Miðað við þær fréttir úr fjármálaheiminum og af fyrirtækjum á íslandi í dag sýnist manni ástandið vera farið að nálgast ískyggilega það sem það var árið 2007, ofurlaun forstjóra, bónusar og fleira sem einkenndi árin fyrir hrun eru orðin allsráðandi.

Núverandi ríkisstjórn er á nákvæmlega sama stað að því maður best fær séð og stjórnvöld voru korter í hrun og það hræðir mig óstjórnlega.
Næstu mánuðir verða að mörgu leiti athylisverðir því það stefnir allt í stórt stríð milli verkalýðshreyfingana og samtök atvinnurekenda enda eru laun verkafólks og láglaunastétta langt undir því sem kallast fátæktarmörk og fólk reynir að hafa í sig og á með því að vinna eins og skepnur lungan úr sólarhringnum með yfirvinnu eða með því að vera í tveim og jafnvel þrem vinnum meðan fólk á meginlandi evrópu dugar 35 til 37 stunda vinnuviku til að hafa það alveg skítsæmilegt og rúmlega. það.

Á íslandi brennur láglaunafólk út á 20 til 30 árum vegna þrældóms og endar á örorku langt fyrir aldur fram. Fjölskyldur leyssast upp vegna þess að fólk sem býr saman, þekkist ekki í raun því það er alltaf í vinnunni á skítalaunum.

Það ástand sem er að skapast núna á haustmánuðum hræðir mig meira en orð fá lýst því við sem búum erlendis og erum á örorkubótum og fáum handónýta íslenska krónu frá ríkinu verðum í verulega vondum málum ef allt fer til fjandanns á skrípaskerinu enda munu tekjur okkar rýrna um nærri 100% og jafnvel meira ef miða má við það sem gerðist fyrir 10 árum.
Aðgerðarleysi og aumingjaskapur Katrínar Jakobsdóttur sem forsætisráðherra er algjör og hefur hún ekki bara tapað trúverðugleika sínum heldur einni ærunni og trausti almennings sem stólaði á að hún mundi taka á þeim vanda sem upp var komin eftir síðustu þrennar kosningar og halda mafíuflokkum sjalla og framsóknar utan stjórnar eftir kosningarnar. Það brá því mörgum þegar hún með fullri vitund, vilja og samþykki þingflokks VG, sameinaðist mafíunni og sveik öll sín prinsip, loforð og áherslur flokks síns.
Í dag heyrir maður þessa aumingjans konu tala en orðin eru ekki hennar því í raun er það Bjarni Ben sem talar með hennar rödd.

Það væri að æra óstöðugan að halda áfram en að lokum þetta.
Ég er skíthræddur um að það sé allt að fara til fjandanns á skrípaskeri og því miður held ég að ekkert geti komið í veg fyrir það núna nema blóðug bylting alþýðunar.
En það er borin von því íslendingar hafa ekki kjarkinn til að brjóta af sér hlekki þrælsins.
Hvorki núna né nokkurntíma.