Það er ákaflega þreytandi og ómerkilegt að hlusta á þingmenn og ráðherra ríkisstjórnarinar tala sífellt um lög og reglur og að þeir byggi sitt siðferði á lagagrunni en ekki almennri skynsemi og heiðarleika.
Í öllu umrótinu síðustu daga og vikur, reyndar allt þetta kjörtímabil hefur maður horft upp á ráðamenn þjóðarinar tönnlast á því að fara verði eftir lögum og reglum en samt hafa þeir þverbrotið það hvað eftir annað eftir eigin hentugleika, logið, svikið og stolið þegar það hentar þeim og þegar fjölmiðlar spyrja þá út í hlutina er þeim ýmist ekki svarað eða þá að svörin einkennast af hroka og mannfyrirlitningu þar sem þeir reyna að upphefja sjálfa sig á kostnað annara.
Það er mjög fræðandi og áhugavert að skoða myndbönd frá alþingi og úr fjölmiðlum þegar kemur að æðstu ráðamönnum íslands og hvað þeir koma alltaf jafn illa út þegar þeir setja sjálfa sig á stall sem er hærri en góðu hófi gegnir. Þetta er eins og að stafla goskössum á hvolf og klifra síðan upp á þá, vitandi að smávægileg og ógætileg hreyfing verður til þess að allt hrynur undan þeim og þeir steypast á hausinn í gólfið.
Nýjasta dæmið er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Bjarni Benediktsson ákvað eftir fall Sigmundar að taka kassahrúguna og stafla ofan á eigin stall, tylla sér á toppinn og tala niður til fólks og fjölmiðla með svo yfirgengilegum hroka og fyrirlitningu að hann er orðinn að athlægi út um allann heim fyrir vikið eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi hér að neðan og sýnir og sannar að maðurinn er gjörsamlega siðblindur.
Toppurinn var þó þegar hann kom út af ríkisráðsfundi á Bessastöðum og má sjá á meðfylgjandi myndbandi.
Sú ríkisstjórn sem nú situr, hefur ekkert umboð frá almenningi í landinu til áframhaldandi setu og forseti íslands hefði átt að hlusta á fólkið í landinu, rjúfa þing og boða til kosninga í stað þess að samþykkja svona skítmix á kolfallinni siðblinduríkisstjórn eins og hann lét hafa sig út í.
Hér að neðan er myndbandið frá Canal+ þar sem Bjarni hreinlega drullar yfir franskan blaðamann sem var að reyna að fá einhver svör.
Það er ekki fallegt orðsporið sem Bjarni skilur eftir sig erlendis með þessari framkomu.
Lára Hanna Einarsdóttir setti inn lauslega þýðingu á viðtali franska blaðamannsins við Bjarna.
Fréttamaðurinn segir lágum rómi hvor er hvor og segir fjármálaráðherra hafa verið í Panamaskjölunum.
Í viðtalinu segir hann:Fólkið úti (mótmælendur) vilja að þú segir af þér.
Heldurðu virkilega að það sætti sig við að þú haldir embættinu?Þú virðist ekki vita að ég hef tilkynnt að ég haldi áfram.
Hvernig geturðu það? Fólkið heldur áfram að mótmæla
þangað til þú segir af þér.Sagði einhver það?
-Já, allir þarna úti. Þau vilja þig burt.Samkvæmt lýðræðislegum leikreglum
verða kosnignar í haust.Svo hvorki þú né ríkisstjórnin segið af ykkur?
Þannig að þetta er lýðræðið á Íslandi.Hvaðan ertu?
-Frá Frakklandi.Svo telur Bjarni upp þingkosingar undanfarin ár.
Ég skil hvað þú átt við. En þú veist hvað gerst hefur.
Samfélagssáttmálinn er rofinn. Traustið er horfið.
Hvernig geturðu verið áfram í embætti
fyrst fólkið treystir þér ekki lengur?Slakaðu á, vinur, segir BB.
Þetta er efnislega kjarninn í viðtalinu.