Þetta er eini maturinn sem ég, öryrkinn, og örugglega fleiri hef borðað í dag. Sumir jafnvel ekkert

Kvöldverður öryrkjans.  7 spínatblöð með brotabroti af gulrót í forrétt. Belgbraunir (gamlar) (ræðum það ekki.) Gatorade-lögg.

Kvöldverður öryrkjans. 7 spínatblöð með brotabroti af gulrót í forrétt. Belgbraunir (gamlar) (ræðum það ekki.) Gatorade-lögg.

Þetta skrifar Ásdís Sólrún Arnljótsdóttir við mynd sem hún deildi á Facebook þann 13 október þar sem hún sýnir okkur kvöldmtinn hjá sér þann daginn. 7 spínatblöð með brotabroti af gulrót í forrétt. Belgbraunir (gamlar) (ræðum það ekki.) Gatorade-lögg en ein flaska dugar mér í 3 sólarhringa, segir hún og vísar til þess að hún er öryrki með lífshættulegan erfðasjúkdóm.
Með því að drekka slurk og slurk af Gatorade segist hún spara heilbirðiskerfinu miljónir þar sem þá lendir hún ekki inni á bráðadeild í dripp inndælingum vegna meðfædds galla í millifrumuvef en í því hefur hún lent óteljandi sinnum vegna sjúkdóms síns.

Þegar þetta er skrifað er búið að deila myndinni nærri því 300 sinnum á facebook og svo ótrúlega vill til að ekkert hefur birst um þetta í fjölmiðlum.  Ekki stakt orð.
Það er engu líkara en það sé þöggun í gangi um kjör og málefni öryrkja í öllum fjölmiðlum því þeir eru jú sá þjóðfélagshópur sem hefur það hvað allra verst um þessar mundir og hagur þeirra á bara eftir að versna á komandi misserum haldi stjórnvöld áfram þeirri helstefnu sem er í gangi gagnvart því fólki sem hefur það verst í þessu þjóðfélagi.

Ég ætla að setja hér í kvót það sem Ásdís skrifar við meðfylgjandi mynd og ég vona að sem flestir deili henni og ýti á fjölmiðla um leið að fjalla um hvernig ástandið er hjá öryrkjum og öldruðum þessa lands og hvernig stjórnvöld ráðast alltaf á kjör þeirra sem verst eru settir og hrekja þá fram af brún þunglyndis, út í geðveikina og jafnvel fram af hengiflugi sjálfsmorðs þegar þeir sjá enga leið lengur til að sjá sér eða sínum farborða á þeim lúsar bótum sem ríkið og lífeyrissjóðirnir bjóða.

„Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni…“ og allir flippa yfir.
Ég er 75% öryrki með lífshættulegan erfðasjúkdóm. Var einnig orðin öryrki þegar ég hélt heimili með 5 unglingum á örorku. Allt skammtað og allir læra að það er ekki við hæfi að borða sig sadda. Matur er aðeins fyrir næringuna og efnað fólk. Allir komist vel frá borði!

Við öryrkjar og láglaunastéttir sem erum langt undir kr.200.000.- á mán. Borgum skatta, reikninga, rándýr lyf og rán-dýra sérfræðinga. Öll útgjöld eru í forgangi ásamt matarkostnaði. Stundum hafði ég kr. 250 á dag í mat, stundum kr. 340,- Það hefur ekki breyst með tímanum, þó fækkað hafi í heimili.

Má ég kynna fyrir ykkur kvöldmatinn í kvöld. 7 spínatblöð með brotabroti af gulrót í forrétt. Belgbraunir (gamlar) (ræðum það ekki.) Gatorade-lögg en ein flaska dugar mér í 3 sólarhringa. Spara heilbrigðiskerfinu milljónir að drekka slurk og slurk og lenda ekki lengur í dripp-inndælingum á Lsp. v/meðfædds galla í millufrumuvef eins og óteljandi oft áður. (Vökvi og steinefni ruglast í líkamanum.) 7-9-13…

Aðalrétturinn eru eplabitar í ab-mjólk laktósafrí (því annars lendi ég í uppköstum og á spítala.) Hún er EKKI frá MS heldur ÖRNU, Bolungarvík. Muna að bera allan mat fram á barnadiskum, undirskálum eða diskum úr dúkkuhúsum barnabarnanna. Reyndu ekki að halda veislu eða bjóða einhverjum í mat. Farðu í ferðalög á kostnað annarra. Lærðu og reyndu að venja þig við að vera þiggjandi um leið og þú reiknar fram í tímann langt yfir eðlilegum streitumörkum. Hvernig þú borgar persónulegar skuldir eins og t.d. tannviðgerðir og liðin jól, páska og jólin fyrir 2 árum. Mundu að vera kurteis og þakka m.a. fyrir sundkortið sem þú færð hjá Sjálfsbjörg og kostar kr. 1.500,- að leysa út. Umvefðu græna örorkukortið og farðu með það eins og sjáaldur augna þinna eða giftingahring.

Þetta er eini maturinn sem ég öryrkinn og örugglega fleiri hef borðað í dag. Sumir jafnvel ekkert. Börnin mín láta mig hafa vasapeninga svo ég fæ kaffibolla og hollustubrauðsneið með góðum konum fyrir hádegi sem kostar kr. 370.- En þarna skýt ég mig í fótinn því á myndinni sést að ég fer yfir græðgismörkin í mat og í óþökk ráðamanna.

Hvernig hef ég lifað sl. 3 ár. Tek fram að ég reyki ekki, drekk ekki, kaupi aldrei föt, skó eða snyrtivörur. Borða aldrei sælgæti eða kaupi ís. Rek ekki lengur gamla 14 ára vw- golfinn. Fer aldrei á mannmót eða eitthvað til upplyftingar sem kostar peninga.

-Ég elda mánaðarlega 3 heitar máltíðir. Alltaf í byrjun mánaðar. Borða hjá borginni oftast 2x í vikur (máltíðin 650 kr.) Fæ að borga þær um hver mán.mót af örorkunni. Borða einu sinni í viku heima hjá dóttur minni og fjölsk. Reyni einnig að borða einu sinni í mán. hjá syni mínum og fjölsk. ásamt einni máltíð hjá vinkonu minni. Fæ oft kjúklingabita og sætar kartöflur hjá öðrum syni mínum ásamt hafragraut.

Án gríns þá er kúnst að læra að þakka fyrir að missa heilsuna og þurfa að lifa á bótum! Eins og kona sagði við mig um daginn sem er einnig öryrki og í sama bruðlinu í mat eins og ég. Lendir oft á útrunnum mat (sem er gefinn.) – „Ef efnaða fólkið, ráðherrar og hálaunastéttir ásamt millistéttinni sem eiga alltaf fyrir mat: Hafa einhverntíman kynnst því að verða svöng. Þá eru þau ÖLL búin að gleyma því.“

Matarlöggan mætir á Grandan á morgun og fer fram á skerðingu á eplunum í ab-mjólkinni, spínatinu og gatorade.
Með þessum sannleika og meðfylgjandi mynd, er ég alls ekki að biðja um vorkunn. ALLS EKKI. Heldur staðreyndir á mynd til umhugsunar við hvaða kjör öryrkjar, aldraðir sem eru eignalausir og láglaunastéttir höfum búið við lengi, lengi, lengi. Löngu fyrir hrun og ekki glæðist ástandið.
Sundkortið er ljós mitt í skammdeginu eins og margt sem er gefandi t.d. með áhugaverðum samskiptum við fólk. Hvar í stétt eða stöðu sem það er.

Nú skulum við vera dugleg að deila þessu á fjölmiðla og sjá hvort þeir fara ekki að taka við sér og fara að fjalla um þennan málaflokk og sýna alþjóð hvernig öryrkjar og aldraðir hafa það í þessu landi.
Stjórnvöld hafa gefið það út að við, öryrkjar, höfum það bara alveg helvíti skítfínt og hækkunn matarskatt sé í raun helvíti fín kjarabót fyrir okkur en engum fjölmiðli hefur dottið í hug að spyrja öryrkjana sjálfa hvernig þeir hafa það.

Því þarf að breyta og þú getur hjálpað til við það með því að deila þessum pósti eða smellt á hlekkinn hér fyrir ofan og deila myndinni inn á fjölmiðlana á Facebook svo þeir fari nú að taka við sér.

Þakka lesturinn.

Updated: 15. október 2014 — 21:56