„Á tungumáli heilbrigðiskerfisins er ég ekki sjúklingur, hvað þá einstaklingur, heldur “eining”. Í huga vinnuveitenda minna til 25 ára er ég ekki starfsmaður eða manneskja, heldur reitur í Excel,“ segir í grein Láru Hönnu Einarsdóttur sem fengið hefur gríðarlega athygli og hafa fjölmargir lýst yfir stuðningi við hana.
Í apríl, þegar ég var á fullu í geislameðferðinni, var stofnuð ný deild hjá 365 miðlum – eða svið eins og það er kallað – Fjarskipta- og tæknisvið. Yfir sviðið þótti hæfa að ráða ungan mann, Erling Frey Guðmundsson, sem nýverið tókst að setja útrásar-fjarskiptafélagið Industria svo konunglega á hausinn að ekkert fékkst upp í 1,1 milljarðs kröfur í þrotabúið. Af einhverjum ástæðum sem ég hvorki þekki né skil var þýðingadeildin sett undir þetta svið.
Þegar ég var sem viðkvæmust eftir erfiða geislameðferð og það andlega álag sem fylgir því að fá krabbamein fékk ég uppsagnarbréf – í tölvupósti. Ég hafði gert mér far um að vinna eins og kraftar leyfðu því ég hef engar sjúkratryggingar, er ekki í stéttarfélagi og gat ekki verið tekjulaus. Tölvupóstinn fékk ég 10. maí og ég fæ engin verkefni frá og með 1. júní. Eftir rúmlega 25 ára störf fékk ég 20 daga til að átta mig á að ég væri atvinnulaus. Það eru liðnir 9 dagar og ég er ennþá í losti.
Ég lýsi eftir orði yfir það, að segja upp verksamningi við 57 ára gamlan starfsmann eftir 25 ára starf með 20 daga fyrirvara – með einum tölvupósti. Mér finnst siðleysi ekki ná yfir það.
Það er athylisvert að skoða hver þessi drengur, Erlingur Freyr Guðmundsson, er sem Lára Hanna dregur myndina upp af hér að ofan, því hann skilur eftir sig slóð gjaldþrota þrátt fyrir ungan aldur.
Má þar nefna eftirfarandi fyrirtæki:
1: Var stjórnarmaður og prókúruhafi í félaginu Industria fjarskiptalagnir sem varð gjaldþrota 27. Okt 2010 og fékkst ekkert upp í 1,1 miljarða króna kröfur í þrotabúið.
2: Var stjórnarmaður og prókúruhafi í 7 Jarðir ehf sem varð gjaldþrota þann 15. des 2011.
3: Var meðstjórnandi og í framkvæmdastjórn sem og prókúruhafi í Ljós og lagnir ehf sem varð gjaldþrota 3. okt 2012.
4: Var stjórnarformaður og í framkvæmdastjórn ásamt því að vera eigandi, stofnandi og prókúruhafi í Raflagnir og ráðgjöf sem fór á hausinn þann 5. des 2012.
Síðan kemur lýsing á honum á vef 365 miðla:
Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdarstjóri fjarskipta- og tæknisviðs
Erling lauk MBA frá Háskólanum í Reykjavík 2009 og rafvirkjun við Fjölbrautarskólinn í Breiðholt 1996, var framkvæmdarstjóri Industria á árunum 2003 til 2012. Hann hefur gegnum tíðina tekið þátt í að byggja fjarskiptafélög frá grunni bæði hérlendis og erlendis.Erling var framkvæmdastjóri Ljósvirki 1996-2003
Nú starfar þessi sami maður sem yfirmaður Fjarskipta og tæknisviðs 365 miðla frá því í apríl síðastliðnum og fyrsta verk þessa unga snillings er að losa sig við bestu starfskrafta fyrirtækisins með því að segja þeim upp með tölvupósti.
Það merkilegasta er að honum tókst að fá útkomu úr Excel sem engum hefur tekist hingað til en margir reynt: Að það væri ódýrara að láta fastráðna þýðendur innanhúss þýða allt efni miðilsins í stað verktaka úti í bæ. Einn af fyrrverandi yfirmönnum fyrirtækisins kallaði þetta “bull” fyrir nokkrum dögum þegar hann frétti af þessu. Enda vita allir sem vilja vita að fastráðnir starfsmenn eru margfalt dýrari en verktakar og allir sem hafa reynt að fá út aðra niðurstöðu hafa horfið frá hugmyndinni.
Ég lýsi eftir orði yfir það, að segja upp verksamningi við 57 ára gamlan starfsmann eftir 25 ára starf með 20 daga fyrirvara – með einum tölvupósti. Mér finnst siðleysi ekki ná yfir það.
Þetta leiðir hugann að siðferði og ábyrgð, réttlæti, virðingu fyrir fólki og störfum þess, réttleysi fólks sem vinnur sem sjálfstætt starfandi einstaklingar, yfirgengilegum hroka og tillitsleysi jafnvel vanhæfustu manna sem telja sig ævinlega vita betur en aðrir þrátt fyrir ára- eða áratugalangar sannanir um hið gagnstæða.
Að mörgu er að hyggja í nútímasamfélagi. Menntun landsmanna er sögð hafa aukist en lítið er minnst á þá staðreynd að prófgráður eru engin trygging fyrir menntun. Hvorki þroska né heilbrigðri skynsemi heldur – hvað þá reynslu. Það versta er, að búið er að taka mennskuna úr samfélaginu. Þá hugsun, að hver einasti einstaklingur er manneskja sem ber að taka tillit til og sem hefur rétt á að lifa, þótt ekki sé nema með svolítilli reisn.
Því miður virðast margir af þeirri kynslóð sem er í stjórnunarstöðum um þessar mundir eða eru að taka við slíkum stöðum ekki hafa neina mannlega þætti til að bera, siðferðisvitund þeirra er við frostmark og þeir líta á starfsmenn sem undir þá eru settir sem tölur í exelskjali og mannlegi þátturinn er eitthvða sem engu máli skiptir.
Það er því kalhæðnislegt að lesa eftirfarandi á vefsíðu 365 miðla eftir þessa uppákomu:
Starfsmannastefna
365 er skemmtilegur og framsækinn vinnustaður með frumkvæði og sköpunargleði að leiðarljósi. Framtíð fyrirtækisins byggir á hæfu starfsfólki sem leggur sig fram alla daga ársins.
Gildi 365
Sköpunargleði – Samstarf – Áreiðanleiki – Arðsemi
Starfsmannaval
365 leitast við að ráða starfsfólk sem:
Skarar fram úr á sínu sviði
Skapar og miðlar þekkingu
Er traust og áreiðanlegt
Er frumlegt og útsjónarsamt
Er sveigjanlegt og vinnur vel í hópi
Hefur þjónustulund og eflir heildina
Við val á starfsmönnum eru starfslýsingar hafðar til hliðsjónar
Hlutverk
Að skemmta landsmönnum og flytja lifandi fréttir og auglýsingar 365 daga ársins.
Fræðsla- og endurmenntunarstefna
Mikilvægi þekkingar skal vera viðurkennt innan 365 og því skal fræðsla og þjálfun vera skipulagt átak fyrirtækisins sem lítur á þetta sem fjárfestingu í átt að samkeppnisforskoti.
Jafnréttismál
365 ætlar að gæta fyllsta jafnréttis milli kvenna og karla. Hver starfsmaður á að vera metinn og virtur að verðleikum sínum. Markmiðið er að stuðla að jafnri stöðu kvenna og karla og jöfnum tækifærum einstaklinga óháð kynferði.
Fjölskyldustefna
365 vill stuðla að því að samræma starfsskyldur og fjölskyldulíf. Starfsskilyrði Reynt er að tryggja öllum starfsmönnum gott starfsumhverfi sem fullnægir ströngustu kröfum um öryggi, hollustu og vinnuvernd.
Eftir þennan skandal sem áður er lýst, uppsagnir á fjölda starfsmanna og þar á meðal konu sem kominn er hátt á sextusaldur og er að berjast við krabbamein ásamt öllum þeim kostnaði sem af því hlýst, hlýtur maður að spyrja sig þeirrar spurningar hvort svona vinnubrögð séu eigendum og yfirstjórnendum 365 miðla þóknanleg?
Ef svo er, þá þarf ekki að taka það fram, að fólk sem er með siðferðið í lagi og lítur á svona framkomu gagnvart starfsmönnum fyrirtækisins sem rakin drullusokkshátt og siðblindu, geri upp hug sinn í snatri um hvort það vill eiga viðskipti við fyrirtækið hvort heldur sem áskrifendur að fjölmiðlum sem það rekur, sjónvarp, útvarp og dagblöð, eða auglýsir hjá fyrirtækinu því einhversstaðar verður að draga mörkin. Það er ekki hægt að láta gjörsamlega siðblinda einstaklinga komast í stjórnunarstöður sem þeir hafa hvorki getu, skynsemi né siðferði til að gegna.
Með því að smella hérna, getur þú séð hvaða fjölmiðla 365 rekur og síðan er það í þínum höndum hvort þú villt eiga viðskipti við fyrirtæki sem sýnir af sér slíka framkomu við starfsmenn sína.