Lífeyrisþegar gætu hækkað í tekjum strax eftir kosningar nái Píratar góðri kosningu

Svona hafa stjórnvöld unnið þetta kjörtímabil og eru enn að.

Svona hafa stjórnvöld unnið þetta kjörtímabil og eru enn að.

Áróðurinn sem dynur á landsmönnum þessa dagana vegna komandi kosninga í haust er farinn að marka upphaf kosningabaráttunnar hjá þeim flokkum sem bjóða sig fram og sitt sýnist hverjum í þeim málum.  Sumir af nýjum flokkum sem eru að koma fram á sjónarsviðið spila ótrúlega falskt og halda því fram að þeir einir geti bætt kjör alraðra og öryrkja komist þeir til valda.

Gott og vel en hvar eru lausnirnar hjá þeim?  Ég hef þrælað mér í gegnum stefnumál þeirra en ekki séð neitt sem bendir til þess að þeir hafi neitt í höndunum til að gera það því þetta eru eingöngu upphrópanir og innantóm loforð með engar lagabreytingar eða stefnu sem byggir á lagasetningum.  Þar skilur á milli flokka sem vinna sína vinnu, koma með tillögur að lögum og lagabreytingum sem verða til þess að hægt er að framkvæma hlutina strax og þing kemur saman eftir kosningar þar sem lögin og lagabreytingar eru ræddar og síðan samþykktar eða synjað eftir þvi sem við á.

Það tekur enginn heilvita manneskja mark á því þó nokkrir þingmenn komi í ræðustól og segi bara: „Hækkum bætur í þrjúhundruð þúsund, strax“, en koma ekki með neinar lagabreytingar þar um.
Þetta kallast skrum.

KYNNTU ÞÉR EINNIG:  Framboð mitt til prófkjörs Pírata.

Öryrkjar og aldraðir fá ekki einu sinni brauðmola lengur því TR er á fjórum fótum að týna þá upp fyrir sig sjálfa.

Öryrkjar og aldraðir fá ekki einu sinni brauðmola lengur því TR er á fjórum fótum að týna þá upp fyrir sig sjálfa.

Ég sat málfund í gær hjá Pírötum þar sem ræddar voru tillögur að lagabreytingum sem hægt er að fara í strax eftir næstu kosningar og þar eru tillögur sem væri hægt að keyra í gegn um alþingi á mjög skömmum tíma.  Svo skömmum að lífeyrisþegar gætu mögulega haldið fínustu jól og áramót, eitthvað sem þeir hafa ekki getað gert undir stjórn núverandi ríkisstjórnarflokka.

Aðferðin er í sjálfu sér mjög einföld en að sama skapi skilvirk og gæti hækkað ráðstöfunartekjur lífeyrisþega frá þetta 25 þúsund, (þeir sem eru eingöngu með tekjur frá TR) og upp í allt að 100. þúsund fyrir þá sem fá úr lifeyrissjóði.

Aðferðin er enn í smíðum en verður væntanlega lögð fljótlega fram í kosningakerfinu hjá Pírötum til samþykktar og verður fróðlegt að sjá hvaða dóma hún fær þar.

Píratar leggja mikla áherslu á velferð á íslandi og eru duglegir að vinna að tillögum þar að lútandi enda fjöldi fólks sem kemur að því starfi á fundum og á umræðuvettvangi Pírata, Fuglabjarginu þar sem tillögur eru ræddar og hugmyndum kastað fram og til baka.  Þar er fólk sem frá fyrstu hendi þekkir aðstæður öryrkja og aldraðra, bæði sem aðstandendur og einnig eru margir öryrkjar á vegum Pírata að vinna að stefnumótun í velferðarmálum.  Kallast það ekki að leita til sérfræðinga í þessum málum, þá veit ég ekki hvað það er.

Píratar eru lítið fyrir að vera með upphrópanir til að afla sér fylgis en vinna þess í stað meira í grasrótinni og koma fram með fullmótaðar tillögur þegar þeir kynna sig enda er upplýst ákvörðun ein af grunnreglum Pírata.

Almenningur þarf líka að temja sér þessa hugsun og taka upplýsta ákvörðun þegar kemur að því að velja fulltrúa almennings til starfa á alþingi íslendinga og við þurfum heiðarlegt og heilsteypt fólk sem setur þarfir þjóðarinar í fyrsta sæti en ekki sjálft sig og nánustu ættingja og vini eins og núna er.

Kjósum upplýst eftir að hafa kynnt okkur hlutina frá öllum hliðum.

YARRR!

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa