Bifhjólafólk gegn einelti

Vélhjólafólk gegn einelti.

Vélhjólafólk gegn einelti.

Nú þegar skólar eru byrjaðir á ný eftir sumarfrí er ekki úr vegi að minna fólk á alvarleika eineltis.  Við höfum fjölmörg dæmi um alvarlegt einelti í skólum hér á landi og afleiðingar þess á þolendur eineltis og foreldra þeirra.  Sjálfsmorð og sjálfsmorðstilraunir eru taboo í umræðunni en því miður er það staðreynd að fjöldi barna og unglinga hefur reynt að taka líf sitt eftir einelti og sumum hefur tekist það.
Þegar svo er komið hvílir mikil ábyrgð á foreldrum gerenda eineltis sem og skólastjórnendum sem eiga samkvæmt lögum að passa upp á það að einelti sé ekki liðið í þeirra skóla, gera ráðstafannir til að koma í veg fyrir það og fræða nemendur um hversu alvarlegar afleiðingarnar geta verið.
Hvernig líður geranda eineltis þegar fórnarlamb hans hefur tekið sitt eigið líf?
Hvernig líður foreldrum geranda eineltis sem hefur líf skólafélaga á sinni samvisku af því þeir neituðu að trúa því að barnið þeirra lagði annað barn í einelti?
Hvernig líður skólastjóra og kennurum í skóla þar sem nemandi hefur tekið sitt eigið líf vegna eineltis af því þeir sinntu ekki lögboðnum skyldum sínum?

Allt eru þetta spurningar sem eiga fullan rétt á sér og málefni sem þarf að ræða um.

Bifhjólafólk á Íslandi hefur tekið sig saman og ætlar að halda hópkeyrslu gegn einelti í skólum landsins og verður sú hópkeyrsla laugardaginn 30. Ágúst næstkomandi klukkan 13:15 stundvíslega frá Korputorgi.

BIKERS AGAINST BULLYING.

Hópkeyrsla gegn einelti í skólum landsins.
Safnast verður saman á Korputorgi kl. 13:15 og hjólað verður af stað kl. 14:00 stundvíslega!!!

Akstursleið
Korputorg – Vesturlandsvegur – Miklubraut – Kringlumýrabraut – Hafnarfjarðarvegur – Reykjavíkurvegur – Fjarðarhraun – Reykjanesbraut – Grindavíkurvegur – Endað í veitingarstaðnum Salthúsið í Grindavík.
Þar verður boðið uppá kaffi og kleinur með frjálsu framtaki í bauk..

Rowerzyści uruchomić
przeciwko mobbingu w szkołach.
Darowizna będzie razem w Korputorgi. 13:15 i jazdy rozpocznie się. 14:00 punktualnie !!!

Pozostawiając
Korputorg – Vesturlandsvegur – Miklabraut – Kringlumýrabraut – Hafnarfjarðarvegur – Reykjavíkurvegur – Fjarðarhraun – Reykjanesbraut – Grindavíkurvegur – Zakończone Grindavík.

Bikers run against bullying in schools.Attendance
will be at 13:15 and the ride will start at. 14:00 punctually !!!

Driving
Korputorg – vesturlandsvegur – Miklabraut – kringlumýrabraut – Hafnarfjarðarvegur – Reykjavíkurvegur – Fjarðarhraun – Reykjanesbraut – Grindavíkurvegur – Finished in Grindavík.

Skvísurnar Norðan Heiða ætla að sýna stuðning í verki og taka hring á sínum heimaslóðum til að styðja átakið.

Dagskrá þeirra verður sem hér segir:

Hópkeyrsla gegn einelti í skólum landsins
ákveðið hefur verið að hafa hópkeyrslu á Akureyri á sama tíma og í Reykjavík þann 30 Ágúst, mæting á torgið kl 13:30 og farið verður af stað kl 14:00 stundvíslega,

Einelti er því miður að snerta allt of marga og því upplagt að við hjólafólkið sýnum samstöðu með því að hjóla saman þennan dag

Hvetjum alla til að mæta og sýna stuðning í verki.

Tenglar.
Senda kvölurum sonar síns skilaboð

Einelti drepur.  Móðir Dagbjarts segir frá.

Dagbjartur jarðsunginn.

Sjö einkenni eineltis í skólum.

Veist þú hvað einelti er?

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 18. nóvember 2014 — 00:30