Þekkir þú lýsinguna á landinu?

Hvert er landið sem um ræðir?

Hvert er landið sem um ræðir?

Ég las stöðufærslu á fésinu í morgunn sem sló mig svolítið og mig langar að deila henni með ykkur, en áður en þið lesið lengra, þá ætla ég að biðja ykkur að hugsa um hvaða landi er verið að lýsa.
Stöðufærslan kemur svo í tilvitnun fyrir neðan myndina sem ég nota til að klippa pistilinn í sundur.

Það er ekki hægt að lifa í ***landi nema þú sért kominn af ríkum foreldrum.
Launin eru skammarlega lág.
Misvitrir stjórnmálamenn komast til valda í gegn um mafíuna sem í raun og veru stjórnar landinu í gegn um þá.
Þeir ríku skipta auðæfum landsins á milli sín og eru með fólk í vinnu á skammarlega lágum launum.
Ungt fólk hugsar bara um að mennta sig og fara síðan í burtu ef það getur.
Heilbrigðiskerfið er í molum vegna þess að læknar flytja þangað sem launin eru hærri.
Stjórnmálamenn sem eiga ekkert komast til valda í gegnum klíkuskap og hverfa úr stjórnmálum sem miljónamæringar með góð eftirlaun.

Kannast einhver við þessa lýsingu?

Spilling.

Spilling.

Nei!
Þetta er ekki ísland þó svo ótrúlegt megi virðast.

Hér er stöðufærslan sem um ræðir.

Það vill svo til að ég sit á skólabekk til að læra dönsku. Við hlið mér situr ungur maður sem er pólskur, er giftur og á tvö börn. Hann og konan voru send í skóla til að læra dönsku, eru á kontakt-hjálp sem enginn fær nema að sitja á skólabekk og læra málið. Ég fór aftur á móti sjálfviljugur því mér líkar mjög vel í Danmörku og það er ekki planið að flytja heim aftur. Samtal okkar fyrsta daginn: „Af hverju fluttir þú frá Póllandi?“ „Það er ekki hægt að lifa í Póllandi nema þú sért kominn af ríkum foreldrum. Launin eru skammarlega lág. Misvitrir stjórnmálamenn komast til valda í gegn um mafíuna sem í raun og veru stjórnar landinu í gegn um þá. Þeir ríku skipta auðæfum landsins á milli sín og eru með fólk í vinnu á skammarlega lágum launum. Ungt fólk hugsar bara um að mennta sig og fara síðan í burtu ef það getur. Heilbrigðiskerfið er í molum vegna þess að læknar flytja þangað sem launin eru hærri. Stjórnmálamenn sem eiga ekkert komast til valda og hverfa úr stjórnmálum sem miljónamæringar með góð eftirlaun.“
Eitthvað kannaðist ég við þessa lýsingu og hermdi hana upp á fagra eyju norður í Atlandshafi og hann hélt áfram. „Pólverjar eru 42 miljónir og það búa ekki nema 22 miljónir í Pólandi sjálfu, hinir eru dreifðir um allan heim.“ Eitthvað kannaðist ég líka við þetta því að í raun eru Íslendingar í heiminum og afkomendur þeirra 650 þúsund en aðeins helmingurinn býr á Íslandi. Margt fleira sagði hann mér um ástandið í Póllandi og sumt af því kannaðist ég við frá Íslandi. Mér líkar vel við þennan viðkunnalega unga mann sem er menntaður kennari og dreymir um að geta notað menntun sína í framtíðinni í Danmörku.

Þarna sjáum við því miður hvernig ástandið er á íslandi þar sem gjörspilltir stjórnmálamenn fá að komast upp með hvað eina sem þeim dettur í hug að gera og öllum virðist vera nákvæmlega sama því það eru jú íslendingar sem kjósa til þings á íslandi.
Mín skoðun er sú, að almenningur þarf aðeins að fara að staldra við og skoða hvort þetta er það sem þeir raunverulega vilja.

Færsluna má finna í þessum hóp.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 21. september 2014 — 12:22