Þarf virkilega að drepa einhvern áður en þeir öðlast skilning?

Útsýni með auga morðingjans.

Útsýni með auga morðingjans.

Ég hef heyrt þessa spurning æ oftar undanfarna mánuði frá ótrúlegasta fólki.  Fólki sem alla jafna er mjög dagsfarsprútt og talar helst aldrei illa um nokkurn mann en þegar ríkisstjórnarmeðlimi, Samtök Atvinnulífsins og útgerðarmafíurnar ber upp í umræðunum er það eins og að veifa rauðum klút framan í mannýgt naut þegar þetta sama fólk á í hlut.

Maður hreinlega sér persónubreytinguna verða á fólkinu þegar reiðin gýs upp í því og heiftin í orði og athöfnum verður þannig að maður býst helst við að viðkomandi hreinlega springi úr illsku.  Síðan kemur hástemd lýsing á vanmætti og aumingjaskap þessara hópa.  Hvernig þeir ljúga í hverri setningu og helvítið hann Sigmundur er svo mikð lygakvikindi að segði hann manni að himininn væri blár mundi ég ekki trúa því.  Ég færi út að gá hvort það væri ólogið orð í þeirri setningu.

Í fimm manna hópi fyrir nokkru heyrði ég út undan mér að menn voru í alvöru að ræða hvort ekki væri kominn tími á ráðherraveiðar með öflugum og langdrægum rifflum því það væri bara landhreinsun að því og nefnd nokkur nöfn í því sambandi.
Áfram hélt talið áfram hjá þessum mönnum og þetta var eins og að hlusta á málaliða setja upp plan hvernig best væri að standa að því að drepa úr launsátri án þess að upp um þá kæmist.  Engin nöfn voru nefnd í þessu samtali þeirra en maður heyrði vel að ákveðnir aðilar voru ekkert sérlega hátt skrifaðir hjá þeim og þar mátti geta sér til að um ráðherra og þingmenn væri að ræða en líka ákveðna aðila innan SA og útgerðana.

Ég hef aldrei séð neinn þessara aðila sem þarna voru að ræða saman en maður heyrði heiftina í og reiðina í þeim og maður fann alveg að þetta voru pælingar sem þeir hefðu vel getað hugsað sér að framvkæma haldi stjórnvöld, SA og útgerðirnar áfram þeim hildarleik sem þeir eru í, það er að arðræna þjóðina og fólkið í landinu til að geta rakað saman sem mestum auð fyrir sjálfa sig.

Ég fyrir mína parta er ekkert hissa á því að umræðan skuli vera komin í þennan farveg því fólk sem er á lágmarkslaunum, ellilífeyri og örorku í þessu landi nær ekki endum saman um mánaðarmót og ástandið heldur bara áfram að versna þó svo stjórnvöld bauli og blaðri um eitthvað annað enda er þetta fólk algjörlega og gjörsamlega úr öllum tengslum við atvinnulífið og fólkið í landinu.

Haldi fram sem horfir og ekki verður breyting á fljótlega, þá eiga hausar eftir að fjúka.
Það er algjörlega á hreinu.

En þarf virkilega að slátra einhverju „stórmenninu“ áður en ríkisstjórnarliðar og þingmenn, atvinnurekendur og útgerðarmenn, átta sig á hvað ástandið er orðið alvarlegt í þjóðfélaginu?

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 16. apríl 2015 — 22:14