Það er bara víst hægt að afnema skerðingarnar

Kjör aldraðra og öryrkja hafa dregist langt aftur úr almennri launaþróun.

Ólafur Þór Gunnarsson, varaformaður velferðarnefndar og fulltrúi meirihluta, segir mikilvægt að bíða eftir niðurstöðum vinnuhóps í velferðarráðuneytinu. Frumvarp um afnám skerðingarinnar hefur ekki verið afgreitt úr velferðarnefnd.

Kona sem hefur verið öryrki í 10 ár og ætlaði að nota séreignasparnað til að greiða niður lán stóð frammi fyrir því að við það myndi hún tapa tekjum og staða hennar versna vegna krónu á móti krónu skerðingar.

Frumvarp stjórnarandstöðunnar um afnám skerðingarinnar hefur ekki fengist afgreitt úr velferðarnefnd vegna þess að unnið er að endurskoðun almannatrygginga í velferðaráðuneytinu til að þvinga í gegn starfsgetumati þvert á vilja ÖBÍ og stjórnarandstöðunar.

Svona orðhengilsháttur og ofbeldi sem tíðkast meðal ríkisstjórnarflokkana og þingmanna þeirra eiga sér enga stoð í raunveruleikanum því það þarf ekki annað en samþykkja tillögur minnihlutans og það strax til að öryrkjar geti fengið að lifa mannsæmandi lífi eins og kveður á um í fyrstu grein laga um almannatrygginga en sú grein hefur verið brotin árum saman eins og ég kem inn á í fyrri pistli mínum hér á síðunni.

Halldóra Mogensen formaðu velferðarnefndar bendir á að meirihlutinn haldi málinu í gíslingu á mjög svo hæpnum forsendum.

Og á meðan er verið að halda þessu afnámi krónu á móti krónu skerðingar sem er í raun og veru svona réttlætismál  er bara verið að halda því í gíslingu.

Sem sé bagalegt  ekki síst í ljósi nýrrar skýrslu frá Velferðarvaktinni.

Sem er að sýna fram á það að mesta fátækt barna er hjá einstæðum foreldrum og börnum öryrkja. Og það er ekki hægt að bæta stöðu barna án þess að bæta stöðu foreldra þeirra.

Það er hægt að afnema skerðingarnar starx og það á að gera án tafar og engar refjar.