Svona sparar þú pening fyrir jólin ef þig langar að fá börnin þín yfir hátíðarnar:
Pabbinn hringir í son sinn og segir:
Heyrðu, við mamma þín erum að skilja! Fjörutíu og fimm ár af eymd er nóg.
Pabbi, hvað ertu að tala um??? öskraði sonurinn.
Við þolum ekki hvort annað lengur svarar pabbi hans. Ég er orðinn leiður á að horfa á fésið á henni og þreyttur á að tala um okkur, svo hringdu í systur þína og segðu henni þetta. Sá gamli leggur svo á. Nú varð sonurinn áhyggjufullur. Hann hringir í systur sína og segir henni frá.
Kemur ekki til mála að þau skilji öskrar hún, skellir á og hringir svo í föður sinn.
Pabbi, sko, þið mamma eruð ekki að skilja, svo ekki gera neitt, við systkinin komum með fyrsta flugi á morgun til að ræða þetta.
Þar til þá, ekki tala við lögfræðing, ekki skrifa undir skjöl. HEYRIRÐU ÞAÐ??? Og svo leggur hún á.
Sá gamli snýr sér að konu sinni og segir; Jæja, þau koma heim um jólin og borga farið sitt sjálf.