Jack H. Daniels

Svarthol Hugans

559858_268101329990291_1816668436_n

Smári McCarthy, kapteinn Pírata, segir að fyrsta verk Pírata á Alþingi verði að auka gagnsæi og opna bókhald ríkissins. Píratar vilji að almenningur fái að taka ákvarðanir um öll málefni sem varði þá sjálfa og til þess að hann geti gert það verði það að hafa aðgang að upplýsingum.  Upplýsingum sem þegar eru til á tölvutæku formi, aðeins þurfi að gera þessar upplýsingar sýnilega almenningi á netinu.

„Um leið og almenningur sér í hvað peningunum hefur verið eytt þá er hægt að opna frekar á fjárlagagerðina þannig að almenningur fái að taka meiri þátt í að ákveða  hvernig við eyðum skattpeningunum okkar“, segir Smári.

Þetta er nefnilega alveg rétt og þar með er hægt að hafa betri yfirsýn á fjármálum ríkisins, sjá hvar og hvernig fjármunum er eytt og hvort ákvarðannir um aðgerðir í fjármálum eru skynsamar eða rangar.  Þannig getur almenningur komið með tillögur um hvað má betur fara og hvaða leiðir eru skynsamlegar í hverju máli fyrir sig hvort heldur það eru menntamál, heilbrigðismál, félagsmál og svo framvegis.

Smári segir pírata ekki vera til hægri eða til vinstri í stjórnmálum, þeir séu ekki í neinum hólfum. „Það sem við erum að segja er að það sem við höfum séð í gegnum  tækniþróun síðustu ára er gjörsamlega að breyta  því hvernig við getum búið sem samfélag. Við höfum miklu meiri möguleika á að taka skynsamlegri ákvarðanir, fyrir minni pening og gera hlutina betur.“

Nánari upplýsingar má fá með því horfa á viðtal við Smára frá því í gær með því að smella hérna.

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Umsagnir

Svipað efni