Það eru rétt um tvær vikur til jóla núna og umræðan í þjóðfélaginu er, svo vægt sé til orða tekið, verulega skrítin og undarleg. Húrrahróp þeirra sem kusu yfir okkur stjórnarflokkana dynja á manni daglangt með blammeringum um kommahyskið sem finnur stjórnvöldum allt til foráttu, svekkta vinstra pakkið og svo mætti lengi telja uppnefnin sem okkur sem ekki aðhyllust tepokastefnumál stjórnvalda sem okkur eru gefin.
Þetta sama fólk og uppnefnir okkur er því ekkert sérlega vel gefið þegar betur er að gáð. Yfirleitt er það bara sauðheimskt og hefur ekki einu sinni rænu á að sjá sannleikann sem blasir við hugsandi fólki í þessu landi. Þetta fólk fylgir í blindni og heimsku foringjum sínum og trúir öllu sem frá þeim kemur, jafnvel svo svæsnum lygum að heiðarlegt fólk er farið að skammast sín fyrir að teljast til sömu þjóðar og þessir siðblindingjar.
En af hverju er ég að tala svona niður til þessa fólks?
Vegna þess að það kemur fram á samfélagsmiðlum og bloggsíðum með þessar blammeringar sínar og auglýsir sína augljósu heimsku fyrir alþjóð með hroka sem á sér engan líkan.
Hroka og yfirlæti sem þeir hafa lært af foringjum sínum og halda sig menn meiri fyrir vikið þó svo heimska og fáfræði sé þeirra fylgifiskur í hverri setningu sem þeir láta frá sér.
Þeir taka til sín sem eiga.
Réttlætismálið fyrir kosningarnar í vor var að koma á skuldaleiðréttingu fyrir heimilin í landinu og verðtrygginguna í burt „STRAX“.
Þetta strax er núna fyrst að koma í ljós átta mánuðum seinna hvað heimilin varðar og ekki með þeim hætti sem lofað var í aðdraganda kosningana. Nei það er svo langt í frá. Aðeins brot af loforðinu heldur því fyrir utan að upphæðin sem lofað var í skuldaniðurfellingar er innan við helmingur af loforðinu þá nýtist þetta aðeins þeim sem í raun best hafa það á íslandi í dag. Þar að auki á nú að nota skatta til að koma þessu loforði í gegn.
Maður gapir svo yfir nýjustu fréttunum frá stjórnvöldum, því nú skal enn tekið frá þeim sem minnst hafa og fært í hendur þeirra sem mest hafa því það skal lækka vaxta og barnabætur á næsta ári sem þýðir í raun að þeir sem þurfa hvað mest á þessu að halda fá minna en það eru jú þeir sem lægstar hafa tekjurnar í þessu blessaða landi okkar. Ástæðan fyrir því að ríkisstjórni „finnur ekki peninga“ annars staðar en hjá láglauna- og millitekjufólki og í þróunarsamvinnu er hin fáránlega ákvörðun hennar að lækka veiðigjald og óskiljanleg tregða við að selja makríl-kvóta á uppboði til hæstbjóðanda. Þar með væru fjárlögin leyst.
Af hverju er þetta ekki gert?
Lífeyrisþegar og lægst launaða fólkið í þessu landi á ekki lengur fyrir jólunum og hver stöðufærslan og útskýringin af annari birtist á samfélagsmiðlum þar sem fólk lýsir hvað það á eftir þegar búið er að borga reikninana fyrir desember.
Við skulum kíkja á dæmi sem voru tekin í snöggri yfirferð á Facebook en nöfn þeirra sem skrifa eru tekin út.
Nú er 8 Des. Búin að gr alla reikninga, kaupa mat og jólagjafirnar og á þá 4600 kr eftir..Mér hlakkar ekki til jólana, reyndar hata ég þau, þó að ég biðiji til guðs, gerist ekkert þannig að ég er kominn á þá skoðun að það er engin guð til né skratti og ekket jólabarn. Allt gamlar hefðir frá forneskju. — er þreytt/ur.
Ef ég gæti myndi ég gefa líf mitt fyrir einhvern sem finnst gaman að lifa og væri dauðvona..og ég meina það.. orðin leið á því fyrir löngu, hef reynt að taka það enn aldrei tekist. Svo er ég kjarklaus. Maður situr alltaf heima og fer ekkert vegna kemst ekkert engir peningar. Alltaf bara í náttfötum, til hvers að klæða sig tekur því ekki eina sem maður reynir að gera er að þrífa. Svona líða dagarnir, er ekki betra að vera farinn en að ráfa um eins og draugur..Fyrir gefið að ég skrifa þetta, enn svona líður mér og bíst við að mörgum líði svona. Það er eins sálin sé farinn, enn maður hjarir bara hér og til hvers. Ég á börn enn þau koma aldrei, enn sonur minn er hjá mér og ég sé hann sjáldan. Jú ég tala við hundana..Jú ég græt mikið enn ekkert lagast við það, verð bara þreytt og fer að sofa..sorry meigið eiða mér út ég ég má ekki skrifa svona..
Hægt er að finna mörg hliðstæð dæmi þar sem fólk langar ekki að lifa lengur, langar ekki að halda jól, langar að sofa fram yfir áramót og margt fleira í þeim dúr. Allt er þetta tilkomið vegna þess að tekjur þessa fólks duga ekki fyrir daglegum útgjöldum og þaðan af síður til að halda jól.
Það sem ömurlegast er þó í þessu öllu saman er sú staðreynd að núverandi stjórnvöld ætla enn að auka á byrgðar þessa fólks með aukinni skattheimtu og niðurfærslu á þeim bótum sem þetta fólk fær. Í flestum tilfellum er það gert til að bæta enn á gæði þeirra sem best hafa það í þjóðfélaginu.
Jólin eru ekki lengur fyrir öll börn í landinu, aðeins börn þeirra ríku og velmegandi. Hinir geta étið skít.