Svik við aldraða og öryrkja er aðalsmerki núverandi stjórnar

Hin raunverulega Jóhanna Sigurðardóttir

Hin raunverulega Jóhanna Sigurðardóttir

Laun aldraðra og öryrkja, sem frá ríkinu koma, eru undir lágmarkslaunum. Þann fyrsta febrúar skulu lágmarkslaun hækka í 204 þúsund krónur, eða um allt að 5,7%. Enginn skal þó fá minna en 3,5% hækkun.  Því ætti að liggja ljóst fyrir ölllum þeim sem hugsa rökrétt að þau laun sem ríkið borgar öldruðum og öryrkjum eiga að hækka um allt að 5,7%, jafnvel má túlka bókunina á þann veg að þau ættu að fara í 204 þúsund krónur á mánuði, að lágmarki. Að halda því fram að þau eigi einungis að hækka um 3,5% er svo fjarri öllum raunveruleik að undrun þykir að nokkrum manni skuli detta slíkt í hug, hvað þá nefna það.  Að framkvæma slíka fyrru er visvitandi brot kjarasamnings.

Gubbi óvelferðarráðherra og svikari.

Gubbi óvelferðarráðherra og svikari.

Sá ráðherra sem ber höfuðábyrgð á því að ekki er staðið við afturköllun kjaraskerðingarinnar frá 2009 er velferðarráðherra.  Það er búið að senda honum fjölmargar ályktanir frá samtökum eldri borgara þar sem þess hefur verið krafist að kjaraskerðingin frá 2009 verði afturkölluð.  Bæði kjaramálanefnd Landssambands eldri borgara og kjaranefnd Félags eldri borgara hafa samþykkt slíkar ályktanir en ráðherrann hefur ekkert gert með þessar ályktanir.  Þær hafa lent í salti í ráðuneytinu.  Þegar ráðherrar hafa verið spurðir um þetta mál á undanförnum mánuðum hafa þeir gjarnan svarað að það væri verið að endurskoða lög um almannatryggingar eins og sú endurskoðun ætti að koma í stað afturköllunar kjaraskerðingarinnar frá 2009.  Með þeirri afstöðu er öldruðum og öryrkjum sýnd alger óvirðing.  Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á afturköllun kjaraskerðingarinnar frá 2009 rétt eins og ráðherrar og alþingismenn sem fengu afturköllun á þeirri kjaraskerðingu sem þeir urðu fyrir.  Endurskoðun almannatrygginga kemur ekki í stað þeirrar leiðréttingar.  Auk þess hefur ekki verið staðið við að leggja fram frumvarp um endurskoðun TR fyrir áramót eins og lofað hafði verið.  Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á 20-30% hækkun lífeyris vegna kjaraskerðingar og kjaragliðnunar á stjórnartíma ríkisstjórnarinnar.  Á tímabilinu 2009-2012 hækkuðu laun (láglaunafólks) mikið meira en lífeyrir aldraðra og öryrkja.  Til þess að jafna metin þarf að hækka lífeyri um 20-30 %.

Samt er það svo, að skerðingarákvæðin sem sett voru inn árið 2009 hafa gert það að verkum, að tekjur lífeyrisþega skerðast um krónu á móti krónu fái viðkomandi úr lífeyrissjóði og gerir það að verkum að lífeyrisþegar komast ekki úr fátæktargildrum sem stjórnvöld hafa komið þeim í, því svo ótrúlega sem það hljóðar þá langar flesta ef ekki alla að geta leyft sér einhverja afþreyingu eða tómstundir.  Sumir eru jafnvel með lán sem þeir þurfa að greiða af og aðrir jafnvel líka þurfa að greiða TR til baka hafi þeir fengið ofgreitt á einhverjum tímapunkti.

En getur það verið hreinn og beinn ásetningur stjórnvalda að halda fólki undir fátækramörkum?  Ef maður skoðar svör velferðarráðherra undanfarið er svarið ekkert annað en hreint og klárt já.  Bætur eiga ekki að hækka sem nemur því sem samið var um og leiðréttingin aftur í tíman sem ráðherrar og þingmenn fengu um síðustu áramót er ekki að skila sér til lífeyirsþega.  Þetta eru ekkert annað en hrein og klár svik af hendi hinnar norrænu velferðarstjórnar, eins og Jóhanna Sigurðardóttir kallar ríkisstjórn sína.  Annað eins öfugmæli er varla hægt að hugsa sér í ljósi loforða og efna þessarar stjórnar.

Nú þarf að skoða einstakling og þær greiðslur sem hann fékk á síðasta ári og skoðum svo hvað gerist núna um áramótin.  Hér neðst á síðunni mun ég sýna hvernig greiðslur frá TR lækka á milli ára og skýringin er sú, að viðkomandi fékk hækkunn á greiðslum úr lífeyrissjóði samkvæmt tekjuáætlun fyrir árið 2013.
Á forsíðunni hjá Tryggur, þjónustusíðu TR þar sem notendur hafa aðgang að sínum gögnum kemur þetta fram.

Fyrirvari um áramótagreiðslu Tryggingastofnunar

Viðbótargreiðsla til lífeyrisþega til leiðréttingar vegna breytinga í reglugerðum um áramót verður greidd út 9. janúar 2013.
Þann 1. janúar verður greitt fyrir janúarmánuð eins og venja er.
Greiðsluáætlun fyrir árið 2013 verður tilbúin seinni hluta janúarmánaðar.

Þetta gerði það að verkum að þeir sem höfðu verið í vinnu árið 2011 fengu ekkert útborgað frá TR þar sem búið var að gera áætlun á laun þeirra samkvæmt skattframtali fyrir árið 2011 sem eru vægast sagt furðuleg vinnubrögð gagnvart þeim sem voru á lífeyri árið 2012 og því einfaldast að miða við það í stað þess að valda þessu fólki ómældum vandræðum að fá sín mál leiðrétt og fá þá peninga degi eða tveim seinna en lofað var.
Svona vinnubrögð eru langt neðan við allt velsæmi.

Hér að neðan eru nokkrar myndir sem skýra nánar hvernig bætur TR lækka nú um áramótin vegna tekjuáætlunnar sem gerð var hjá TR þann 2. jan á þessu ári.

Byrjum á greiðslum frá lífeyrissjóðinum Gildi fyrir Nóvember og desember 2012 og síðan jan 2013.  Greiðsur frá lífeyrissjóðum koma alltaf síðasta virkan dag í mánuðinum ólíkt TR sem greiðir alltaf þann fyrsta svo þeir fái innlánsvextina en ekki lífeyrisþeginn.
Smellið á myndirnar til að fá þær stærri.

gildi-nov-12

Nóvember 2012

Desember 2012

Desember 2012

gildi-jan-13

Janúar 2013

Síðan þarf að skoða og bera saman launaseðlana frá TR en þeir eru hér að neðan og það þarf að smella á myndirnar til að sjá þær í fullri stærð.

tr-áætlun-13

Áætlun fyrir árið 2013

tr-des-12

Desember 2012

tr-jan-13

Janúar 2013

tr-nov-12

Nóvember 2012

Það þarf ekkert að fara í grafgötur með þá staðreynd, að miðað við áætlun lækka lífeyrisgreiðslur milli ára og því ekki hægt að segja annað en stórnvöld hafa svikið lífeyrisþega þó svo það komi nokkrar krónur til viðbótar þann 9. jan inn á reikninginn.  Sú upphæð gerir ekki annað en jafna út lækkunina sem viðkomandi fékk á sig um áramótin en bætir stöðu hans að öðru leiti ekkert því allar nauðsinjar hækkuðu í verði núna um áramótin ásamt veitugjöldum, leigu og afþreyingu hvaða nöfnum sem hún nefnist.

Það á eftir að koma þessari ríkisstjórn í koll að hafa hagað sér með þessum hætti gagnvart lífeyrisþegum þessa lands því það er eins kristaltært og demantur, að Vinstri Grænirn og Samfylkingin fá ekki atkævði þessa fólks í komandi kosningum vegna svika þeirra, lyga og lúpuháttar gagnvart fólkinu í landinu en hyglaði bönkunum, kvótagreifum og fjármagnseigendum frá því hún komst til valda á kostnað almennings.

Updated: 5. janúar 2013 — 13:17