Svarta hagkerfið er tilkomið vegna láglaunastefnu stjórnvalda

Vændi er vaxandi vandamál meðal ungra, einstæðra mæðra.

Vændi er vaxandi vandamál meðal ungra, einstæðra mæðra.

Það er sama hvað reynt er að gera til að koma í veg fyrir það, svört atvinnustarfsemi blómstrar sem aldrei fyrr á íslandi og ástæðan er sú fátæktarstefna sem stjórnvöld berjast við að halda í landinu.

Hvernig væri ástandið ef fólk sem er á lægstu launum í landinu, atvinnulausir, öryrkjar og aldraðir gætu komist sæmilega vel af í hinu daglega lífi, farið reglulega í bíó, út að borða og ferðast?  Jafnvel leyft sér að eiga farartæki ef svo bæri undir?

Hvernig lífi mundir þú lifa ef þú værir í þeirri stöðu að vera óvinnufær og þurfa að lifa á þeim tekjum sem lífeyrissjóðir og TR skömmtuðu þér en þær tekjur væru það góðar að þú þyrftir ekki að velja á milli hvort þú kaupir þér lyf eða mat og ættir einhvern afgang um hver mánaðarmót?

Vændi.

Aukið framboð á vændi er eitt vandamálið því margar einstæðar mæður og konur sem hafa lítið á milli handana hafa í neyð sinni farið að stunda vændi.
Kanski ekki í miklum mæli, eru kanski með fimm til sjö fastakúnna sem heimsækja þær reglulega og greiða fyrir kynlífsþjóðnustu.
Það er ekki af því þær vilja gera þetta en hvernig eiga þær að fæða og klæða börnin sín þegar tekjurnar eru fyrir neðan fátæktarmörk?

Það þarf ekkert nema heilbrigða skynsemi til að sjá staðreyndirnar í því sem er að gerast í þessu landi ef fólk vill það en því miður eru sumir bara svo gjörsamlega veruleikafirrtir og úr öllum takti við almenning í landinu að þeir hvorki geta né vilja sjá hvernig ástandið er og margir stjórnmálamenn og atvinnurekendur eru þar á meðal en því miður allt, allt of margir af hinum almenna borgara líka.

Mundir þú reyna að komast í vinnu á svarta markaðinum?

Vændið er bara einn hluti vandamálsins því allir sem mögulega geta reyna að komast í einhverja svarta vinnu.  Ástæðan er meðal annars sú, að ríkir arðrænir fólk í stórum stíl en gefur lítið sem ekkert til baka.
Skattarnir okkar fara í að halda uppi gæluverkefnum og launum þingmanna og ráðherra sem skattpína almenning en gefa veglega afslætti til auðmanna og fyrirtækja sem eru þóknanleg stjórnvöldum.

Það er mín skoðun að svarta hagkerfið hér á landi blómstrar sem aldrei fyrr vegna þess að stjórnvöld neyða fólk, öryrkja, atvinnulausa og fleiri þjóðfélagshópa, meira að segja vinnandi einstaklinga á lágmarkslaunum, að afla sér tekna með því að fá sér svarta vinnu því eins og staðan er í dag eru margir sem hreinlega komast ekki af á þeim tekjum sem þeir hafa.

Borgar sig að vinna svart?

Já því miður eins og staðan er í dag, þá borgar það sig.
Ekki bara fyrir þann sem vinnur heldur líka þann sem ræður viðkomandi í svarta vinnu ef rétt er að staðið.

Nóg er að nefna skattpíningu þeirra sem lægstar hafa tekjurnar því í dag greiða allir skatta enda hafa skattleysismörk ekki verið hækkuð árum saman og eru því ekki í neinu samræmi við það sem þau ættu að vera.  Væri allt með felldu í þessu landi væru skattleysismörkin að nálgast 400.þúsund krónur á mánuði en í dag þurfa þeir sem eru með tekjur yfir 141.025 krónur á mánuði að teknu tilliti til 4 prósenta lögbundinnar iðgjaldsgreiðslu í lífeyrissjóð að greiða fullan skatt af sínum tekjum.

Nú þekki ég ekki persónulega hvernig það er með útgjöld vinnuveitenda eða fyrirtækja, en ég hef heyrt að þar séu skattar og gjöld sem þeir þurfa að greiða til ríkisins sem eru bara beinn aukakostnaður fyrir fyrirtækin allt að 15 til 20% ofan á laun og launatengd gjöld plús eitthvað í viðbót.
Gott væri ef einhver mér fróðari gæti útlistað það í kommentakerfinu eða sent mér upplýsingar í tölvupósti svo hægt væri að sjá það svart á hvítu.

Þrjátíuföld laun verkamanns á mánuði.

Alþýðusambandið birti í gær úttekt á launakjörum æðstu stjórnenda atvinnulífsins og setur þau í samhengi við kjör verkafólks.
Þar kemur fram að launakjör forstjóra Össurar jafngilda meðallaunum 31 verkamanns.  Laun forstjóra Eimskipa jafngilda meðallaunum 17 verkamanna og laun forstjóra Haga jafngilda launum 15 verkamanna.

Í úttekt ASÍ segir að þessi kjör æðstu stjórnenda varði launafólk að tvennu leyti. Annars vegar sé eðlilegt að horfa til þess að tekjudreifing sé sanngjörn og réttlát og að allir starfsmenn njóti afrakstursins þegar vel gengur. Hins vegar sé launafólk eigendur að stórum hlutum í mörgum stærstu fyrirtækjum landsins í gegnum lífeyrissjóðina.

Sé eignahlutur 3ja stærstu lífeyrissjóðanna í Össuri, Eimskipum og Högum skoðaður kemur í ljós að þessi seinni rök ASÍ eiga fyllilega við rök að styðjast. Eignarhlutur þeirra í þessum þremur fyrirtækjum er samtals á bilinu 17 til 27 prósent.
Í hluthafastefnu Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins frá því í desember í fyrra segir skýrum orðum: „LSR telur að við ákvörðun um starfskjör stjórnenda eigi að gæta hófs…“  Sjá frétt á Rúv.is

Valdið er fólksins.

Almenningur þekkir ekki raunverulegan mátt sinn.

Almenningur þekkir ekki raunverulegan mátt sinn.

Almenningur hefur miklu meiri völd en hann gerir sér grein fyrir.
Meðfylgjandi mynd ústkýrir hvernig það vald virkar og fólk þarf bara að skilja það, standa saman og snúa baki við siðblindunni, spillingunni og játa fyrir sjálfu sér og trúa því að það geti haft áhrif.
Eins þurfa þeir sem alltaf kjósa spillingapésana að fara að hugsa sinn gang.
Stjórnmál eru engin keppni í að standa með sínu liði eða sínum manni.
Hver sem heldur eða trúir að svo sé er samdauna þeirri spillingu sem eitrar stjórnmálin og því fyrr sem fólk sér það og skilur, því betra því þá er það að þroskast.
Þeir sem ekki skilja það og kjósa alltaf sömu spillinguna yfir landið eru einfaldlega svikarar við fjölskyldu sína, börnin sín og fólkið í landinu.  Þröngsýnir bölvaldar lýðræðis.

Lokaorð.

Of langt mál er að telja upp í einum pistli allt það sem hægt væri að telja upp í þessu sambandi.  Spillingin og siðleysið er hverri mannskju með nokkuð heilbrigða skynsemi sjáanleg og augljós en því miður er það svo að klíkuskapur, svik, undirferli og lygar eru sú tæki sem siðblindingjarnir nota til að halda sínum hlut á kostnað almennings.

Almenningur á rétt á því að fá að vita hvað stjórnendur lífeyrissjóða eru með í mánaðarlaun, fríðindi og annað, því þetta eru peningar sem almenningur á og lífeyrissjóðunum er trúað fyrir til að ávaxta fyrir eigendurna en EKKI EIGN LÍFEYRISSJÓÐANA!

Niðurstaðan er einfaldlega sú, að á meðan rekin er hérna láglaunastefna á þann hátt sem gert er í dag, þá blómstrar svarta hagkerfið sem aldrei fyrr og ábyrgðin er algerlega stjórnvalda, atvinnurekenda og verkalýðsfélaga.

Það er bara staðreynd.

 

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 4. september 2014 — 11:43