Stöð 2 brýtur fjölmiðlalög

365 miðlar.

Heyrst hefur að Stöð 2 hyggist halda umræðufund í Hörpu næstkomandi sunnudagskvöld í tilefni komandi forsetakosninga. Það merkilega er þó sú ákvörðun dagskrárvaldshafa stöðvarinnar að einskorða fundarboð við aðeins tvo frambjóðendur en undanskilja um leið hina fjóra, en fimm ef framboð Ástþórs Magnússonar fær vottun.

Vandséð er að þetta fái staðist ákvæði laga um fjölmiðla nr. 38/2011 þar sem segir til dæmis í 26. gr. og veitið nú sérstaka athygli heiti greinarinnar:

 26. gr. Lýðræðislegar grundvallarreglur.
 Fjölmiðlaveita skal í starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og standa vörð um tjáningarfrelsi. Hún skal virða mannréttindi og jafnrétti auk þess að hafa í huga friðhelgi einkalífs. Fjölmiðlaveita skal gæta þess að uppfylla kröfur um hlutlægni og nákvæmni í umfjöllun sinni um fréttir og fréttatengt efni og gæta þess að mismunandi sjónarmið komi fram, jafnt karla sem kvenna.

Freyr Einarsson, ritstjóri Visir.is og fréttastofu Stöðvar 2, sagði við síðdegisútvarp Rásar 2 að það sé alþekkt erlendis að þeir frambjóðendur sem mælast með mesta fylgið í skoðanakönnunum fái meiri athygli í umfjöllun einkarekinni fjölmiðla og vísaði til þess að Þóra og Ólafur Ragnar skipta á milli sín tæplega níutíu prósent atkvæða.

Og þannig verður það fái Stöð 2 að komast upp með bullið.  Staðreyndin er sú, að þegar fólk fær að hlusta á alla frambjóðendur á jafnréttisgrundvelli, (eins og lög kveða á um) þá breytist tölurnar.  Það á einnig við í þessu tilfelli.

Að sama skapi má þá spyrja að því af hverju þetta er ekki gert þegar um alþingiskosningar er að ræða?  Rökin gætu verið þau sömu og í þessu tilfelli en það er samt brot á lögum.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 30. maí 2012 — 22:27