Stigamannastjórnin rígheldur í völdin í óþökk þjóðarinar

Sigmundur Davíð hraunar yfir stjórnarandstöðunar.

Sigmundur Davíð hraunar yfir stjórnarandstöðunar.

Þá er það ljóst eftir umræður og atvkæðagreiðslur á alþingi í dag, að görspilltir og siðblindir ráðherrar og þingmenn stjórnarflokkana ætla sér að ríghalda í illa fengi völd sín.

Mörg stór og þung orð féllu í umræðum um vantraust á ríkisstjórnina í þinginu í dag þar sem stjórnarliðar hældust um af góðum verkum ríkisstjórnarinar síðustu þrjú ár en voru stöðugt minntir á að þau fáu verk þeirra einkenndust aðalega af hálfkáki og aulaskap þar sem þingið hefði verið meira og minna verklaust allt síðastliðið ár þar sem ríkisstjórnin lagði ekki nein mál fram til umræðu á alþingi.

Svik síðustu stjórnar eru þekkt og lítið mál að telja það upp hérna.

– Gert það að fyrsta verki sínu að lækka veiðigjöld á útgerðir sem þó hafa skilað methagnaði síðustu ár
– Tafið byggingu nýs Landsspítala m.a. með innbyrðis deilum um staðsetningu hans
– Hækkað komugjöld á heilsugæslustöðvar, bráðamóttöku og til sérfræðilækna
– Svikið kosningaloforð um 12 milljarða í Landsspítalann
– Hækkað matarskatt
– Lagt niður auðlegðarskattinn
– Svikið kosningaloforð um afnám verðtryggingar
– Svikið kosningaloforð um afnám gjaldeyrishafta
– Opnað fyrir fjórföldun á bónusgreiðslum fjármálafyrirtækja
– Fellt niður raforkuskatt á álver
– Útdeilt makríl kvóta án eðlilegs gjalds m.a. til þingmanns Framsóknar
– Veitt ýmiskonar ívilnanir sem hafa komið Engeyjarættinni sérstaklega vel, m.a. í málum Borgunar, Thorsil og Matorku
– Eytt milljónum af skattfé til að kaupa pólitískar auglýsingar
– Útilokað nemendur eldri en 25 ára frá framhaldsskólum landsins
– Látið málskostnað LÍN í dómsmáli sem LÍN tapaði gegn stúdentum, falla á stúdenta
– Hækkað námsframvindukröfur LÍN upp í allt að 100%
– Skorið niður til háskólanna
– Sett Rammaáætlun og náttúruverndarlög í algjört uppnám
– Lækkað kolefnisgjöld
– Sýnt umhverfismálum svo litla athygli að helming kjörtímabilsins var enginn umhverfisráðherra starfandi
– Stytt tímabil atvinnuleysisbóta um hálft ár
– Lækkað barna- og vaxtabætur
– Svikið öryrkja og ellilífeyrisþega um afturvirkar hækkanir bóta, en þegið afturvirkar hækkanir launa fyrir ráðherra og þingmenn
– Flutt Fiskistofu í fullkomni andstöðu við starfsmenn stofnunarinnar
– Svikið kosningaloforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB
– Svikið samkomulag um framlag ríkisins til eflingu almenningssamgangna
– Veitt byggðastyrki með SMSum
– Sagt að of mikill jöfnuður í samfélaginu væri vandamál og kannski rót verkfallsdeilna
– Trassað í 3 ár að hefja rannsókn á einkavæðingu bankanna
– Breytt skattkerfinu ítrekað í þágu ríkasta fólks landsins
– Farið í skuldaniðurfellingu sem gagnaðist vel stæðu á fólki á kostnað ungs fólks og leigjenda
– Klúðrað náttúrupassanum og þannig ekki fengið tekjur af ferðamönnum til að standa straum af uppbyggingu ferðamannastaða
Eru þá ótalin Lekamál Hönnu Birnu, Orku Energy mál Illuga Gunnarssonar og eignir Bjarna Benediktssonar í skattaskjólum.

Það var svo endanlega til háborinar skammar hvernig Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hagaði sér í umræðunni í dag þegar hann kom í pontu og hraunaði yfir þingmenn stjórnarandstöðunar og hældist um af verkum sínum.  Verkum sem hann, samkvæmt listanum hér að ofan hefur aldrei haft dug í sér að standa við.
Aldrei hefur meiri mannleysa setið í stól forsætisráðherra á íslandi og vissulega gleðiefni að hann skuli vera farinn frá þó svo enn sitji í ríkisstjórn aflandseigendur í skattaskjólum, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Ólöf Norðdal innanríkisráðherra.

Það þarf að stokka upp í stjórnkerfinu og kjósa strax í vor.
Mótmælin halda áfram fyrir framan alþingi þar til þessi ríkisstjórn verður hrakin frá völdum með góðu eða illu.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa