Stífur pabbi

Hópkaup auglýsir jólastjörnur úr stífum pabba.

Hópkaup auglýsir jólastjörnur úr stífum pabba.

Það hefur talsvert verið í fréttum að mörg ungmenni geti ekki lesið sér til gagns þegar þau útskrifast úr grunnskóla.  Ekkert kemur hins vegar fram um árangur þeirra í að koma frá sér skrifuðu máli og oftar en ekki má sjá ljótar málvillur á vefmiðlum hér í þessu landi.  Sem dæmi er orðanotkunin á AF og mjög rangt notuð sem og orðunum OG og OF sem eru sett í vitlaust samhengi.
Ein er sú fréttakona á Stöð tvö sem er lýsandi dæmi fyrir fréttamann sem leitar AF en ekki og hún fær sér kanski OG mikið neðan í því OF til ef marka má það sem maður hefur heyrt til hennar oft á tíðum.  Fallegt ekki satt?

En það var alveg kostulegt að sjá þessa skemmtilegu villu í auglýsingu frá Hópkaup áðan.  Skjáskotið er hér að neðan ef það hefur verið lagað í kjölfar þessara skrifa.

 

stífur-pabbi

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 5. desember 2013 — 08:15