Stefnir Bjarni Ben að einræðisríki á íslandi?

Siðspilling er ekki meðfædd heldur áunnin.

Siðspilling er ekki meðfædd heldur áunnin.

Ég ælta að flokka þennan pistil undir siðferði enda er hann þess eðlis að það sem kemur fram í honum í viðtali við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, er varla hægt að flokka öðruvísi enda vísbendingarnar á siðferðisbrestina, hrokann, frekjuna og einræðistilburðina með slíkum ólkíkindum að fólk með nokkuð óskerta dómgreind og sæmilega greind ætti að gera allt til að þess að koma svona einstaklingi inn á þar til gerða stofnun og þá er ég ekki að tala um í stjórnunarstöðu.

Á vefnum Austurfrétt.is er viðtal við Bjarna Benediktsson þar sem hann talar tæpitungulaust um málefni Sjálfstæðisflokksins, fallið úr stjórn eftir að hafa verið nánast óslitið við völd í 18 ár þegar bankahrunið varð á íslandi.
Það er staðreynd sem allir vita sem fylgjst hafa með, að Sjálfstæðismenn hafa aldrei viðurkennt að eiga neinn þátt í fjármálahruninu þó svo öll dæmi sanna, aftur og aftur, að þeir settu þau lög og þær reglugerðir sem unnið var eftir af þeim fjármálastofnunum og bönkum eftir sölu þeirra.  Sölu þar sem aldrei var króna borguð fyrir þá af vildarvinum flokksins.

Nú stígur Bjarni fram og opinberar þær hugleiðingar sínar að það hafi verið eitthvað rangt við það að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið utan stjórnar í fjögur ár.  Þrátt fyrir að hafa spilað aðalrulluna í aðdraganda hrunsins þá telja þeir sig enn saklausa og eiga fullt tilkall til allra æðstu embætta landsins.  Þeir einir eiga að vera svo klárir og snjallir að engir aðrir geta stjórnað landinu nema þeir.

Afsakið hlé meðan ég æli.

Það er hreint óhugnalegt að lesa þetta viðtal við Bjarna og ég ætla með leyfi Austurfréttar að birta það í heild sinni.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir betri anda ríkja innan Sjálfstæðisflokksins eftir að flokkurinn komst á ný í ríkisstjórn eftir þingkosningarnar síðasta vor. Flokkurinn á samt talsvert í land með að ná því fylgi sem hann var með á árum áður. Formaðurinn viðurkennir að skoða verði nýjar leiðir til að ná til fólksins.

„Úrslit kosninganna voru okkur ekki alveg að skapi. Það var sárgrætilegt að tapa 10% af fylginu á síðasta hálfa árinu en við getum ekki verið fúl yfir að vera stærsti flokkurinn á Alþingi,“ sagði Bjarni á opnum fundi sem flokkurinn stóð fyrir á Héraði á föstudag.

Hann sagði að mikilvægast hefði verið að komast aftur í ríkisstjórn. Jafnvægið og samstarfið í henni væri gott og mörg mikilvæg mál, svo sem hallalaus fjárlög og skattalækkanir, strax komist í framkvæmd.

Fylgið var samt sem áður eitt það minnsta sem flokkurinn hefur fengið og hann enn langt frá fyrri styrkleika.

„Það er ekki að búast við því að stuðningurinn rísi þegar það eru efnahagsörðugleikar en ég er sannfærður um að sú vinna sem við vinnum í dag skili árangri. Andrúmsloftið í stjórnmálunum er á margan hátt skrýtið. Þar ríkja miklir sviptivindar.“

Eitthvað rangt við að vera ekki í ríkisstjórn

Bjarni kvaðst skynja „létti“ innan flokksins eftir að hann komst á ný í ríkisstjórn eftir fjögurra ára fjarveru.

„Það er sitt hvort að vera formaður í stjórnarandstöðu eða ríkisstjórn. Ég finn mikinn mun á því þegar ég hitti fólk. Það var eitthvað rangt þegar við vorum ekki í ríkisstjórn. Eitthvað öfugt við það sem ætti að vera.

Fólkið var hins vegar tilbúið að gera allt til að snúa því við. Við höfum klárað það verkefni að koma vinstri stjórninni frá. Við verðum að vera hinn augljósi, sterki valkostur við vinstri stjórn í landinu.“

Bjarni minntist meðal annars ánægður með ályktun frá flokksráðsfundi Vinstri hreyfingarinnar-græns framboðs þar sem bent var á að „algjör viðsnúningur hefði orðið frá stjórnarstefnu ríkisstjórnar vinstriflokkanna.“

Ályktunina virtist Bjarni líta á sem hrós. „Það er gott að fá það staðfest frá VG að við séum búin að snúa þessu við.“

Ekki von á peningalegum stuðningi úr Valhöll

Næsta stóra verkefni flokksins á landsvísu eru sveitastjórnarkosningarnar í vor. Formaðurinn kvað útlitið fyrir þær ágætt. Hann varaði flokksfélaga samt við að erfitt yrði að sækja fjárhagslegan stuðning til höfuðstöðvanna í Valhöll.

„Flokkurinn tapaði um 300 milljónum í ríkisstuðningi á kosningaósigrinum árið 2009. Við fáum aðeins stærri sneið nú en geta okkar er fjárhagslega ekki sterk. Það varð mikið tap á rekstrinum á síðasta ári sem var viðbúið út af landsfundi og kosningum.

Þetta er erfiður tími að aðlagast en við erum eftir sem áður fjárhagslega sterkasta stjórnmálaaflið með sterka eiginfjárstöðu. Á þessu kjörtímabili ætlum við að vinna niður skuldir,“ sagði Bjarni og nefndi sem dæmi að í hans tíð hefði launakostnaður flokksins lækkað úr 90 milljónum á ári í 50.

Hann sagði að Sjálfstæðisflokkurinn yrði að laga sig að breyttum aðferðum í pólitík. „Það eru flokkar að brjótast til valda sem hafa enga svona aðstöðu á við okkur. Píratar ráku kosningabaráttu með mögulega einn mann á launum og Björt framtíð auglýsti ekkert.

Við þurfum að aðlaga flokkinn að nýju umhverfi. Þetta snýst ekki um sjónvarps- eða heilsíðuauglýsingar í blöðunum. Það gildir á Egilsstöðum með sama hætti og í Reykjavík. Það eru alveg jafn margir tengdir við tölvu.“

Það er ekki annað að skilja á Bjarna en hann vilji stofna hér einræðisríki þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fer með öll völd, (Man einhver eftir stjórnartíð Hitlers í Þýskalandi?) og aðrir flokkar eða almenningur á bara ekkert með það að skipta sér af því.  Það á bara að afnema lýðræðið til að koma flokknum eina til valda.

Um mig fer hrollur af óhugnaði og ef íslendingar eru nógu heimskir til að kjósa þetta yfir sig, þá er aðeins eitt að gera og það er að koma sér úr landi hið snarasta enda vil ég ekki búa í landi þar sem staurblindur almenningur gleypir Hitlersáróðurinn hráan og að hér verði stofnuð nasistanýlenda með Bjarna Ben í forsæti.

Það er allt opið og Bjarni búinn að gefa grænt ljós.  Nú er bara að sjá hvort þetta er siðferðisstandardinn sem fólkið vill.

Updated: 11. febrúar 2014 — 20:17