Það er hreint óboðlegt að ráðherra skuli verða uppvís að því að brjóta lög, kæra síðan niðurstöðu hæfisnefndar og höfða mál sem allir heilvita einstaklingar sjá að er gjörtapað og láta ríkissjóð greiða kostnað og bætur.
Lilja Alfreðsdóttir er gjörsamlega búin að spila rassinn úr buxunum hvað varðar dóm héraðsdóm þar sem hún var sek fundin og hún heldur samt áfram að tæta af sér spjarirnar, æruna, trúverðugleikann og siðferðið með því að áfríja dóminum til Landsréttar.
Ég er löngu kominn á þá skoðun að þurfi að fara í stórtækar breytingar á lögum um ráðherraábyrgð enda virðast þessi kvikindi komast upp með hvað sem er og þurfa aldrei að axla minnstu ábyrgð á gerðum sínum.
Afsögn er eitthvað sem þekkist ekki á íslandi fyrr en viðkomandi ráðherra er hreinlega hrakin úr starfi með valdi og stendur þá jafnan ærulaus á eftir enda þá búnir að þrjóskast við að halda embætti með öllum brögðum, heiðarlegum þó minnst.
Hvað Lilju varðar þá á að láta hana greiða þessar bætur og þennan málskostnað úr eigin vasa í stað þess að stela þessu úr sameiginlegum sjóðum landsmanna eins og þessu hyski er tamt að gera og krefjast þess að hún segi af sér sem ráðherra enda ætti að vera ljóst að hún veldur því ekki.