Slóðarnir í umferðinni valda stórhættu

Myndin tengist efninu ekki beint.

„Var heldur ósátt við sjúkrabílinn sem mætti mér á öfugum vegarhelming upp á Hellisheiði áðan“ segir ung kona á fésbókarstatus sínum áðan eftir að hafa lent í óhugnalegri lífreynslu á mótorhjóli sínu á há – Hellisheiðinni.  „Hann þvingaði mig út á vegöxlina . . og ég með drenginn minn aftan á!  Hann var ekki í forgangsakstri – hann var bara að taka frammúr!“
Líklegast er, eins og svo algengt er með ökumenn bíla, að þeir sjá ekki að það er mótorhjól að koma á móti þeim eða þeir reikna með að það sé lengra í burtu en það í raun og veru er.
Í þessu tilfelli bjargar það konunni að vegaaxlirnar eru breiðar og því gat hún bjargað sér með því að víkja alveg út á öxlina því ekki hafði ökumaður sjúkrabílsins rænu á að hægja á sér og fara inn á sinn vegahelming.  Hefði ekki verið fyrir það að vegaöxlin er vel breið hefði hún sennilega ekki verið til frásagnar af þessari lífsreynslu.

Hellisheiðin er einn af þeim stöðum þar sem umferðarómenningin er hvað verst þegar kemur út fyrir borgina því fólk er að keyra þarna á 60 til 120 km hraða á tíman og það segir sig sjálft, að þegar fólk er að dóla þarna eins og það sé eitt í heiminum á 60 til 80 km/h, að það hvetur til framúraksturs, jafnvel við hættulegar aðstæður.  Slysavaldarnir eru því þeir sem halda sig undir löglegum hámarkshraða og ýta þannig undir að aðrir fari að taka framúr, jafnvel við hættulegar aðstæður.

Lögreglan er ansi dugleg að sekta þá sem fara yfir hámarkshraðan en láta hina oftast í friði sem dóla á 20 til 30 km undir löglegum hámarkshraða og safna fyrir aftan sig löngum lestum af bílum.  Þessa aðila þarf að taka til hliðar og gefa tiltal því þeir skapa oftar en ekki stórhættu í umferðinni.  Miklu meiri en sá sem er einn úti á þjóðvegi á 120 og ekki bíll í augsýn þó svo sumir haldi því fram að 120 km/h sé glæfraakstur.  Glæfraakstur getur nefnilega líka verið að keyra á 60 og leika löggu….

Updated: 24. júlí 2012 — 20:49