Þann fimmta nóvember setti ég í gang smá könnun hér á vefnum og má sjá hana hérna hægra megin á síðunni, þar sem ég spyr fólk hvað launin þeirra endist lengi yfir mánuðinn.
Það verður að segjast eins og er, að eftir aðeins tvo sólarhringa hafa 621 tekið þátt í henni og niðurstöðurnar eru hreint út sagt sláandi.
Það er óhugnalegt að sjá að yfir 500 af þeim sem hafa tekið þátt af þessum 621, skuli klára launin sín á fyrsta degi mánaðarins, eða á útborgunardegi.
Ég átti ekki von á öðru en fólk næði að láta útborgunina endast í amk tvær vikur svo þetta kemur verulega á óvart og manni er í raun mjög brugðið við þessar niðurstöður.
Ég verð samt að furða mig á því hvers vegna enginn fjölmiðill eða stofnun sem tekur skoðanakannanir hér á landi, hefur látið detta í hug að gera svona könnun því það er svo sannarlega full þörf á því ef marka má þau svör sem komin eru þegar þetta er skrifað.
Ég vil því hvetja fólk til að taka þátt í þessari könnun til að fá heilstæðari mynd á hana en ég mun hafa hana opna eitthvað fram í desember.
Hefði ég því viljað fá alla vega 1.500 til 2.000 svör hið minnsta áður en marktækar niðurstöður koma í ljós.
En! Séu þessar niðurstöður úr minni könnun réttar og sannar, þá er það áfellisdómur yfir þeim sem stjórna þessu landi og þeim einnig sem stjórnað hafa síðasta áratug hið minnsta þar sem reikna má með að flestir þeir sem lesa síðuna mína og taka þátt í könnuninni eru lágtekjuhópar í þessu landi.
Könnunin er hér hægra megin á síðunni.