Skotgrafahernaður kosningabaráttunnar byrjaður

Formenn fjórflokksins.

Formenn fjórflokksins.

Hvernig kosningabaráttu viljum við í raun og veru?
Viljum við raunverulega kosningabaráttu þar sem frambjóðendur eru málefnalegir og kurteysir í ræðu og riti þar sem þeir kynna sín stefnumál og sínar áherslur á komandi kjörtímabili eða viljum við skotgrafahernað, skítkast og hræðsluáróður?
Það sem hefur einkennt kosningabaráttu stóru flokkana undanfarna áratugi er sá skotgrafahernaður sem þeir hafa stundað í sinni kosningabaráttu þar sem reynt er að gera lítið úr stefnumálum annara flokka og draga fram allt það versta sem hægt er að finna í fari andstæðingana og jafnvel ganga svo langt að ljúga upp á þá í þeirri von að það fæli hinn almenna kjósanda frá því að veita þeim atkvæði sitt.

Hræðsluáróður er eitt af þeim brögðum sem Sjálfstæðismenn hafa notað sér grimmt í gegnum tíðina og eru þegar byrjaðir að beita honum í komandi kosningabaráttu gegn sitjandi stjórnarflokkum og einnig gegn fyrrverandi samstarfsflokki sínum, Framsóknarflokkinum.  Sá hræðsluáróður gengur út á að halda uppi áróðri á þá vegu að þjóðinni og fólkinu í landinu sé mikil hætt búin komist aðirir til valda en Sjálfstæðismenn.  Þessi aðferð þeirra hefur virkað með ágætum enda þessi áróðursherferð sótt til Göbbels áróðursmeistara Hitlers sem sagði að með því að segja sömu lygina nógu oft og nógu hátt færi fólk að trúa henni.  En styðjast Sjálfstæðismenn við þessa kenningu.

Við skulum skoða eitt einfalt dæmi um slíkan hræðsluáróður úr frétt sem birtist á vef MBL   seinnipartinn í gær, 16. mars en þar segir Bjarni Ben orðrétt:

Aðspurður hvaða mál honum þyki að eigi að njóta forgangs nefnir hann atvinnu- og skuldamál. „Nýjustu tölur um stöðuna í atvinnulífinu eru sláandi, það ríkir kuldavetur í atvinnulífinu. Heimilin kalla eftir markvissum aðgerðum, ríkissjóður hefur verið rekinn með 300 milljarða halla síðustu 3 ár. Kominn er tími til að menn vakni og átti sig á því að það þarf að grípa til aðgerða í mikilvægum málum og hætta að sóa tíma, segir Bjarni.

Þarna er dæmi um ótrúlega hræsni Bjarna  þegar hann talar um störf þingsins og hann er ekki að nefna þá einföldu staðreynd, að það hafa verið helst hans eigin flokksfélagar í umboði hans sem hafa staðið tímunum saman í pontu og röflað út í loftið í hverju málinu á fætur öðru, tafið þingstörf og afgreiðslu þeirra mála sem liggur á að klára fyrir þinglok en hann lætur eins og það sé stjórnarflokkunum að kenna.  Siðferðið er nú ekki á hærra plani en þetta.

Skoðum síðan eitt sem hægt er að setja algerlega undir hræðsluáróður.

Nú eru hins vegar 6 vikur til kosninga og þótt ótrúlegt megi virðast eru enn uppi hættumerki um að áfram verði vinstristjórn í landinu. Það þýðir meira af því sama.

Því miður sannleikurinn í framboðsmálum Sjálfstæðisflokksins

Því miður sannleikurinn í framboðsmálum Sjálfstæðisflokksins

Þetta segir Bjarni þegar hann spurður hvort hann hafi áhyggjur af fylgistapi flokksins í síðustu skoðanakönnunum.
Síðan kemur það sem helst hefur verið rætt um, en það eru stefnumál Sjálfstæðisflokksins.  Jú þau eru svo sem góðra gjalda verð en þeir sem nenna á annað borð að kynna sér þau hafa allir komist að sömu niðurstöðu.  Þau eru algerlega innihaldslaus og það er ekki einn stafur um hvernig á að fjármagna þau loforð eða standa að þeim.
Af hverju?
Af því Sjálfstæðisflokkurinn veit að fagurgalinn gengur í kjósendur og þeir eru ekki að kynna sér hvað stendur á bak við loforðin og hvort það sé í raun einhver grundvöllur til að standa við þau.

Þess vegna geta Sjálfstæðismenn, Framsóknarmenn og fjórflokkurinn sem alla jafna er hvað harðastur í leðjulsagnum  komist upp með að  lofa eintómum lygum sem ekkert er á bak við og ekki nokkur einasti möguleiki á að standa við á nokkurn hátt.  Það þarf ekki nema fimm mínútur á síðum þessara flokka til að sjá í gegnum skrumið og lygarnar sem fjórflokkurinn ber á borð fyrir kjósendur þessa lands vitandi að 90% kjósenda nennir ekki að málin neitt frekar eða spyrja hvernig eigi að standa við loforðin og fjármagna þau.

Sannleikurinn í hnotskurn.

Sannleikurinn í hnotskurn.

Þegar fréttamiðlar og þeir sem fjalla um stjórnmál byrja að kafa í loforðaflauminn og spyrja hvernig eigi að standa við þessi loforð og stefnumál byrjar fyrst leðjuslagurinn.  Formenn og frambjóðendur flokkana svara með útúrsnúningum og skætingi helst á þann veg að tengja viðkomandi spyril við einhvern af andstæðum flokkum í pólitík og að hann gangi þeirra erinda og svona spurningar eigi hreinlega ekki rétt á sér.
Aumingja við, erum bara að kynna okkar stefnumál og það er bara hreinasti dónaskapur og frekja að spyrja hvernig við ætlum að gera hlutina þegar við komumst í ráðherrastólana.

Heiðarlegt?  Nei.  Skítleg aðferð til að komast hjá því að svara heiðarlega og af hreinskilni af því þeir hafa engin svör.  Þeir hafa ekki gert ráð fyrir að þurfa að svara þeim spurningum hvernig þeir ætla að standa við loforðin og stefnumálin af því þeir hafa aldrei ætlað sér að standa við þau hvort sem er.

Ég ber þá von í brjósti að það verði breyting á svona framkomu með nýju framboðunum og þau láti ekki draga sig ofan í leðjuslag og skotgrafahernað fjórflokkana.  Ég vona að nýju framboðin komi inn í umræðuna af kurteysi og svari málefnalega þeim spuriningum sem til þeirra er beint en hunsi algerlega ófræingarherferðir fjórflokkana og svari þeim bara af kurteysi án þess að dylgja um þeirra störf og segi bara sannleikann þegar kemur að umræðum um kosningaloforð.

Ég vil sjá algera kúvendingu í þessari kosningabaráttu þar sem skotgrafarhernaðinum, hræðsluáróðrinum, lygunum og lýðskurminu verði hent á öskuhauga fjórflokkana og við fáum málefnalega og heiðarlega kosningabaráttu.  Til þess treysti ég best litlu framboðunum og frambjóðendum þeirra.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 17. mars 2013 — 12:27