Það er hreint með ólíkindum að hvernig æðsti embættismaður þjóðarinar og forsætisráðherra talar til yfirmanna sinna, fólksins í landinu.
Dónaskapurinn, hrokinn og hortugheitin sem þessi maður maður sýnir af sér er til háborinar skammar fyrir mann sem ætlast til þess að það sé yfir höfuð tekið mark á honum þegar hann heimtar að þjóðin læri af lekamálinu.
Mín persónulega skoðun er sú að Sigmundur Davíð snúi öllu á hvolf í málflutningi sínum og hann ætti að hugsa aðeins út í þá staðreynd að með framkomu sinni, hegðun og hvernig hann talar til fólksins í landinu, grefur hann aðeins undan sjálfum sér og flokknum og skaðar þetta litla mannorð sem hann á eftir.
Virðingu ber enginn heilvita manneskja til hans lengur.
Í frétt á Mbl.is segir hann meðal annars:
Hanna Birna hefur þurft að þola mjög mikið. Það hefur reyndar verið alveg ótrúlegt að fylgjast með því hvað komið hefur verið fram af mikilli grimmd gagnvart Hönnu Birnu og ættingjum hennar, sumt af því opinberlega og annað ekki.
Hanna Birna hefur jafnvel þurft að sæta mjög ógeðfelldum árásum og hótunum gagnvart sér og fjölskyldu sinni, segir Sigmundur Davíð.
Ég hef fylgst all vel með þessu máli frá upphafi sem og umræðunni í kringum það og ég hef hvergi í allri umfjölluninni eða umræðunni um þetta mál séð nokkurn einasta mann vega að fjölskyldu Hönnu Birnu.
Hafi hins vegar einhver gert það, er það bara hinum sama til háborinar skammar enda á fólk að hafa vit á því að ræða þessi mál efnislega án þess að blanda fjölskyldu viðkomandi einstaklinga í málið þar sem þeir hafa ekkert með ákvarðanir eða hegðun ráðherra að gera.
Og Sigmundur heldur áfram:
Ég held að það sé ástæða fyrir alla til þess að hafa áhyggjur af því hvernig þjóðfélagsumræðan hefur þróast. Hún er auðvitað afleiðing af ákveðnum tíðaranda sem hefur verið ríkjandi undanfarin ár. En sá tíðarandi er ekki til þess fallinn að byggja upp og gera samfélagið betra.
Það sem þurfum á að halda er meiri umræða um staðreyndir og þau tækifæri sem við stöndum frammi fyrir og hvernig best sé að nýta þau. Sem sagt raunverulega pólitíska rökræðu og minna af hatrinu.
Seinni málsgreinin hér að ofan fékk mig til að springa úr hlátri því eins kaldhæðnislegt og það er, þá er ekki hægt að segja annað en þarna hitti skrattinn ömmu sína fyrir því ekki hefur nú aumingjans maðurinn sem þetta segir verið sá duglegasti við að ræða staðreyndir frá því hann komst til valda og hafi honum verið bent á staðreyndirnar, þá hefur hann snúið út úr með skætingi og sakað fólk um lygar, samanber þegar hann sakaði Helga Hjörvar um að fara með rangt mál í sambandi við „skuldaleiðréttinguna“ en Helgi svaraði því efnislega, öllum liðum og kom með góð rök máli sínu til stuðnings, eitthvað sem Sigmundur hefur algerlega hunsað og bara svarað með skætingi.
Öll framkoma Sigmundar Davíðs í garð þjóðarinar og þeirra sem kusu hann einkennist af dónaksap, hroka, sjálfsánægu, skætingi og mannfyrirlitningu, enda er að koma í ljós að mikið af því fólki sem kaus hann og trúði því sem hann var að segja í kosningabaráttunni, dauðsér eftir því í dag og margir hreinlega nötra af bræði yfir lygunum, svikunum og hortugheitunum frá þessum manni.
Virðingu fólks hefur hann gjörsamlega glatað enda ber enginn virðingu fyrir lýðskrumurum og lygurum.
Ef það er einhver sem þarf að læra af þessu lekamáli, þá er meðal annara Sigmundur Davíð og ríkisstjórnin öll því þjóðin veit nákvæmlega hvað heiðarleiki er og málefnaleg umræða er en það vita og skilja ríkisstjórnarflokkarnir ekki.