Sjálfstæðismenn haga sér eins smábörn í frekjukasti

Bjarni Ben á flokksfundi í dag.

Flestir hafa sjálfsagt talið sér trú um að sjálfstæðismenn væru nokkuð þroskaðir einstaklingar, vel  menntaðir og ættaðir, með góða sýn  á lífið og hefðu til að bera yfirvegun í flestu því sem þeir taka sér fyrir hendur.
Nú ber hins vegar svo við,  að í viðtölum sýnir Bjarni Ben af sér slíkan hroka og frekju að það minnir helst á barn sem statt er með móður sinni í stórmarkaði og orgar og öskrar af frekju yfir því að fá ekki það sem það heimtar á því augnablikinu.

Þetta byrjaði í raun strax eftir að Bjarni Ben kom af fundi Forseta Íslands 29. apríl því þá lýsti hann því glaðbeittur að hann væri sko alveg tilbúinn að taka við forsætisráðuneytinu, aðeins ætti eftir að semja við Framsóknarflokkinn og ganga frá samstarfinu.

Í dag, 30. apríl kallaði svo Forsetinn Sigmund Davíð, formann Framsóknar á sinn fund og gaf honum umboð til að mynda nýja ríkisstjórn.  Sigmundur sagði við fjölmiðla í kjölfarið að hann mundi ræða við alla flokkana sem náðu manni á þing og taka það eftir stafrófsröð.

Síðan þá hefur látunum ekki linnt hjá Sjálfstæðismönnum og má heyra í þeim frekjuorgið út um allt land og þarf ekki að leggja eyrun neitt sérlega mikið eftir því.
Auk heldur hafa þeir nú stofnað Facebooksíðu til að frekjuköstin komist nú örugglega til sem flestra  því þar má í titli síðunar lesa þetta: ,,Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkurinn á Íslandi og á að gera tilkall til forsætisráðuneytisins. Undir þá kröfu verða Framsóknarmenn að beygja sig.“

Í kjölfarið hlýtur maður að spyrja hvort þeir sem haga sér með þessum hætti séu hæfir til að stjórna landinu?
Svarið hlýtur að vera nei.
Þeir sem haga sér með þessum hætti eiga ekkert erindi í ríkisstjórn.

Nánar má lesa um frekjuköstin á tenglunum hér að neðan.

Framsókn ekki með einkaleyfi.,,Ætli ég taki þetta ekki í stafrófsröð“  Þarna kemur fram hvað Bjarni vill.

„Sigmundur er kandídat DO,“

„Ég mun ekki hefja neinar stjórnarmyndunarumræður á meðan verið er að ræða við aðra,“ sagði Bjarni við Morgunblaðið og sagði ekkert koma í veg fyrir að ræða við aðra flokka og að Framsókn ætti ekki einkarétt á stjórnarmyndunarviðræðunum.