Sjálfstæðisflokkurinn hafður að háði og spotti fyrir myndbirtingu á Facebook

Staðreyndirnar segja annað eins og bent er á.

Staðreyndirnar segja annað eins og bent er á.

Nokkur fjöldi fólks hefur nú deilt meðfylgjandi mynd sem birt var á fésbókarsíðu Sjálfstæðisflokksins fyrir tveim dögum og má sjá hér í fullri stærð með því að smella á hana.  Í texta sem skrfaður var við myndina segir að aðeins þrjú lönd geri betur en ísland þegar kemur að lífsgæðum og tækifærum til velgengni.

Textinn í heild:

Aðeins þrjú lönd í heiminum gera betur en Ísland í lífsgæðum og tækifærum til velgengni. Þetta kemur fram í nýlegri vísitölu um félagslegar framfarir fyrir 2015. Skoðaðir eru ýmsir þættir eins og heilbrigðisþjónusta, húsnæðismál og almennt öryggi, aðgengi að menntun og upplýsingum, lýðheilsa, umhverfismál og ýmis grundvallar mannréttindi. http://bit.ly/XDfelags

Tengillinn sem vísað er í að ofan leiðir okkur inn á heimasíðu „flokksins“ þar sem þessar upplýsingar eru birtar í formi mynda þar sem litir eiga að tákna hversu ofarlega á lista viðkomandi lönd eru en þegar farið er í tengilinn sem sú síða vísar á kemur í ljós nokkuð merkilegt.  Þar er nefnilega ekkert sem sem tengir þetta efni á nokkurn hátt við nein gögn sem staðfesta þessar furðulegu niðurstöður Sjálfstæðisflokksins.

Það má því, eins og svo oft áður, að þarna sé hreinlega verið búa til einhverjar upplýsingar sem eru í raun ekki til og hafa aldrei verið til því staðreyndin er sú, að það er til gífurlega vönduð skýrsla sem gefin var út í fyrra og sýnir svo ekki er um að villast, að ísland er fjórða dýrasta land í heimi og það sem meira er, með ein allra lélegustu launin.
Sú skýrsla er hér.

Það er líka kostulegt að lesa viðbrögð fólks við þessari mynd, því þeir sem ekki eru öskureiðir og skamma Sjálfstæðisflokkinn fyrir myndbirtinguna þeir annað hvort gera það að vísa í gögn sem sýna og sanna hið gagnstæða eða þá gera stólpagrín að lygaþvættinginum sem vísað er í.
Enn eitt stórklúðrið í PR mennsku Sjallana.

Updated: 17. apríl 2015 — 20:41