Sigum bara lögreglunni á helvítin

Alþingi brennur.

Alþingi brennur.

Var að lesa færslu á facebook eftir Guðmund Inga Kristinsson sem heitir Lok, lok og læst Alþigni en þar fjallar hann um hvað gerðist á áttunda kröfufundi öryrkja og ellilífeyrisþega 12. september síðastliðin en þar óskuðu fundarmenn að fá að afhenda SDG og BB kröfur sínar sem snúa að því að laga kjör þessara hópa.
Þeim var sagt að bíða í nokkrar mínútur en síðan, algerlega af tilfefnislaus var lögreglunni sigað á hópinn.

Okkur var sagt að bíða í 3-4 mínútur eftir svari, en svarið var síðan án aðvörunar lögreglan og það mátti engu muna að það kostaði meiðsli á öryrkjum og eldri borgurum.

Þegar lögreglumaður (kona) togar eða kippir í hendur öryrkja getur það valdið heilsu viðkomandi stórtjóni, sem þegar er slæm fyrir. Við höfum fyrir þennan fund verið með sjö aðra friðsama fundi, þ.e.a.s. tvisvar við velferðarráðuneytið, Stjórnarráðið, Tryggingastofnun ríkisins og einu sinni við ASÍ. Friðsemi var síðan horfin á 8. kröfufundi okkar og það vegna afskipta Alþingis og lögreglu. Hvers vegna?

Um viku síðar var 9. kröfufundur okkar endurtekning á þeim áttunda og þá aftur reynt að afhenda Sigmundi Davíð og Bjarna Benediktssyni kröfu okkar. Ekki var það þóknanlegt Alþingi. Lögreglan strax kominn á staðinn og okkur boðið að afhenda þingverði Alþingis kröfurnar og hann færi síðan með þær inn í Alþingishúsið.

Það er náttúrulega hverjum manni ljóst að aldraðir og öryrkjar eru stórhættuleg samtök sem gera ekki annað en espa til ófriðar með kröfum um að geta lifað mannsæmandi lífi og kröfurnar ganga helst út á það.  Geta greitt af húsnæði, hvort heldur leigu eða afborganir, átt fyrir reikningum, lyfjum, mat og öðrum nauðsinjum sem á náttúrulega að vera sjálfsagt að fólk geti gert á 21. öldinni.
En nei.  Því er sko aldeilis ekki að heilsa því ótti stjórnarliða á alþingi er svo mikill að ekki var þorandi annað en senda þingvörð til að sækja kröfurnar og koma þeim í réttar hendur.

Á milli tveggja lögreglumanna kom síðan þingvörður út úr Alþingishúsinu og yfir götuna að steinlistaverkinu Steingrími, eins og við köllum það verk. Þar afhenti ég þingverðinum kröfur okkar þar sem hann stóð á milli lögreglumannanna, fullkomlega öruggur fyrir stórhættulegum öryrkjum og eldri borgurum. Síðan fór þingvörðurinn yfir götuna og inn í Alþingi með kröfur okkar í lögreglufylgd. Stórhættulegum þegnum þessa lands, sem voru háttvirtir eldri borgarar og hæstvirtir öryrkjar, var bannað að koma að inngangi Alþingis. Hvað þá að við fengjum að hitta ráðherra eða þingmenn stjórnarinnar. Nei, stórhættulegt.

Ég persónulega er helst á því að þessi kröfulisti hafi endað í raslinu en ekki í höndunum á SDG og BB, (þó svo þeir báðir flokkist undir rusl sem slíkt í mínum huga), enda hafa þessir menn aldrei getað og munu aldrei geta sett sig í þau spor sem þessir hópar eru sem um ræðir.  Þessir tveir aðal stjórnendur landsins og ríkis, sem í raun eiga að vinna fyrir almenning í landinu, hafa aldrei á sinni aumu æfi tekið silfurskeiðina úr kjaftinum og unnið ærlegt handtak og geta því engu deilt með alþýðunni eða þeim þjóðfélagshópum sem þurfa að lifa hér á lægstu launum þó svo þeir hreyki sér af því að hafa skilning á því hvernig ástandið hjá þeim þjóðféagshópum er.  Slíkar yfirlýsingar kalla ég ekkert annað en verstu hræsni sem hugsast getur.

En hverjar voru kröfurnar sem þessir hópar fóru fram á sem kallaði á það að lögreglunni var sigað á hópinn?
Sennilega það að koma saman og krefjast þess að stjórnvöld fari að lögum og virði stjórnarsrkárbundinn rétt þessara hópa.

Hvað varð um kröfur okkar eftir að þær fóru inn í Alþingishúsið höfum við ekkert fengið að vita. Eintök með kröfum okkar voru til fyrir alla hina þingflokkana á þingi. Ekkert hefur komið fram um að þeir hafi fengið sín eintök, hvað þá Sigmundur Davíð og Bjarni sín plöstuðu kröfueintök. Hvað gerði okkur öryrkja og eldri borgara svona stórhættuleg að kalla varð lögreglu á okkur kröfufund? Kröfur okkar eru t.d. eftirfarandi. 287.000 kr. á mánuði eftir skatt strax. Tryggingastofnun ríkisins vinni fyrir skjólstæðinga sína. TR hætti að brjóta friðhelgi einkalífsins. Skerðingar frá 2009 verði felldar niður afturvirkt. Ekki þurfi að greiða skatt né útsvar af elli- og örorkulífeyri. Og ekki síst að kjararáð starfi fyrir lífeyrisþega á sama hátt og fyrir ráðherra, þingmenn og æðstu stjórnendur ríkisstofnana.

Samkvæmt lögum eiga lífeyrisbætur TR að hækka á hverju ári sem nemur hækkun verðbólgu. En þessi lög hafa verið brotin á okkur og hækkunin ekki skilað sér eins og lög gera ráð fyrir. Hvar er lögreglan? Lög brotin á okkur og lögreglan send á okkur fyrir að benda á augljóst lögbrot.

Hæsta hækkun í boði kjararáðs var kr. 287.000 ofan á laun forstjóra sem var með fyrir í laun rúmlega 1.300.000 kr. og fór í rúmlega eina milljón og sexhundruð þúsund krónur á mánuði. Einnig fékk hann eftir skatt kr. 2.000.000 eingreiðslu afturvirkt frá 2009. Einnig á að lækka skatta á þá sem hafa tekjur frá kr. 250.000 til kr. 770.000 og þar af um kr. 4.000 fyrir þá hæstu.

Við sem vorum með kröfufundina höfum ekki fengið krónu í hækkun og hvað þá afturvirkar eingreiðslur frá 2009. Nei, bara skerðingar á skerðingar ofan og hækkun matar, lyfja, læknisþjónustu o.fl. Ekki verður skattalækkun fyrir okkur og ekki fengum við krónu af sumarhækkun ríkisstjórnarinnar til lífeyrisþega. Það á ekki að hækka um krónu bætur okkar sem eru með útborgað eftir skatt á milli kr. 130.000 og 200.000 kr. á mánuði á þessu ári. Ekki krónu hækkun og það er lögreglan sem við fáum á okkur ef við sættum okkur ekki við það og gerum kröfu um sömu hækkun og þingmenn fengu.

Maður verður alltaf fyrir vonbrigðum með stjórnarhætti Framsóknar og Sjálfstæðismanna því sama hverju þeir lofa fyrir kosningar þá er alltaf allt svikið og þeim hampað sem mest hafa meðan aðrir eru látnir sitja eftir og þeir látnir bera hita og þunga af því að greiða niður skuldir óráðssíumanna (og kvenna) meðan ríkasta prósentið sem aldrei þurfti að gjalda gjörða sinna við að setja þjóðarbúið á hausinn, fær að leika lausum hala með alla sína miljarða sem þeir stungu undan til Tortola og annara skattaparadísa.  Þetta sama lið og er verðlaunað með góðum stöðum og rakar til sín fjármunum enn þann dag í dag en almenningur sveltur, á ekki fyrir lyfjum eða mat  og þegar þeir krefjast þess að kjör þeirra eru bætt þá er lögreglunni sigað á þá með ofbeldi.

Siðferði slíkra stjórnvalda er skítlegt og sýnir í raun hvað staða þeirra er veik.  Það þarf ekki mikið til að koma þeim frá völdum ef aðeins almenningur tekur sig saman og krefur þá að segja af sér í ljósi þeirra svika og lyga sem þeir hafa orðið uppvísir að fyrir og eftir kosningar og það er nákvæmlega það sem þarf að gera.  Koma þessari stjórn frá völdum ekki seinna en strax.

Hér má lesa grein Guðmundar.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa