MEINHORNIÐ! Valdaníðsla ráðherra

Valdníðsla sjávarútvegsráðherra á sér enga hliðstæðu.

Valdníðsla sjávarútvegsráðherra á sér enga hliðstæðu.

Ráðherrar eru misjafnir eins og þeir eru margir en sjaldan hafa jafn margir valdasjúkir níðingar verið í stjórn landsins eins um þessar mundir.  En það eru ekki bara ráðherrar stjórnarflokkana sem eru eins og grenjandi smábörn í frekjukasti og sykursjokki á alþingi, því margir þingmenn stjórnarflokkana sverja sig algerlega í þann flokk líka þó ekki verði farið nánar út í það í þessum stutta pistli.

Sigurður Ingi, sjávarútvegsráðherra hefur allt þetta ár hamrað á því að flytja skuli Fiskistofu til Akureyrar og hefur „kynnt“ það opinberlega í „góðu samráði“ við stjórnendur og starfsfólk Fiskistofu.
Að eigin sögn.  Frá því 29. júní hefur ekki verið hægt fyrir starfsfólk fiskistofu að ná neinu sambandi við Sigurð Inga og hann hefur ekkert talað við starfsfólkið um flutninginn.
Kostnaður við flutninginn hleypur á hundruðum milljóna.

Allt önnur saga heyrist frá stjórnendum og starfsfólki Fiskistofu, þar eru allir ósáttir við flutninginn og ef sá orðrómur er sannur sem hefur gengið á samfélagsmiðlum, þá ætlar ekki einn einasti starfsmaður að flytja norður með stofnuninni.  Svo langt hefur þetta mál gengið að sennilega verður þessi gjörningur ráðherra kærður.
Enginn.

Nú svo komið í þessu máli og  hefur verið bent á lengi, það þessi flutningur standist ekki lög sem sett voru um flutningn opinberra stofnana árið 2011 og í umfjöllunum oft bent á þá staðreynd í ræðu og riti.  Margir þingmenn stjórnarflokkana og stjórnarandstöðu hafa gagnrýnt hvernig staðið er að málum við flutninginn og telja hann ekki standast lög.

Og hvað gerir þá sjávarútvegsráðherra?
Jú, hann gengur á fund yfirmanns síns og kreistir tárakirtlana svo út úr flóir að breyta lögunum svo hann geti enn betur níðst á starfsmönnum fiskistofu og flutt stofnunina með lögmætum hætti norður til Akureyrar.

Grátur og gnístan tanna Sigurðar Inga hefur greinilega virkað því Sigmundur Davíð hefur ákveðið að leggja fram frumvarp sem heimilar ráðherra að ákveða um aðsetur þeirra stofnana sem undir hann heyra.
Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarpið en það á eftir að fara fyrir Alþingi til umfjöllunar og þekkjandi vinnubrögð stjórnarliða, þá verður þetta mál sett í hraðmeðferð, sjötta gír, skrúfað upp í túrbínunni og olíuverkinu og allt stigið í hvínandi botn til að keyra þetta í gegn áður en nokkur af almennu þingmönnunum hefur áttað sig á hvað er í gangi.

Svoan vinnubrögð forsætis og sjávarútvegsráðherra kallast á góðri íslensku, „valdaníðsla„.

Meinhornið þakkar þér fyrir lesturinn og minnir fólk á að deila og ræða.

Updated: 2. desember 2014 — 15:02