Alveg sama hvað

Það virðist vera alveg andskotans sama hvað ráðherrar og þingmenn Sjallamafíunar brjóta af sér, hvort sem það er lagalega eða siðferðislega, alltaf heldur þessi flokkur nánast fjórðingi kjósenda á íslandi.

Ég skil ekki svona meðvirkni, heimsku og þrælslund íslendinga.

Þegar maður fer yfir kosningaloforð og yfirlýsingar síðan 2013, þessara ómenna sem Sjallamafían er, þá kemur í ljós að þeir hafa ekki efnt eitt einasta af þeim en eru því duglegri við að lýsa því yfir samt sem áður hvað þeir hafi nú haldið öll þessi loforð.

Við þessu gleypa heimskingjarnir, slefandi af meðvirkni og þrælslund en brjálast ef staðreyndunum er slengt framan í þá.

Það er staðreynd að kaupmáttur öryrkja og eldri borgara hefur rýrnað um rúmlega 20% frá árinu 2013, eða eftir að sjallamafían komst í ráðandi stöðu í ríkisstjórn og ef almenningur fer ekki að vitkast fyrir komandi kosningar, hætta að láta ljúga að sér og hætta þessari meðvirkni og þrælslund, þá fáum við bara sama viðbjóðinn yfir okkur eftir næstu kosningar og næstu fjögur árin.

Svo má endilega fara að sparka í rassgatið á aumingjunum sem nenna ekki að mæta á kjörstað því hvert atkvæði sem fellur fram hjá mafíunni telur hinum til tekna.

Ég er samt ekki að sjá það að það breytist neitt til batnaðar hvað varðar kjör okkar öryrkja á minni lífstíð og er ég þó aðeins 56 ára gamall.
Svo litla trú hef ég samlöndum mínum.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 3. mars 2021 — 13:58