Nú þegir hræsnarinn Bjarni Ben

Bjarni reitir fylgið af sjallaflokknum. MYND: Gunnar Karlsson

Bjarni reitir fylgið af sjallaflokknum.
MYND: Gunnar Karlsson

Það varð allt vitlaust á samfélagsmiðlum þegar fréttir bárust þess efnis að kjararáð hefði hækkað laun ráðamanna þjóðarinar um 9,3% eða um 60 til 200 þúsund krónur á mánuði, afturvirkt í 9 mánuði, eða til fyrsta mars 2015.

En það er ekki bara reiði fólks sem skín í gegnum umsagnakerfi fjölmiðla, á bloggsíðum og í hópum á samfélagsmiðlum því margir segja frá því að þeir hafi hreinlega brostið í grát yfir þessum fréttum.

Öryrkjar og aldraðir fá á milli 140 til 180 þúsund útborgað á mánuði til að lifa á og það er algjörlega hverjum manni ljóst sem er með heilbrigða hugsun og hausinn í lagi að það dæmi gengur aldrei upp og fæstir í þessum hópum geta ekki einu sinni haldið jól, hvað heldur þá gefið börnum eða barnabörnum sínum gjafir því þeir eiga ekki sjálfir fyrir nauðsynjum og lyfjum út mánuðinn.

LESA LÍKA UM:  Svelta öryrkja og aldraða meðan ráðamenn fá feitann tékka níu mánuði aftur í tíman

Fjármálaráðherra íslands, Bjarni Benediktsson sagði ekki fyrir svo löngu síðan, nánar tiltekið þann 16. september síðastliðin þegar hann kynnti fjárlagafrumvarp fyrir árið 2016, að leggja ætti kjararáð niður í núverandi mynd, að stjórnmálamenn væru búnir að eyðileggja það.

Fyrirkomulagið er handónýtt, bara handónýtt, það eru stjórnmálamenn sem eru búnir að eyðileggja það.

Það var gripið inn í ákvarðanir kjaradóms á sínum tíma enda voru þá ekki nema fimm mánuðir til kosninga og ekki hægt að hlaupa í kosningar með þá niðurstöðu án þess að stjórnmálamenn stigi fram. Síðan var kjararáði, því voru lagðar línur eftir hrunið, það átti að sýna gott fordæmi með því.

Hvert var það fordæmi þegar uppi var staðið? Bara veruleg kjaragliðnun sem er niðurstaðan. Það hanga enn þá inni í kjararáðslögunum alls konar ákvæði sem gera í rauninni kjararáði ómögulegt að uppfylla meginmarkmið sitt, sem er að tryggja að þeir sem með lögum hafa þurft að sæta því að samningsrétturinn var hafður af þeim. Þeir eiga að fá að njóta sömu kjara og þeir sem eru að gegna sambærilegum stöðum og á hvílir sambærileg ábyrgð.

Þess vegna segi ég, það þarf að henda þessu kerfi, það er bara ónýtt og ég held að meginmarkmiðið eigi að vera það að stórfækka þeim sem samningsrétturinn er tekinn af.

Nú er þetta sama kjararáð búið að hækka laun Bjarna umtalsvert og þá heyrist ekki múkk í þessum hræsnara né heldur neinum úr ríkisstjórnarliðinu sem hafa lamið og barið á lægst launuðu hópunum í landinu að halda niðri launum til að hér fari ekki allt til fjandanns, sakað launafólk um að bera ábyrgð á þenslu, verðbólgu og verðhækkunum, en þegar þeirra eigin laun hækka afturvirkt um hundruði þúsunda, þá þegja þeir.

Þeir þegja ekki þegar verst setta fólkið í landinu er neytt til þess að lifa af á tekjum langt undir þeim mörkum sem teljast til nauðsynlegrar framfærslu og sjá hreinlega rautt þegar öryrkjar og aldraðir gera eðlilegar kröfur um að fá að lifa mannsæmandi lífi eins og kveðið er á um í 76. grein stjórnarskrár lýðveldisins.

Bjarna Ben og hans hyski finnst það blóðugt þegar ríkið á að sjá um framfærslu fólks sem getur það ekki vegna sjúkdóma eða elli því það samræmist ekki hugmyndum frjálshyggjuliðsins sem tapar þar með spóni úr sínum aski, peningum sem þeir hefðu annars geta komist sjálfir yfir með einum eða öðrum hætti.
Slík er nú siðferðisvitund þessa fólks og heiðarleiki.

Svo ÆTLAST það til þess að maður beri virðingu fyrir því.
Afsakið meðan ég æli.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa