Óréttlæti á sér ýmsar myndir og ein af þeim myndum kristallast okkur um þessar mundir í eftirlaunastefnu stjórnvalda. Meðan almúginn þarf nánast að lepja dauðan úr skel skaffar yfirstétt þessa lands rífleg eftirlaun á kostnað okkar hinna.
Nú þegar einn umdeildasti hæstaréttadómari, Jón Steinar Gunnlaugsson lætur af störfum eftir rúmlega átta ára mjög umdeilda setu, fær hann yfir 800 þúsund krónur á mánuði til æviloka af skattpeningum okkar.
Almenningur má þakka fyrir að fá aðeins brot af sínum tekjum til baka þrátt fyrir að hafa alla sína ævi greitt í lífeyrissjóði. Lífeyriskjör Jóns Steinars eru dæmi um það bruðl og óráðsíu sem einkennir samfélag okkar. Vinirnir tryggðu áhyggjulaust ævikvöld á kostnað skattborgara þótt engin rök væru fyrir slíkum verðlaunaveitingum til handa lögfræðingi sem hvergi hafði skarað fram úr. Innmúraður og innvígður eru þau orð sem koma upp í hugann þegar umræddur dómari er nefndur.
Íslenska spillingin birtist í sinni verstu mynd þegar Jón Steinar var ráðinn. Þarna var á ferðinni spilafélagi og vinur æðsta manns Sjálfstæðisflokksins, Davíðs Oddssonar. Annar einstaklingur, Ólafur Börkur Þorvaldsson, var einnig skipaður af Sjálfstæðisflokknum til þess að sitja í Hæstarétti. Sá var, rétt eins og Jón Steinar, hæfur en stóð flestum öðrum umsækjendum að baki í hæfni. En hann er frændi Davíðs. Fjölmargar aðrar skipanir dómara á lægra dómsstigi eru tengdar flokknum. Þar má nefna Þorstein Davíðsson, soninn sem hreppti dómaraembætti á Akureyri. Þessar staðreyndir eru ömurlegur vitnisburður um stjórnarfar sem ekki hefði átt að tíðkast í þroskuðu lýðræðisríki.
En hvert var upphafið að þessum ofboðslegu lífeyrisréttindum? Fuglahvísl AMX hefur gert að því skóna, að það hafi verið Steingrímur J. Sigfússon formaður VG sem sé einn af upphafsmönnum eftirlaunalagana, en eins og allt fólk með þriðjungs vit í höfðinu, tekur það ekkert mark á þeim lygaþvættingi sem sá vefur lætur frá sér. Hér er nærtækt dæmi um hvernig þeir umsnúa sannleikanum og hreinlega ljúga upp á fólk.
En hver er þá sannleikurinn varðandi setningu laga um eftirlaunasjóð alþingismanna, ráðherra og hæstaréttadómara? Hverjir sömdu lögin og settu þau fram með þeim hætti sem gerði það að verkum, að meðan almúginn sveltur eða er settur á götuna, lifa þessir hópar í vellystingum og ríkidæmi út æfina?
Jú það var enginn annar en Davíð Oddsson sem samdi lögin þó svo það hafi aldrei verið gert opinbert því hann hefur alltaf þrætt og neitað að ræða öll þau skítamál sem hann hefur troðið í gegnum þingið í stjórnartíð sinni. Lygar, undanfærslur og þögn hefur alltaf verið hans aðalsmerki og nú situr hann í hádegismóahöllinni með tæpar tvær miljónir á mánuði í lan og eftirlaun, bak við skothelt gler og reynir að endurskrifa söguna sér í hag í ritstjórnarpistlum sem almenningur hristir höfuðið yfir enda fólk ekki svo heimskt að það þekki ekki sannleikan utan nokkrar aumar rassasleikjur sem líta á hann sem guð sinn, drottinn og heilagan anda sannleikans. Aumt er slíkt trúarofstæki og engum til góðs.
Það er núverandi ríkisstjórn til háborinar skammar að hafa ekki afnumið þessi lífeyrisréttindi eða í það minnsta ekki lækkað þau til jafns við það sem almennt gerist í landinu. Almenningur er orðin langþreyttur á þeirri spillingu og græðgi sem viðgengst stjórnsýslu þessa lands og vill fá réttlæti. Að glæpakóngar og spillingarsinnar gjaldi glæpa sina og verði útilokaðir frá því að geta sest í feit embætti án þess að fá dóma. Að einstaklingar sem hafa staðið í vafasömum fjármálagerningum og jafnvel stýrt fyrirtækjum í gjaldþrot fái ekki að eignast neitt í einhver ár og verði útilokaðir frá rekstri fyrirtækja eins og gert er á hinum norðurlöndunum.
Að stjórnmálamenn sýni heilindi og vinni í þágu almennings í landinu en ekki til að púkka undir sitt eigið rassgat eins og viðgengist hefur síðustu áratugi og verði þeir uppvísir að siðferðilega röngum athöfnum og slíkum vinnubrögðum segi þeir af sér.
En hver á að hafa eftirlit með slíkum hlutum og er það hægt?
Já það er hægt ef fréttamenn og fjölmiðlar fara að sýna þessu fólki meiri hörku en ekki eins og í valdatíð Davíðs Oddssonar, að skríða á maganum og koðna niður ef hann hækkaði róminn. Auðvita áttu þeir bara að rísa upp og svara honum fullum hálsi og krefjast þess að hann segði sannleikan.
Enn þann dag í dag leika þingmenn og ráðherrar leik Davíðs ef gengið er að þeim og enn koðna fréttamenn niður eins og lúbarðir hundar í stað þess að taka á þessu liði af hörku og krefjast svara og sannleika.
En endastöðin er alltaf hjá okkur almenningi þessa lands því það erum við sem jú kjósum til þings…..