Sex ára úthlutun á makrílkvóta er í raun 12 ára binditími. Rán um hábjartan dag

Makrílkvótanum úthlutað. MYND: Gunnar Karlsson.

Makrílkvótanum úthlutað.
MYND: Gunnar Karlsson.

Þetta er ekkert annað en rán um hábjartan dag og Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra er með nýju frumvarpi um kvóta á makríl, ekki bara að gefa auðlindina til útgerðana með þessum gjörningi að úthluta honum til sex ára, heldur er hann í raun að koma í veg fyrir að nokkur ríkisstjórn geti afturkallað kvótann, því hann sleppir þeirri staðreynd að síðan framlengjast þeir sjálfkrafa á hverju ári og þeim verður eingöngu sagt upp með sex ára fyrirvara.
Þetta þýðir að binditíminn er í raun 12 ár þar sem verði kvótinn innkallaður innan þessara sex ára verður ríkið skaðabótaskylt gagnvart þeim útgerðum sem hafa fengið úthlutun.

Handbendi útgerðargreifana á Alþingi.

Handbendi útgerðargreifana á Alþingi.

Skoðum aðeins hverjir það eru sem leggja til svona landráð gagnvart almenningi í landinu.
Fyrir það fyrsta er það góðvinur og flokksfélagi Sigurðar Inga, Páll Jóhann Pálsson, þingmaður framsóknar sem ítrekað hefur lýst því yfir, bæði í fjölmiðlum og á þingi að hann sitji á alþingi sem hagsmunaaðili útgerðana í landinu.  Hann er ekki í þingsetu fyrir almenning eða til að hugsa um almannahag, því það eru útgerðirnar og auðlindagreifarnir sem hann er að vernda og verja því hann, þó hann sé ekki opinberlega skráður fyrir því, á eignahlut bæði í útgerðarfélaginu Vísir og eins 100% hlut í Marver.  En bátur í eigu hans og konu hans fær úthlutað makrílkvóta upp á rúmar 50 milljónir, sem hann telur ekki vera nema „skít á priki“, ef marka má orð hans sjálfs.
Svona hagmunir eiga ekki heima á alþingi og algjörlega siðlaust þegar svona menn komast til valda eins og sést best á frumvarpi um makrílkvótann.

Huldumaður í ósýnilegri nefnd sem úthlutaði sjálfum sér kvóta fyrir 200 milljónir.

Huldumaður í ósýnilegri nefnd sem úthlutaði sjálfum sér kvóta fyrir 200 milljónir.

Svo er það annar aðili sem virðist vera einhver huldumaður því það finnst ekkert um þann mann á vef alþingis, en samt situr hann í nefnd á vegum þingsins, nefnd sem er ekki skráð á vef alþingis.
Sá maður heitir Davíð Freyr Jónsson og er nefndarmaður í sjávarútvegsnefnd Framsóknarflokksins.  Hann gerir út bát til makrílveiða og hann fær úthlutað makrílkvóta sem er metinn á um 200 milljónir króna, eða helmingi meira en hann hefur nokkurn tíma dregið úr sjó.
Aðrir mega eltast við að finna upplýsingar um hann því ég finn þær ekki með hraðleit á netinu, en það breytir engu í því efni, að þarna er einstaklingur á ferð í nefnd sem úthlutar sjálfum sér makrílkvóta til 12 ára fyrir hundruði milljóna að núvirði í gegnum vinskap sinn við ráðherra sjávarútvegs sem er ekkert annað en viljugur þræll útgerðargreifana og hlýðinn hundur þeirra.

Þetta frumvarp verður að stöðva með öllum þeim ráðum sem almenningur hefur yfir að ráða og eitt það síðasta er að skjóta þessu til Forseta Íslands og óska eftir því að hann synji því að skrifa undir þessa grímulausu rányrkju af auðlind þjóðarinar.  Gangi það ekki eftir og hann samþykkir þessa rányrkju, þá verður almenningur að grípa síðasta hálmstráið og hefja hér byltingu og velta siðblindingjunum úr sessi með valdi.  Það hefur verið gert áður og er hægt að gera það aftur ef almenningur drullast einu sinni til að standa saman.

Þegar þetta er skrifað, hafa safnast 24.080  undirskriftir þar sem Forseti Íslands er hvattur til þess að synja þessum ólögum og nú reynir á þig, ef þú ert ekki búin að skrifa undir þessa áskorun.

Skrifaðu þá undir núna!

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa