Sex á sandströnd

Danir elska að elskast á ströndinni eða nánast hvar sem er úti í náttúrunni.

Danir elska að elskast á ströndinni eða nánast hvar sem er úti í náttúrunni.

Á þeim tíma sem ég bjó í Flensburg sumarið 2008 lenti ég í ýmsum æfintýrum sem eru svo sem varla í frásögur færandi, en þegar ég las frétt á Nordjyske nú í morgunnsárið rifjaðist upp fyrir mér atburður sem sagt verður frá í stuttu máli.
Þannig var málum háttað að einn góðan veðurdag, (af mörgum þetta sumar) ákvað ég að skella mér á strönd í einum nágrannabæ við Flensburg þar sem ég vissi að ekki margir lögðu leið sína enda frekar klettótt og erfið aðkoma henni en í slíkum hita sem var þennan dag, rétt um 36 gráður á celsius, var viðbúið að einhver slatti af fólki legði það á sig að fara þangað því allar strendur sem auðveld aðkoma var að voru þéttsetnar svo helst minnti á sardínur í dós og allt fljótandi í olíum og sólarvörnum og sveið í nef og háls af pestinni af því.

Með teppi, handklæði, nesti, nýja sandala, matarpakka og nóg af drykk var steðjað af stað og vel klyfjaður klöngraðist ég niður í fjöruna og inn í litla vík sem þar kúrði milli tveggja kletta og var þar líka náttúrulegt og gott skjól undir slútandi klettasnös fyrir sólinni.

Hitinn var nánast óbærilegur og þar sem ég var þarna einn var ekkert verið að hafa fyrir því að vera í neinu nema Adamsklæðunum einum.  Sjórinn freistaði og var þægilega svalur svo svitinn skolaðist snarlega af og innan stundar var kominn smá hrollur í kallinn.  Þá var bara að drífa sig upp úr og koma sér skjól fyrir sólinni og njóta þess að slaka á.

Það leið ekki á löngu þar til ég steinrotaðist þar sem ég lá enda notalegt að liggja þarna og heyra ekkert nema gjálfrið í öldunum og gargið í fuglunum.  Einstaka bátur þaut þó um hafflötinn með drunum en þó það langt frá landi að ekki hlaust truflun af því.

Ég hef líklega náð að sofa í um klukkutíma þegar ég rumska við mannamál ekki langt frá mér og þar sem ég var nakinn og lá á bakinu sá ég mér þann kostinn vænstann að snúa mér við svo ég væri nú ekki flaggandi allri dýrðinni framan í fólkið sem þarna var komið enda heyrðist mér á öllu að eingöngu væri þarna konur á ferð.

Ég leit út undan mér og þegar augun höfðu vanist birtunni sá ég að það var rétt hjá mér.  Eingöngu konur á ferðinni og þær ekkert af verra taginu, fimm saman berbrjósta og í einhverju sem átti að kallast bikiníbuxur ef hægt er að kalla tveggja millimetra streng með smá pjöttlu sem ekkert faldi neðan lífbeins.  Sýndist ég meira að segja sjá þar tvær sem sóttu reglulega sömu krá og ég í Flensburg en spáði ekkert meira í það því þær voru svo gott sem komnar alveg að mér, höfðu séð mig þegar þær komu fyrir klettanefið og ákveðið að sjá hver þarna væri.

Ég ákvað, spéhræðslu minnar vegna, að koma mér í stuttbuxurnar og dró því handklæði yfir mig, velti mér við og klæddi mig í þær en settist síðan upp og heilsaði þeim.  Þar sem ég var ekki sleipur í þýskunni var skipt yfir í ensku sem þær töluðu ágætlega og var setið og spjallað, gantast og helgið, farið í sjóinn og borðað þarna í víkinni fram eftir degi en þá fóru þær að tygja sig af stað heim allar nema ein af þeim sem hafði áður spurt mig hvort ég væri á bíl.  Ég spurði hvort hún ætlaði ekki með þeim en þá spurði hún á móti hvort hún gæti fengið far með mér seinna um daginn þar sem vinkonur hennar væru að fara að vinna en hún væri í sumarfríi og væri ekki alveg á því að fara strax í bæinn.  Ég sagði að það væri ekkert mál, henni væri það velkomið.  Vinkonur hennar glottu og sögðu eitthvað sín á milli á þýsku sem ég skildi ekki nógu vel en þó það mikið að smá roði kom á kinnarnar.

Það er ekkert meira um það að segja nema það að vinkonurnar voru ekki löngu farnar þegar við vorum komin í hörkusleik og stuttu síðar fuku þær fáu fatadruslur sem við vorum í og ástarleikurinn var hafinn af miklum móð.

Maður tók ekki eftir því strax hvað helvítis sandurinn er lúmskur því í ástarbrímanum var ekkert verið að spekúlera í því og ákafinn kanski of mikill af beggja hálfu, en sandurinn náði að smjúga á viðkvæma staði og þegar við vorum að skola af okkur í sjónum á eftir byrjaði að svíða.  Og það sveið heilt helvíti.  Það var eins og kóngnum hefði verið stungið í opið kolagrill svo djöfullega sveið og maður hafði ekkert til að draga úr því eða bera á sig.

Stúlkugreyinu leið ekki alveg eins illa en hún fann samt til og bar sig heldur aumlega og því stakk ég upp á því að við pökkðum saman og kæmum okkur heim sem hún samþykkti með það sama.  Keyrði ég hana heim en dreif mig svo heim og gerði þar ráðstafannir til að minnka kvalirnar.  Eftir þetta sór ég að aldrei framar skyldi ég stunda kynlíf á sandströnd því í minningunni er þetta enn sárt og ef einhver vill fá persónulega reynslu af því hvernig upplifun þetta er, þá mæli ég með því að viðkomandi skreppi í næstu byggingavöruverslun og kaupi sér örk af sandpappír í grófleika 250, vefji honum upp með grófu hliðina inn og rúnki sér í smá stund.

Af þessari stúlku var það hinsvegar að frétta að við hittumst oft eftir þetta og urðum ágætir vinir þó svo ekki hafi verið um neitt fast samband að ræða.  Þegar ég svo flutti úr borginni misstum við sambandið hvort við annað eins og gengur og gerist í þessu lífi en við áttum okkar góðu stundir þann tíma sem ég bjó í borginni.

Updated: 13. október 2013 — 23:04