Sanngjörn og eðlileg laun fyrir undirstöðuatvinnu

Frekjupólitíkin á íslandi. MYND: Gys.is

Frekjupólitíkin á íslandi.
MYND: Gys.is

Það er meira en lítið furðulegt að horfa upp á ástandið í smáríkinu Íslandi sem er svo ríkt af auðlindum að það væri hægt að halda þar uppi bestu þjónustu í heimi ef rétt væri haldið á spilunum og arði af þessum auðlindum skipt réttlátlega til eigenda sinna, fólksins í landinu.

Ég ætla ekkert að fara út í smáatrið hérna í þessum stutta pistli, en ætla að benda á nokkrar staðreyndir sem hafa komið fram að undanförnu þar sem hefur verið sýnt fram á hvernig illa gefnir ráðherrar og þingmenn sérhagsmunaflokkana í landinu hafa hyglað stóriðjum og einstaklingum með gífurlega fjármuni á bak við sig þannig að eftir stendur þjóð sem er rænd auði sínum og arði af öllum auðlindum í almannaeigu.

Raforkan.

Nokkrar stóriðjur eru starfandi í landinu, þrjú stór álver sem nota gífurlega mikla raforku, orku sem almenningur í landinu niðurgreiðir fyrir þessi álver með hærra orkuverði en eðlilegt getur talist.
Ástæður þess eru að í stað þess að þessi fyrirtæki greiði eðlilegt verð fyrir raforkuna og það sem meira er, eðlilegar skattgreiðslur til ríkisins þá flytja þau allann arð og söluhagnað úr landi til skúffufyrirtækja erlendis sem eru þannig uppbyggð að þau sýna alltaf í bókhaldi sínu að íslenska fyrirtækið sé í svo mikilli skuld við það.

Sjávarútvegurinn.

Kvótakerfið sem upphaflega var sett á laggirnar til að sporna við ofveið úr ákveðnum fiskistofnum hefur lagt íslenskt efnahagslíf í rúst því smátt og smátt á þeim rúmlega 30 árum sem það hefur verið við líði hefur það orðið til þess að leggja fjölda byggða í landinu í eyði.
Arðurinn sem ætti að renna til þjóðarinar hefur verið skorin svon mikið niður og færður í hendur útgerðargreifana í landinu að ekkert stendur eftir til að reka íslenskt þjóðfélag en á hverju ári greiða útgerðargreifarnir sér upphæðir í arð sem gætu að fullu staðið undir öllu heilbrigðis og menntakerfinu og greitt því fólki sem þar starfar laun sem stæðust vel það sem best gerist erlendis, kaupmáttarlega séð og jafnvel tvöfallt það.

Ferðamannaiðnaðurinn.

Ferðamannabólan sem nú er í gangi hér á landi mun springa á næstu einu til tveim árum ef þeir aðilar sem eru í þeim geira fara ekki að stoppa sig af í þeirri gengdarlausu peningagræðgi sem þeir eru fallnir í.
Okrið á ferðamannastöðum er farið að stappa nærri geðveiki þegar pylsa og kók kostar hátt í þúsund kall og diskur af lapþunnri og vondri kjötsúpu slagar hátt í fjögur þúsund.
Ríkið fær lítið af tekjum vegna ferðamanna í sinn hlut því mest af þjónustunni er ekki skattskyld.
En meðan veitingastaðir í landinu og sérstaklega ferðamannastaðir moka inn monningum í sína eigin vasa, þá er hægt að svína og svindla gengdarlaust á því starfsfólki sem þessir aðilar ráða til starfa með því að undirborga því laun algjörlega í drep og hóta því uppsögnum leiti það réttar síns með þeim formerkjum að aðrir sem séu í „bransanum“ verði sko upplýstir um óheiðarleika þess.

Hvað er hægt að gera?

Það þarf að stokka upp og endurræsa stjórnsýsluna í landinu.
Það er ekki flóknara en það og það þarf að koma þessu gjörspillta fólki sem er í stjórnmálaflokkunum og í stjórn fyrirtækja, stofnana og hjá hinu opinbera þangað sem það á heima, sem er bak við lás og slá.
En til þess að það sé hægt að gera það, þá þarf almenningur í landinu að endurræsa sig sjálft og losa sig við staðreyndarvillurnar og vírusuna úr eigin kerfi, það er að segja heilanum á sér sjálfu, því án þess heldur þetta fólk bara áfram að kjósa yfir almenning í landinu gjörspillta einstaklinga sem gera ekki annað en ljúga, svíkja og stela sjálfum sér, vinum og vandamönnum til hagsældar meðan alþýðan í landinu er látin svelta eins og við sjáum svo vel í dag.

Framtíðarsýn.

Það er 20. nóvember árið 2015 og frá páskum hefur landið logað í verkföllum og vinnudeilum þar sem barist hefur verið fyrir bættum kjörum á vinnumarkaði.  Samningar við láglaunastéttir á almennum markaði voru samþykktir í maílok með þeim skilmálum að hækkuðu laun, verðlag og vextir yfir ákveðið mark væri það samningsbrot og samningar því uppsegjanlegir.

1. ágúst bar svo til tíðinda þegar Seðlabankinn tilkynnti að stýrivextir yrðu hækkaðir um 5% og sama dag tilkynntu viðskiptabankar að vextir þeirra mundu hækka um 7,5% daginn eftir.  Strax næstu daga hækkaði síðan verðlag á nauðsynjavörum og eldsneyti að meðaltali um 10 til 12% og þar með var ljóst að verðbólga mundi rjúka upp í kjölfarið.

Það ástand sem skapaðist í kjölfarið varð síðan til þess að nú er atvinnulíf í landinu nánast algjörlega lamað og öll þjónusta í skólum, heilsugæslu og almenningssamgöngum er algjörlega lömuð.  Má þar helst um kenna þvermóðsku stjórnvalda til að semja við BHMR fyrr á árinu en þegar ljóst var að ekki yrði gengið að kröfum geislafræðinga og fólks í umönnunarstéttum, þá brast á með fjöldauppsagnir en það gerðist í kjölfar þess að lög voru sett á verkfall þeirra.  Í dag eru aðeins starfandi fimm geislafræðingar við LHS og hjúkrunarfólki hefur fækkað um fimmtung frá því sem var og enn halda uppsagnir áfram að berast stjórnendum sjúkrahúsa.  Haldi fram sem horfir verða engir geislafræðingar starfandi hjá ríkinu við árslok.

Verkföll á almennum markaði hafa lamað allt landið að undaförnu og engin þjónusta er lengur í boði í ferðaþjónustu, almenningssamgöngum og iðnaðarmenn hafa verið í verkfalli frá því um mitt sumar með þeim afleiðingum að engar framkvæmdir í byggingariðnaði eru í gangi og svona í stuttu máli sagt, allt er á hraðferð til helvítis því ekki er hægt að fá iðnaðarmenn til starfa þegar vatnslagnir gefa sig, rafmagnsbilanir verða og niðurföll og frárennslislagnir bila.

Það þarf ekkert að fara mörgum orðum um það ástand sem skapar í mörgum hverfum borgarinar og í bæjarfélögum úti á landi þegar fólk þarf að fara milli hverfa til að fara á klósett og rafmagnstæki eru óvirk því nokkur hverfi eru rafmangs og vatnslaus og hafa verið það um tíma vegna verkfallana.  Í einstak hverfum hefur fólk meira að segja gengið svo langt að koma sér upp útikamri á gamla mátann til að geta gert þarfir sínar og sýnist sitt hverjum um það.

Stjórnendur í Samtökum Atvinnulífisins sem og stjórnvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir framkomu sína gagnvart launafólki í landinu en sýnt er að ábyrgðin er alfarið þeirra.  Þónokkur fyrirtæki hafa orðið gjaldþrota vegna verkfallana og þar á meðal fyrirtæki sem hafa greitt starfsfólki sínu laun sem eru rétt á pari við lægstu taxta meðan stjórnendur þeirra og eigendur hafa greitt sjálfum sér milljónir á mánuði í laun.
Samt virðast þessi fyrirtæki ekki hafa komið auga á þá staðreynd hvar hinn raunverulegu verðmæti hjá fyrirtækjunum verða til.

Verður er verkamaður launa sinna og það er æ betur að koma í ljós að þeir sem standa á bak við og stjórna Samtökum Atvinnurekenda og þeirra sem sitja í æðstu stjórn landsins hafa hvorki getu, vilja né skilning á því hvar mestu vermætin liggja í þjóðfélaginu.
Þeir skilja ekki að þeirra stjórnun og starf er einskis virði beri þeir ekki hag síns starfsfólks fyrir brjósti og borgi þeim sanngjörn og eðlileg laun.
Þeir skilja ekki að menntunn þeirra er einskis virði þegar þeir setja fyrirtæki í þrot með því að borga fólki laun sem eru langt undir framfærslugetu einstaklinga.
Þeir skilja ekki að fólk sem fær léleg laun og skítlega framkomu frá þeim, skilar minna og verra vinnuframlagi heldur en sá sem fær sanngjörn og góð laun og gott viðmót frá sínu fyrirtæki.
Þeir skilja ekki að starfsfólk þeirra eru manneskjur sem þarf að umgangast með virðingu til þess að borin sé virðing fyrir þeim.
Þeir skilja ekki að það er starfsfólkið þeirra sem skapar þeim auðinn, ekki þeir sjálfir.

Nú stefnir í það að 1. des 2015 verði sett allsherjarlög frá alþingi að undirlagi stjórnarflokkanna sem banna öll verkföll og vinnustöðvanir í landinu svo hægt verði að snúa hjólum atvinnulífsins af stað aftur en margir telja að það sé þegar of seint því ekkert starfsfólk muni fást til starfa þar sem uppsögnum í öllum atvinnugreinum hefur fjölgað svo gífurlega að það má telja ógerlegt nema með innfluttu vinnuafli frá austur Evrópu og Asíu.

Ef marka má fréttir sem erlendir fjölmiðlar hafa birt af ástandinu á Íslandi þá er ljóst að haldi fram sem horfi, þá verði ísland einangrað frá umheiminum því stjórnvöld á hinum norðurlöndunum og löndum EES og ESB hafa hótað því að stoppa allann útflutning frá íslandi og setja ísland í viðskiptabann þar til stjórnvöld hér á landi hætti þeirri kúgunarstefnu sem þau hafa haldið gangandi síðustu mánuði.
Krafa þeirra er að stjórnvöld á íslandi segi af sér og boði til kosninga áður en árið er liðið því með aðgerðum sínum hafi Íslensk stjórnvöld gert ísland að alræðisríki þar sem þegnarnir eru kúgaðir og beittir misrétti sem hafi ekki sést í lýðræðisríki frá því eftir lok seinni heimstyrjaldar.

Almenningur fagnar yfirlýsingum sem hafa komið frá þessum löndum og krefur stjórnvöld um afsögn á hverjum degi með mótmælastöðum á Austurvelli eins og verið hefur frá því síðla sumars.

Lokaorð.

Persónulega finnst mér framtíðin ekkert björt og því miður er þessi framtíðarsýn hér að ofan ekkert ólíklegur tímaþráður eins og stjórnvöld hafa hagað sér frá því þau komust til valda fyrir rúmlega 2 árum síðan.

Kúgunarstefna þeirra, hótannir gagnvart almenningi og fyrirlitningin sem þeir sýna sjúkum, öldruðum og öryrkjum er eitthvða það ógeðslegasta sem sést hefur í íslenskri stjórnsýslu til þessa og því þarf að breyta.

Updated: 2. júní 2015 — 13:31