Eins og meðfylgjandi skjáskot af DV sýnir glögglega, þá leggur ritstjórn DV mér orð í munn og segir mig ósáttann við úrslit prófkjörs Pírata í Suðurkjördæmi án þess að hafa neitt fyrir sér í þeim efnum annað en stutta stöðufærslu á Facebook í gær þar sem ég sagði orðrétt að fyrst svona fór, færi ég á fullt í það að flytja erlendis.
Það hefur ekkert með óánægju að gera því þetta hefur legið fyrir í meira en ár hjá mér og minni spússu og það hefði ritstjórn, eða hver sá sem skrifaði þessa þvælu“frétt“ getað aflað sér upplýsinga um með einu símtali eða tölvupósti.
Eftir að Framsóknarklíkan tók við DV hefur það versnað til mikilla muna og fæstar fréttir, sérstaklega þær sem skrifaðar eru af „ritstjórn“ eru faglegar eða sannleikanum samkvæmar.
Ég er aðeins að hugsa hvort það væri ekki komin tími til að senda tilkynningu á siðanefnd Blaðamannafélags Íslands um að tekið verði á svona málum hjá DV en uppgvötaði mér til skelfingar að sjálfsagt sitja þeir sjálfir í siðanefndinni sem svona vinna og því tilgangslaust að kvarta þangað.
Enn og aftur ítreka ég það sem áður hefur verið sagt, ég hef alla tíð sagt það opinberlega að komist ég ekki í ábyrgðarstöðu fyrir Pírata eftir prófkjörið, þá liggur það fyrir að ég flytji úr landi og fjöldi fólks getur staðfest að þetta er sannleikanum samkvæmt.
Að lokum óska ég Smára McCarthy, Oktavíu Hrund, Þórólfi Júlían og Álfheiði Eymars innilega til hamingju með að vera formlega orðin þingmannsefni okkar Pírata í Suðurkjördæmi. Ég fyllist stolti að hafa fengið að kynnast ykkur og að vinna með ykkur er meiri heiður en margir geta stært sig af.
Öllum samframbjóðendum mínum í Suður þakka ég fyrir samstarfið, (ég er samt ekkert hættur að vinna með ykkur) og óska ykkur gæfu og gengis í því sem þið takið ykkur fyrir hendur.
Ég hef á þeim tíma sem ég hef komið að störfum Pírata fengið að kynnast fólki sem ég er farinn að bera mikla virðingu fyrir og það hafa myndast vináttutengsl sem ég vona svo sannarlega að eigi eftir að vaxa og dafna þó svo ég flytji búferlum til annars lands.
Það væri svo bara frábært ef það næðust fjórir fulltrúar á þing fyrir Pírata í komandi kosningum og við skulum stefna að því marki með sannleikann, upplýsingarnar og heiðarleikann að leiðarljósi.
YARRR!