Ríkisstjórnin skilur aldraða og öryrkja eftir í eitt skiptið enn

Spillingin er öllum augljós.

Spillingin er öllum augljós.

Ég vonaði að ég þyrfti aldrei að skrifa þennan pistil en hjá því verður ekki komist eftir að Forsætisráðuneytið gaf út yfirlýsingu í dag, 7. Okt 2016 þess efnis að hún ætlar ekki að laga kjör aldraðra og öryrkja á þessu ári heldur á að fresta því til ársins 2018 að bætur almannatrygginga verði 300. þúsund krónur á mánuði.

Í yfirlýsingunni segir meðal annars.

Fyrir Alþingi liggur frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra um breytingu á lögum um almannatryggingar, lögum um félagslega aðstoð og lögum um málefni aldraðra. Frumvarpið er afrakstur viðamikils samráðs við hagsmunaðila og felur í sér róttækustu breytingar á almannatryggingum í áratugi, m.a. breytt bótakerfi almannatrygginga, sveigjanleg starfslok og hækkun lífeyristökualdurs. Í umræðu um frumvarpið hafa komið fram gagnlegar ábendingar um stöðu eldri borgara og ýmis atriði sem betur mættu fara í frumvarpinu.

Ríkisstjórnin fundaði í dag um þær ábendingar sem komið hafa fram um frumvarpið. Skoðuð hafa verið áhrif aukinna framlaga til almannatrygginga á stöðu ríkisfjármála til skemmri og lengri tíma. Að lokinni þeirri athugun telur ríkisstjórnin, í ljósi ábyrgrar efnahagsstjórnunar og þess mikla árangurs sem náðst hefur á kjörtímabilinu í ríkisfjármálum, að unnt sé að stíga veigamikil skref til bættra kjara aldraðra og öryrkja. Byggist það á sterkri stöðu þjóðarbúsins og jákvæðum framtíðarhorfum.

Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja til við velferðarnefnd Alþings að eftirfarandi breytingar verði gerðar á frumvarpinu:

  • Eldri borgurum sem halda einir heimili verði tryggðar 300 þúsund krónur á mánuði frá 1. janúar 2018, enda hafi þeir ekki aðrar tekjur sem hafa áhrif á fjárhæð bótanna. Bæturnar hækki í 280 þúsund krónur um næstu áramót. Seinna á árinu 2018 mun kauptrygging á vinnumarkaði einnig ná 300 þúsund krónum samkvæmt kjarasamningum á almennum vinnumarkaði.
  • Framfærsluviðmið öryrkja verði jafnframt 300 þúsund krónur á mánuði frá sama tíma.
  • Frítekjumark verði sett á allar tekjur eldri borgara, hvort heldur sem er lífeyrissjóðstekjur, atvinnutekjur eða fjármagnstekjur. Frítekjumarkið, sem undanþegið er við útreikning bóta, verði 25 þúsund krónur. Þessi breyting samsvarar 25 þúsund króna aukningu ráðstöfunartekna hjá stærstum hluta eldri borgara umfram það sem gert var ráð fyrir í frumvarpinu.
  • Hækkun lífeyristökualdurs verði hraðað um 12 ár. Hækkun lágmarkslífeyristökualdurs úr 67 árum í 70 ár eigi sér þannig stað á 12 árum en ekki 24 árum eins og áður var ráðgert.

Þessar breytingar leiða til mikillar hækkunar á bótum almannatrygginga á næstu tveimur árum. Til dæmis munu bætur eldri borgara sem býr einn og hefur engar aðrar tekjur hækka úr 247 þúsund krónum árið 2016 í 300 þúsund krónur árið 2018, eða um 22%. Bætur eldri borgara með 150 þúsund króna lífeyrissjóðstekjur munu hækka úr 142 þúsund krónum árið 2016 í 229 þúsund árið 2018, eða um 61%.

Það er alveg dæmigert fyrir núverandi stjórnarflokka að reyna að troða þessu handónýta frumvarpi Eyglóar Harðardóttur í gegn núna á síðustu dögum þessa þings.  Frumvarpi sem á ekki að gera neitt fyrir öryrkja fyrr en um áramótin 2017 – 2018 og jafn lítið fyrir aldraða þó þeirra hækkannir komi inn ári fyrr.  Svik þessarar ríkisstjórnar og níðingsháttur gagnvart þeim sem verst standa í þjóðfélaginu hefur sannað sig aftur og aftur þau rúmlega þrjú ár sem þessi ríkisstjórn hefur starfað og er skemmst að minnast þess fyrir tæpu ári síðan eða í des 2015 þegar allir þingmenn stjórnarflokkana neituðu öldruðum og öryrkjum um afturvirkar hækkannir bóta almannatrygginga eins og lög gera ráð fyrir meðan þeir sjálfir fengu hundruði þúsunda í launaleiðréttingu í byrjun desember það ár og veglegan jólabónus að auki.

Það er því með ólikindum að fylgjast með skoðanakönnunum þar sem Bjarni Ben og hans flokkur eru að hækka sig í könnunum núna fyrir kosningar því lygar, svik, þjófnaður á ríkiseigum þar sem fjölskylda hans fær þær á slikk, eru aðalsmerki hans og Sjálfstæðisflokksins.  Að kjósendur og fólkið í þessu landi séu ekki betur gefin raun ber vitni er hreint út sagt rannsóknarefni fyrir alþjóðlegar stofnanir í geðlækningum.

Það er ekkert því til fyrirstöðu, nema eiginhagsmunasemi og yfirgengileg frekja stjórnarflokkana, að upphæðin verði ekki sett strax í 300 þúsund, afturvirkt til fyrsta maí á þessu ári og kjör aldraðra og öryrkja leiðrétt með því svo um munar því það þarf bara að breyta tölum í frumvarpinu og dagsetningum.  Það er staðreynd.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa