Hvað þýðir boðuð hækkun virðisaukaskatts á matvæli úr 7 í 12%?
Við skulum gefa okkur dæmi um hjón sem versla matvæli fyrir 80 þúsund fyrir skattabreytinguna. Hækkunin hjá þeim verður á ársgrundvelli 48. þúsund krónur á ári eða um 3.500 krónur á mánuði.
Þessi hækkun úr 7% í 12% er kynnt sem 5% hækkun en er það í raun ekki þegar kafað er í reikniformúluna enda er vísvitandi verið að blekkja fólk með svona reikniskúnstum.
Raunhækkunin er 71%
Hefði skatturinn verið hækkaður í 14% þá hefði það verið 100% hækkun þar sem 7 plús 7 eru 14 eða 100%.
Svona er það sem blekkingarnar eru settar fram til að fá fólk til að trúa því að hækkunin sé margfallt minni heldur en hún er í raun og sýnir hið skítlega eðli þeirra sem á bak við þetta standa.