Rangfærslur, ýkjur og lygar MBL vegna lögregluaðgerða á Selfossi

Lögreglan á vettvangi við Ástjörn á Selfossi.

Lögreglan á vettvangi við Ástjörn á Selfossi.

Í morgunn gerðust atburðir hér á Selfossi sem varla væri hægt að tala um sem daglegt brauð, en þá mætti sérsveit Ríkislögreglustjóra hér við blokkina þar sem ég bý, því þar hafði kona sem hér býr, beint leikfangabyssu að 18 ára pilti sem var á leið í Fjölbrautarskólan hér á Selfossi og æpt, „BANG, BANG!“ að honum.
Drengnum brá illilega enda trúði hann því að um raunverulegt vopn væri að ræða og hljóp í felur.

Lögreglan mætti á staðin fyrir utan Ástjörn 9 þar sem konan býr, en svo vill til að ég bý þar líka ásamt fleira fólki.
Fréttir fóru að berast af málinu og það var sérstaklega ein frétt sem fór talsvert mikið fyrir brjóstið á mér, en það var frétt MBL.is af málinu þar sem allt var ýkt, ofaukið og rangfært.
Blaðamaðurinn sem vann fréttina, (ef frétt skyldi kalla), hefur hvorki haft vit né þekkingu á staðháttum, ekki sett sig í samband við neinn á staðnum og fer rangt með götunafn að auki.
Konan gaf sig sjálfviljug fram við lögregluna og varð ég vitni að því.
Einnig segir í fréttinni, sem vitnað er í á vef Rúv, að konan hafi verið vopnuð og beint skammbyssu að gestum og gangandi, en það eru hrein og klár ósannindi þar sem hún fór beint inn í íbúð sína og var þar þangað til hún var handtekin í stigaganginum þegar hún kom út aftur.
Þess má einnig geta, að hún sýndi engan mótþróa við handökuna og lögreglan sýndi engan fantaskap eða valdbeitingu á nokkurn hátt.

Æsifréttamennska, rangfærslur og ýkjur á háu stigi í frétt MBL.

Æsifréttamennska, rangfærslur og ýkjur á háu stigi í frétt MBL.

Svona vinnubrögð eru þekkt meðal fjölmiðla þar sem nákvæmlega enginn metnaður er lagður í fréttaflutning og fréttamaðurinn gerist hvað eftir annað sekur um ýkjur og rangfærslur í skrifum sínum eins og sést á meðfylgjandi skjásoti af frétt MBL.

Aðrir fjölmiðlar hafa því miður verið að vísa í bullið í stað þess að kynna sér bestu fréttirnar sem hafa fjallað um þetta hingað til og farið rétt með, Vísir.is og Stundin.is sem vönduðu sig með því að hafa samband við íbúa í blokkinni, það er að segja mig og fleiri.

Aðrir miðlar hafa lítið haft fyrir því í hroka sínum að hafa samband við íbúa sem urðu vitni að atburðunum.

Ég mun birta seinna í dag eða í kvöld, skrifa blogg þar sem ég fer yfir atburðarrásina eins og hún blasti við frá mér og öðrum íbúum í húsinu sem vilja tjá sig um málið við mig.

Updated: 28. mars 2016 — 10:41