Kvótakerfið hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og sitt sýnist hverjum um það. Það er hins vegar staðreynd sem ekki er hægt að neita, hvað sem menn reyna, að það grefur undan byggð á landsbyggðinni og hefur gert það frá þeim degi sem því var komið á árið 1983.
Nýjstu fréttir úr Þorlákshöfn, þar sem allur kvóti útgerðar þar í bæ var seldur til HB Granda að undirlagi Landsbankans hefur orðið til þess að íbúar á svæðinu og ráðamenn í héraði hafa miklar áhyggjur af afkomu byggðar á svæðinu og ekki að ástæðulausu enda sýnt að milli 50 og 60 manns koma til með að missa atvinnu sína vegna þessa algjörlega siðlausa gjörnings sem þarna átti sér stað.
Píratar í Suðurkjördæmi ætla því að efna til kynningar og málfundar í Ráðhúsinu í Þorlákshöfn fimmtudaginn 11. Ágúst næstkomandi þar sem þeir munu kynna sjávarútvegsstefnu Pírata og ræða við íbúa og ráðamenn sveitarfélagsins og fá skoðanir heimafólks á þeim atburðum sem nú eru að gerast og eins hvernig stefna Pírata leggst í þá.
Þetta verður áhugaverður fundur og kynning og ég hvet sem flesta til að mæta, segja sína skoðun og hvort við getum gert betur í þessum málum í framtíðinni.
YARR!