Pétur H. Blöndal ætti að skammast sín og biðjast afsökunnar

Mun hann biðjast afsökunar? MYND: Vísir.is/STEFÁN KARLSSON.

Mun hann biðjast afsökunar?
MYND: Vísir.is/STEFÁN KARLSSON.

Formaður fjárlaganefndar Alþingis hefur enn og aftur haft sig að algeru fífli fyrir alþjóð með yfirlýsingum sínum varðandi framúrkeyrslu ráðaneyta.
Í ljós hefur nefnilega komið eftir að farið var í saumana á málum þeirra stofnanna sem sakaðar hafa verið um framúrkeyrslu að ekki var búið að reikna inn tekjuhlið stofnanana, aðeins rekstrarkostnaðinn.
Staða þeirra er því ekki eins slæm og Vigdís, Pétur Blöndal og Guðlaugur Þór hafa látið í veðri vaka.

Pétur H. Blöndal sagði beinum orðum að starfsmenn þeirra stofnanna sem hafa farið farm úr heimildum ættu að leita sér að nýju starfi enda væru þeir óhæfir sem stjórnendur.
Nú hefur komið í ljós að vanhæfnin var Péturs, Viggu og Gulla og því eru það þau sem eiga að segja starfi sínu lausu enda vanhæf.

En munu þau skötuhjú biðja forsvarsmenn þeirra stofnanna afsökunnar á ummælum sínum?
Þeim ummælum að þeir séu óhæfir stjórnendur?
Það held ég að þau muni aldrei hafa manndóm í sér til að gera enda svo gjörsamlega siðspillt að þau finna sér leið til að réttlæta ummæli sín og láta þau standa, sjálfum sér til ævarandi skammar.

Af vef BSRB.  Elín Björg Jónsdóttir formaður er ekki sátt við framkomu og hegðun Viggu, Pésa og Gulla.

Þegar fjárlaganefnd hafði svo fyrir því að spyrjast frekar fyrir um meintar framúrkeyrslur fjárheimilda hafa í flestum tilfellum fengist eðlilegar skýringar á því hvers vegna tölurnar birtast með þeim hætti sem þær gera í þessu árshlutauppgjöri. Formaður fjárlaganefndar hefur í kjölfarið sagt að staðan sé því víða ekki eins slæm og árshlutauppgjörið segi til um. Það hefur samt ekki dregið úr þeim ofsa sem einkennt hefur umræður formannsins um störf opinberra starfsmanna og vilja hennar til að minnka starfsöryggi þeirra. Í málflutningi sínum hefur formaður fjárlaganefndar ítrekað gerst sek um alls kyns rangfærslur sem eiga ekki við nein rök að styðjast. Svo sem varðandi áminningarferli ríkisstarfsmanna auk þess að halda því fram að ríkisstarfsmenn séu æviráðnir og því sé ómögulegt að reka þá úr starfi. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar fram til þessa hafa heldur betur sýnt fram á annað og því veit formaður fjárlaganefndar, sem auk þess er löglærð, betur. Nema að hún sé vísvitandi að halda öðru fram en því sem hún veit til að afla stuðnings við tillögur sínar um að skerða réttindi opinberra starfsmanna, sem að mínum dómi væri talsvert alvarlegra en hreint þekkingarleysi.

Margar stofnanir hafa þurft að skera mikið niður á yfirstandandi fjárlaga ári og m.a. þurft að segja upp starfsfólki. Verkefnum þessarar stofnana hefur á sama tíma ekki fækkað og raunar hafa þau víða aukist. Starfsfólk hins opinbera – sem sinnir velferðarmálum, veitir heilbrigðis- og umönnunarþjónustu, sinnir öryggismálum o.s.frv. – hefur unnið mikið og óeigingjarnt starf á síðustu árum á sama tíma og stöðugt hefur verið vegið að starfsheiðri þeirra. Þetta sama fólk hefur þrátt fyrir illt umtal, stöðugan niðurskurð og uppsagnir samstarfsmanna náð að sinna sínum verkefnum og gert það vel. Þetta starfsfólk á betur skilið en þessar köldu kveðjur.

Pétur H. Blöndal ætti í ljósi ummæla sinna að víkja sæti úr fjárlaganefnd sem og Guðlaugur þór en Vigdísi ætti að reka með höggum og spörkum enda er hún algerlega vanhæf í þetta starf.
Þekking hennar á lögum og skyldum ríkisstofnana er greinilega í algerum molum eða þá að hún hefur ekki fyrir því að kynna sér hlutina og afla sér þekkingar heldur veður hún áfram í sjálfsánægu sinni, heimsku og heimóttarskap í gegnum öll mál sem hún tekur sér fyrir hendur og klúðrar svo öllu saman.

Þessa þrjá þingmenn á að reka úr starfi enda eru þeir gjörsamlega óhæfir til að sinna þeim verkefnum sem þeim var trúað fyrir.

Karmað beit þau bæði hratt og vel í þessu tilfelli.

Updated: 13. ágúst 2014 — 17:34