Óvíst hvort bætur öryrkja og aldraðra hækka um áramót

Bjarni Ben hefur engan minnsta áhuga á að laga kjör lífeyrisþega. MYND: Gunnar Karlsson.

Bjarni Ben hefur engan minnsta áhuga á að laga kjör lífeyrisþega.
MYND: Gunnar Karlsson.

Það hefur fengist staðfesting á því frá Velferðarráðuneytinu að ekkert hefur verið ákveðið hvort bætur almannatrygginga hækka um þau 9,4% eins og forsætis og fjármálaráðherrar hafa staðfastlega haldið fram í ræðum sínum og riti.
Ástæðan er sú að þetta er ákveðið í fjárlögum og eins og allir vita er ekki alþingi ekki búið að samþykkja þau.

Hér er svar frá Velferðarráðuneytinu við spurningu sem þeim var send um hvernig staðið yrði að hækkunn bóta.

Sæl [Nafn].
Það liggur ekki fyrir á þessari stundu hversu mikið bætur almannatrygginga muni hækka um áramótin, en það er ákveðið í fjárlögum hvers árs.
Umræðu um fjárlagafrumvarpið er ekki lokið á Alþingi en í fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir 9,4% hækkun.
Um leið og niðurstaða liggur fyrir mun velferðarráðuneytið tilkynna um hækkunina á heimasíðu sinni.
F.h.r. Ágúst Þór Sigurðsson, lögfræðingur

Þetta þýðir einfaldlega það, að þingmenn sem eru raunverulega tilbúnir að gera eitthvað til að bæta hag öryrkja og alrdraðra í þessu þjóðfélagi, hafa enn tíma til að steppa upp og gera raunhæfar kröfur fyir bættum kjörum aldraðra og öryrkja, sérstaklega í ljósi þeirra heimskulegu svara sem svokallaður forsætisráðherra vogar sér að láta frá sér úr ræðustól alþingis.

Það lifir enginn af þeirri hungurlús sem í boði er í dag en útborgaðar tekjur öryrkja og aldraðra eru í kringum 170 til 180 þúsund og þrátt fyrir einhverjar prósentur, þá koma útborgaðar tekjur ekki 200 þúsund þrátt fyrir þá hækkunn sem boðuð hefur verið enda eru prósenturnar misnotaðar aftur og aftur til að blekkja fólk.

LESA EINNIG: Svelta öryrkja og aldraða meðan ráðamenn fá feitann tékka níu mánuði aftur í tíman

Eitt lítið dæmi úr raunveruleikanum til að staðfesta það eru 9,3% sem þingmenn og ráðherrar fengu í kjarabætur.
Þingmaður hækkar um 60 þúsund á mánuði í launum.
Ráðherra hækkar um tæp 80 þúsund á mánuði í launum.
Forseti Íslands hækkar um nærri 200 þúsund í launum.
Öryrkjar og aldraðir hækka um 11 þúsund á mánuði í launum en, þar sem skattleysismörkin eru í dag 140 þúsund, þá fara rúm 39% þessum lúsarhækkunum í skatta.

LESA EINNIG: Ójöfnuður eykst gífurlega – prósentur notaðar til að blekkja heimskingjana

Þess má að lokum geta, að öryrkjar og aldraðir fá ekki sína lögbundnu hækkunn afturvirkt til fyrsta maí eins og almennir launþegar í landinu því ríkisstjórnin brýtur miskunnarlaust á þessum þjóðfélagshópum, bæði 76. grein stjórnarskrárinar sem og lög um almannatryggingar, grein 69 og þeir vita það, gera það viljandi og skammast sín ekki einu sinni fyrir það.

Því biðla ég til stjórnarandstöðunar á Alþingi að standa nú saman í því að gera þá einföldu kröfu á hendur ráðherrum í ríkisstjórninni sem og á þingmenn ríkisstjórnarflokkana, að þeir sjái að sér, viðurkenni að þeir eru að brjóta bæði lög og stjórnarskrárbundinn rétt á þegnum þessa lands og geri einu sinni það rétta í stöðunni, ákveði í krónutölu sanngjarna og réttláta hækkunn bóta til öryrkja og aldraðra, afturvirkt frá og með fyrsta maí á þessu ári svo þessir hópar geti einu sinni haldið jólin hátíðleg.

Páll Valur Björnsson, hafðu þakkir fyrir að brydda upp á þessu máli en betur má ef duga skal og það þarf meiri umræðu um þessi mál áður en alþingi fer í jólafrí. Ég vona að þú og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir takið höndum saman við Katrín Jakobsdóttir og Birgitta Jónsdóttir og þeirra flokka og þið pressið á það að öryrkjar og aldraðir fái sömu kjör afturvirkt til fyrsta mai á þessu ári eins og grein nr. 69 í lögum um almannatryggingar kveður á um og að það verði farið að þeim lögum og það ekki seinna en strax.
Það er nefnilega algjörlega ótækt að láta yfir 40 þúsund manns svelta um jólin.
Það gerir enginn nema hann sé hreint út sagt siðblindur.

Það heldur enginn gleðileg jól sem á ekki einu sinni fyrir lífsnauðsynjum eða lyfjum út mánuðinn.