Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra er búinn að stöðva allar veiðar smábáta á Makríl. Ástæðuna segir hann vera þá að kvóti smábáta sé búinn og að stöðvun veiðana samræmist almennri framkvæmd fiskveiðistjórnunar þar sem byggt er á viðmiðunar- eða heildarafla. Í upphafi hverrar vertíðar sem stýrt er með þessum hætti má því vera ljóst hvað er til ráðstöfunar. Vertíðin hefur gengið vel í ár og hefur metfjöldi báta verið á veiðum og því nokkur þrýstingur á að veiðitímabil smábáta verði lengt.
Um það segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráherra; „Við leggjum ríka áherslu á í okkar fiskveiðistjórnun, og höfum gert í makrílsamningaviðræðum á alþjóðlegum vettvangi, að veiðum sé stýrt á ábyrgan og sjálfbæran hátt. Í þessu felst að fara eftir aflaviðmiðunum og því er heildarafla ráðstafað til skipa eða flokka áður en veiðar hefjast á hverju veiðitímabili. Var það gert við ákvörðun viðmiðunarafla smábáta í makríl fyrir þessa vertíð. Honum er nú náð og veiðum því að ljúka.“
Svona röksemdafærslur standast ekki nánari skoðun. Það er allt vaðandi í makríl út um allan sjó og upp í fjörur í öllum sjávarplássum í landinu.
Ljóst er að sjávarútvegsráðherra er leppur stórútgerðana og LÍÚ sem vilja sitja einir að þessari auðlind og þola engum öðrum en sér sjálfum að hagnast á þeim.
Ef Sigurður hefði einhverja smá vitglóru á milli eyrnana þá hefði hann lengt veiðitímabil smábáta meðan aflaðist.
Vinnubrögð þessa manns eru með ólíkindum og skemmst að minnast þess að fyrir nokkrum dögum tók forsætisráðherra fram fyrir hendurnar á honum í máli Nærabergs eftir að það fékk ekki afgreiðslu hér á landi.
Það væri því ágætt á SIJ ef SDG tæki sig nú til og tæki aftur fram fyrir hendurnar á honum og lengdi veiðtímabilið hjá smábátunum.
Í ljósi þess hversu umdeild stöðvun veiða smábátanna er, ákvað ritstjórn Skessuhorns að kalla eftir viðbrögðum þingmanna Norðvesturkjördæmis um málið. Fengu þeir allir í gær svohljóðandi spurningu með ósk um svar í síðasta lagi fyrir hádegi í dag, föstudag: „Hver er ykkar skoðun á stöðvun makrílveiða smábáta frá og með 5. september 2014 með reglugerð sjávarútvegsráðuneytisins?“
Þingmenn í Norðvesturkjördæmi svöruðu spurningunni hratt og örugglega. Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður VG í kjördæminu segir: „Mín skoðun er sú að það sé skynsamlegt að lengja í veiðunum ef engin ofveiði blasir við. Ég tek því að stærstum hluta undir rök Landssambands smábátaeigenda og tel mikilvægt að stuðla að áframhaldandi uppbyggingu makrílveiða hjá smábátum.“
Greinina má lesa með því að smella hérna