Þegar maður fer að skoða ræður, orð og gerðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra síðustu mánuði og ár, sérstaklega á þessu kjörtímabili, þá treystir maður engu sem frá honum kemur.
Sumir munu segja að nú sé ég að fara í manninn en ekki málefnið og það er allt í lagi þó þeir haldi því fram því ég er að fara í gegnum það sem hann hefur sagt og haldið fram í ræðu og riti síðustu þrjú árin, snúið öllu á hvolf, svikið, logið og stolið af þeim sem verst eru staddir í þessu þjóðfélagi en hefur verið því duglegri við að hampa sjálfum sér og flokknum sínum og tala um öll „góðu verkin“ sem þeir hafa framkvæmt á kjörtímabilinu.
Við sem þurfum að skrimta á lægstu tekjunum í þessu landi höfum aldrei haft það verra en síðan núverandi stjórn komst til valda og ástandið er ekki að skána neitt í sýnilegri framtíð meðan síljúgandi glæpamenn halda um valdataumana og þaðan af síður meðan teggaáfaðir íslendingar eru í klappliði þessara ókrýndu mafíu sem færir auðmönnum meiri auð á kostnað alls almennings í landinu.
Hví er þjóðin svona auðtrúa og heimsk?
Ég get ekki svarað því en það er staðreynd að margir láta endalaust teyma sig á asnaeyrunum í gegnum lífið, hlusta og trúa lygurum og skrumurum í öllu sem þeir segja og gera, jafnvel þó aleigunni sé stolið af þeim og þeir skildir eftir á nærklæðunum á götunni í grenjandi snjóbyl.
Samt halda þeir áfram að verja glæpalýðinn, skjálfandi úr kulda, staurblankir með sultardropana á nefinu.
Af hverju?
Ég get heldur ekki svarað því.
Sagan mun dæma.
En snúum okkur að staðreyndum málsins og hvernig Bjarni hefur sem fjármálaráðherra náð að blekkja mikinn hluta almennings í landinu með „morfís“ ræðutækni sinni, hvernig hann snýr öllum hlutum á hvolf og skautar framhjá staðreyndum sem ættu að vera hverju hugsandi mannsbarni í landinu augljós. Hann sem fjármálaráðherra hefur gífurlegt vald í krafti embættis síns og hann notar.. Afsakið. Hann misnotar það óspart og réttlætir síðan aðgerðir sínar með ósannindum og lygum með því að beita hagfræðiútreikningum, tala í prósentum en aldrei í krónutölum nema þegar þarf að krydda lygarnar nógu hressilega svo fólk gleypi við því.
við skulum kíkja á nokkrar augljósar staðreyndir sem blasa við þegar farið er að skoða málin nánar og ég held að allir sem eitthvað hafi fylgst með þjóðfélagsumræðum síðustu þrjú árin skilji nákvæmlega hvað er á seyði.
Hér að neðan eru aðeins fimm atriði dregin fram sem Bjarni og hans flokkur ber ábyrgð á.
- Gert það að fyrsta verki sínu að lækka veiðigjöld á útgerðir sem þó hafa skilað methagnaði síðustu ár.
Þetta hefur gert það að verkum að ekki hefur verið hægt að halda uppi helbrigðiskerfinu, menntakerfinu eða velferðarkerfinu og þó svo fjármagni hafi verið bætti við þessa þjónustu við almenning, þá stendur sú staðreynd eftir að aldrei hafa þessi kerfi verið verr sett en einmitt í dag en útgerðargreifarnir, sem þó heimta alla þjónustu eins og aðrir borgarar í þessu landi þurfa ekki að greiða fyrir hana því þeir borga sér ekki laun, heldur fjármagnstekjur, greiða aðeins brot af þeim skatti sem almenningur þarf að greiða og borga ekkert útsvar til sveitarfélaga landsins og fyrir það þarf almenningur að blæða þegar upp er staðið. - Tafið byggingu nýs Landsspítala m.a. með innbyrðis deilum um staðsetningu hans.
Endalaust tilgangslaust þvarg innan flokksins hefur staðið því fyrir þrifum að hægt sé að hefjast handa við byggingu nýs Landsspítala og það er ekki bara Bjarni sem stendur í vegi fyrir því, heldur flokkurinn allur með innbyrgðis þrætum og rifrildi sem engu hefur skilað nema töfum og niðurskurði á fjármagni til framkvæmda. - Hækkað komugjöld á heilsugæslustöðvar, bráðamóttöku og til sérfræðilækna
Þetta vita allir sem hafa þurft að sækja sér þjónustu í heilbrigðiskerfið og er með öllu óásættanlegt þegar hægt væri að hafa ókeypis heilbrigðiskerfi fyrir aðeins tæpa 7 milljarða króna. - Hækkað matarskatt
Hækkunn matarskatts úr 7 í 11% varð til þess að draga úr kaupmætti þeirra sem lægstar hafa tekjurnar og fólk sem alla jafna varð uppskroppa með peninga í kringum 20. hvers mánaðar þurftu að sjá fram á það að verða peningalaus í kringum 10. til 12. hvers mánaðar. Það stóðst líka og aldrei hefur verið erfiðara fyrir fátækasta fólkið í landinu að draga fram lífið. - Svikið öryrkja og ellilífeyrisþega um afturvirkar hækkanir bóta, en þegið afturvirkar hækkanir launa fyrir ráðherra og þingmenn
Það var nú ekki lítið sem gekk á fyrir jólin 2015 í umræðum um fjárlög, því á hverjum degi engu öryrkjar og aldraðir þau skilaboð frá Bjarna Ben þess efnis að þessir hópar hefðu fengið sína hækkunn þann fyrsta jan á því ári og ættu ekkert inni hjá stjórnvöldum þó svo lög um almannatryggingar kvæðu skýrt á um annað.
Hann var meira að segja svo óforskammaður að koma fram, bæði í ræðustól alþingis og í fjölmiðlum og ljúga blákalt framan í þing og þjóð að aldrei hefði nein ríkisstjórn, fyrr né síðar gert eins mikið fyrir þessa þjóðfélagshópa og þegar hann talaði í krónum og aurum, þá var það til að blekkja fólk þannig að það áttaði sig ekki á staðreyndum málsins en þegar hann talaði um hækkunn á bótum, þá var það alltaf í prósentum. En þegar það var reiknað út hvað hver og einn fengi í hækkunn 1. jan 2016, þá kom sannleikurinn í ljós, því hækkunin reyndist vera þetta frá 10 til 15 þúsund krónur pr. mánuð eftir skatta og gjöld.
Sjálfur fékk Bjarni 10 mánuði afturvirka í launahækkunn árið 2015 sem færði honum nærri eina og hálfa milljón á einu bretti en öryrkjar og aldraðir fengu ekkert nema lygar, ósannindi og blekkingar í jólagjöf frá þessari verstu ríkisstjórn allra tíma.
Listann yfir svik ríkisstjórnarinar að undirlagi Bjarna Ben má sjá hérna í heild sinni.
Staðlaða svarið til lífeyrisþega frá þingmönnum stjórnarflokkana.
Þegar fjármálaumræðan stóð sem hæst á síðasta ári, sendu fjölmargir bréf til stjórnarþingmanna og grátbáðu þá að skoða hug sinn í þessu máli því þarna væri verið að fara á svig við lög, stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Sameinuðuþjóðana sem ísland á aðild að en svörin voru öll nákvæmlega eins frá öllum stjórnarþingmönnum og ráðherrum. Algjörlega eftir forskrift sem Bjarni Ben hafði gefið þeim og skipað þeim að fara eftir án þess að bera nokkuð út af því.
Ég hef undir höndum þetta staðlaða svar sem hátt í 20 einstaklingar sendu mér frá fjöldamörgum þingmönnum ríkisstjórnarflokkana á þessum tíma og það sannaði fyrir mér að Bjarni hefur haldið öllu þessu fólki í heljargreipum með hótunum til að hræða það til hlýðni. Annað er ekki mögulegt í þessu máli því þegar ég og margir aðrir heimtuðum skýrari svör og sendum jafnvel útreikninga frá stofnunum sem heyra undir ríkið og frá sjálfstæðum aðilum sem stemmdu í alla staði, þá fengum við engin svör, aðeins dauðaþögn frá öllu þessu fólki því óttinn við fjármálaráðherra var skynsemini og heiðarleikanum yfirsterkari.
Ég sendi nokkrum þingmönnum stjórnarandstöðunar þessar staðreyndir líka ásamt staðlaða svarinu frá þingmönnum stjórnarflokkana og svörin sem ég fékk komu mér ekkert á óvart því það vissu allir að Bjarni gekk um og hótaði sínu fólki öllu illu ef það hvikaði frá þeirri forskrift sem hann hafði sett því.
Hér að neðan eru samskipti mín við Jón Gunnarsson þingmann Sjálfstæðisflokksins í heild sinn. Dæmi hver fyrir sig hvort ég er með dónaskap eða ósannindi, því það er ég svo sannarlega ekki.
Athugið að síðasti pósturinn er efstur en sá fyrst neðst.
Sæll Jón og takk fyrir svarið.
Það er eitt sem ég furða mig alltaf jafn mikið á og það sker alveg í augun að lesa það því þetta eru svo miklar falsanir og svo mikið bull sem þú ert að reyna að bera á borð fyrir okkur því þegar þú talar um útgjöld ríkisins, þá er talað um krónur og aura en þegar kemur að hækkunum bóta þá er reynt að bera fyrir prósentur til að fegra útkomuna.Nú skal ég útskýra eitt fyrir þér sem þú greinilega skilur ekki í þessu máli.
Þessi þrjú prósent, (5.300,- krónur) sem bótaþegar fengu um síðustu áramót, er leiðrétting fyrir árið 2014 þó svo það hafi verið okkar hækkunn á árinu 2015.Enn og aftur að 69. grein laga um almannatryggingar, þar stendur skýrt að bætur almannatrygginga skuli hækka í hlutfalli við laun á almennum vinnumarkaði og þegar rýnt er í þetta ákvæði og skoðað hvernig bætur hafa hækkað áratugi aftur í tíman, þá hafa öryrkjar og aldraðir alltaf fengið þetta afturvirkt frá þeim tíma sem samningar eru samþykktir, í krónutölu en ekki prósentum.Persónulega gæti mér ekki staðið meira á sama um vælið í ykkur um hvað þetta kostar ríkið marga milljarða, það kemur málinu ekkert við og er bara fyrirsláttur í ykkur til að geta brotið lög, reglur og stjórnarskrárvarinn rétt okkar lífeyrisþega með einhverju sem skiptir ekki nokkru einasta máli í umræðunni enda eru þessar milljarða umræður eingöngu settar þarna inn til að blekkja okkur sem og almenning til að trúa því að við höfum það í raun svo fjandi gott og það sem verst er, fegra ykkur með lygum og blekkingum sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum.
Afnám skerðinga er líka lygi og blekking, það þekki ég bara á eigin skinni því ég fæ úr lífeyrissjóði og búinn að gera það í mörg ár og á siðasta og þar síðasta ári hefur ekkert breyst sú upphæð sem TR og ríkið stela af mér með krónu á móti krónu skerðingum.
Ég var líka í vinnu á síðasta ári og hafði yfir árið tæplega 400. þúsund krónur í atvinnutekjur, það var allt tekið af mér og rúmlega það og að auki fékk ég bakreikning frá TR vegna ofgreiddra bóta upp á nærri 200 þúsund.
Síðan réðst skatturinn á mig og heimtar nærri 170 þúsund sem ég átti að borga í ágúst, sept og nóv. Ekkert af því hefur verið borgað því peningarnir eru ekki til enda fæ ég útborgað rétt skitnar 184. þúsund krónur á mánuði með öllu.Ég ætla enn og aftur að benda þér á pistlana sem ég hef skrifað inn á skandall.is um þessi mál en einnig það sem ég hef skrifað á https://jack-daniels.is og pistlana mína í Kvennablaðinu þar sem ég kem inn á málefni lífeyrisþega því það væri holl og góð lesning fyrir þig og kollega þína að lesa um staðreyndir málsins í stað þess að rýna í uppkoakkaðar lygatölur úr ranni fjármálaráðuneytisins eingöngu til að sjá hvernig staðreyndirnar og sannleikurinn er hjá okkur lífeyrisþegum.
Að lokum ætla ég svo að biðja þig um að reikna eitt einfalt reiknisdæmi og skila mér niðurstöðunni í krónum og aurum.
Einstaklingur sem fær þessa svokölluðu hækkunn upp á 9,7% þann fyrsta janúar næstkomandi fær eingöngu tekjur frá TR upp á 214.þúsund brúttó fær þessa prósentuhækkunn.
Hvað fær hann brúttó eftir hækkunina?
Hvað fær hann nettó eftir skatta og gjöld útborgað?Vonast eftir heiðarlegu svari byggt á staðreyndum samkv útreikningu þínum.
Mbk, Jack.
Þann sun 13.des 2015 08:34, skrifaði Jón Gunnarsson:
Sæll
Ég er ekki að deila við þig um að ekki þurfi að gera betur þegar kemur að bótagreiðslum, það er markmið okkar. Við útreikning þeirra er farið að lögum. Á næsta ári munu bætur til einstæðinga með heimilisuppbót verð rúmlega 250 þús. Um tíma verða þær hærri en lægstu launataxtar. Það er farið að gildandi lögum þegar bætur eru hækkaðar en í þeim lögum er ekki eingöngu litið til launaþróunar heldur einnig til verðlagshækkana. Þannig hafa bætur hækkað vegna hækkunar verðlags þegar um engar launahækkanir hefur verið að ræða. Raunkaupmáttur bóta hefur hækkað á þessu kjörtímabili.
Ég sendi þér hér nokkur dæmi um það sem gert hefur verið á þeim rúmu tveimur árum sem eru liðin frá því að við tókum við:
Lífeyrissjóðstekjur skerði ekki grunnlífeyri elli- og
örorkulífeyrisþega, Frítekjumark ellilífeyrisþega hækkað úr 40 þús í 110 þús., frítekjumark örorkulífeyrisþega hækkað úr 27 þús. í 110 þús., skerðingahlutfall tekjutryggingar lækkað úr 45% í 38,35% og skerðingahlutfall heimilisuppbótar lækkað hlutfallslega jafn mikið, Hækkun frítekjumarks lífeyrisjóðstekna ellilífeyrisþega úr 10 þús. í 27 þús.,
Uppsöfnuð hækkun bóta almannatrygginga samanborin við uppsafnaða verðbólgu (m.v. spá Hagstofu Íslands í nóv. 2015) fyrir árin 2014-2016. Uppsöfnuð hækkun bóta nemur 17,1% en verðlag hækkar um 7,1% á sama tíma. (Uppl. frá fjármálaráðuneyti)
Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu er samtals útgjaldaaukning að meðtöldum bótahækkunum,
fjölgun bótaþega, umframútgjalda og annarra breytinga
kr. 26,814 milljónir. Þurfum við að gera betur, já, erum við á þeirri vegferð, að mínu mati já, þurfum við að gera breytingar á kerfinu þannig að bætur nýtist betur þar sem þörfin er mest, já, er unnið að þeim breytingum, já. Er málflutningur og yfirboð minnihlutans á þingi ósmekklegur, í ljósi reynslunnar JÁ.
Ég veit að fólk lifir ekki á prósentum og geri mér vel grein fyrir því að erfitt er að lifa á þessum bótum. Góður æskuvinur minn sem ég hef mikið samband við er einstæðingur og öryrki. En það verður að gæta sannmælis í gagnrýninni og eins og ég hef farið yfir þá er ekki hægt að segja annað en að við höfum gert margt á þeim tíma sem liðin er síðan við tókum við. Fyrsta sem gert var sumarið 2013 var að afnema skerðingar vinstri stjórnarinnar, þeirra sem nú gagnrýna okkur mest á þingi. Við gerðum það 4 vikum eftir að við tókum við, af hverju gerðu þau það ekki 4 vikum fyrr þegar þau réðu ferð. Ég ber mikla væntingar til niðurstöð svokallaðrar Péturs nefndar sem vonandi skilar af sér um áramót. Þar birtast okkur vonandi tillögur sem bæta kjör þessa hóps og þá vonandi þeirra sem eru í mestri þörf.
Annað mál er síðan það hvernig við ætlum að afla tekna til að standa undir öflugra velferðakerfi. Vinstri menn nefna gjarnan skattahækkanir á einstaklinga og fyrirtæki en við viljum ekki fara þá leið. Við viljum stækka kökuna með öflugra atvinnulífi og verðmætasköpun. Þau þekkir örugglega þann slag sem ég hef lent í við þetta fólk þegar að þeirri umræðu kemur.
Gangi þér vel.Kær kveðja
JGJón Gunnarsson
Alþingismaður/Member of Parliament
Alþingishúsinu við Austurvöll
101-Reykjavík
Tel: +354-5630500
Mobile: +354-8924277
________________________________________
Frá: Jack H. Daniels <jack@jack-daniels.is>
Sent: 10. desember 2015 18:27
Til: Jón Gunnarsson
Efni: Re: Staðreyndir um bætur almannatrygginga.Tilvitnunin er rétt en það kemur skýrt fram í þeim að þau skuli fylgja
launaþróun og samningum.
Samkvæmt lögunum eigum við öryrkjar rétt á því að fá afturvirka hækkunn
í krónutölu nákvæmlega eins og samið var um á almennum vinnumarkaði.
Þú fékkst afturvirka hækkunn á þín lau, 60 þúsund á mánuði en við,
öryrkjar og aldraðir fáum ekki eina krónu fram yfir þennan 5 þúsund kall
um síðustu áramót.
Finnst þér réttlætanlegt að við skulum þurfa að sitja eftir og fá ekki
þá lögbundnu hækkunn sem við eigum rétt á?
Finnst þér það réttlætanlegt að við skulum þurfa að lifa af og halda jól
fyrir 170 til 190 þúsund krónur?
Gætir þú gert það?Kv, Jack.
Þann fim 10.des 2015 14:37, skrifaði Jón Gunnarsson:
Hvaða þvætting er ég að bera á borð fyrir þig og aðra. Tilvitnun í lögin er rétt hjá þér.
Kv.JG
On 10. des. 2015, at 11:56, Jack H. Daniels <jack@jack-daniels.is<mailto:jack@jack-daniels.is>> wrote:
Sæll Jón.
Mig langar að benda þér á nokkrar staðreyndir sem þú virðist ekki skilja varðandi lög um almannatryggingar, 69. grein, því þar segir alveg kristalskýrt. „Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“Það er allt nákævmlega útlistað hér í þessum pistli sem vísað er í<http://skandall.is/index.php/opid-bref-fra-oryrkja-til-stjornarthingmanna-thad-er-ljott-ad-ljuga-og-blekkja-eins-og-thid-gerid/> og ég skora á þig að lesa hann frá upphafi til enda sem og að skoða þær tölulegu upplýsingar sem þar er að finna í stað þess að bera slíkan þvætting á borð fyrir mig og aðra öryrkja hér í þessu þjóðfélagi.
Með kv, Jack H. Daníels.
Eins og áður sagði, þá fékk fjöldi fólks nákvæmlega sömu skilaboðin frá þingmönnum stjórnarinar og þeir neituðu að svara neinu frekar þegar þeir voru inntir eftir því.
Bjarni Ben svaraði aldrei neinum tölvupóstum, hvorki frá mér né öðrum sem ég veit til að sendu honum pósta.
Lokaorð.
Ég treysti ekki Bjarna Benediktssyni. Það er bara staðreynd því hann hefur hvað eftir annað farið með ósannindi í málflutningi sínum og snúið hlutunum algjörlega á hvolf, þrætt fyrir staðreyndir sem auðvelt mál er að fletta upp í gögnum á netinu og með því að hlusta á ræður hans og málflutning í fjölmiðlum.
Síðan, í ljósi þeirra staðreynda sem hafa komið upp í Panamaskjölunum, þá er honum ekkert frekar sætt á þingi heldur en Sigmundi Davíð því spillingin er eins þykkt ský í kringum hann og alla hans fjölskyldu.
Gjaldþrot félaga sem hann hefur verið í forsvari fyrir og svo ótalmargt fleira sem minnir helst á borgarísjaka þar sem aðeins einn tíundi stendur upp úr og er sýnilegur meðan restin er vel falin undir sjávarmáli.
Mér persónulega finnst alveg ógeðslegt að horfa upp á þetta háttarlag og þessa hegðun hjá því fólki sem situr í stjórn landsins og það er ekkert skrítið að virðingin fyrir alþingi og því fólki sem þar starfar er að nálgast frostmark enda er virðing áunnin en fæst hvorki keypt né gefins eins og Bjarni og fleiri virðast ætlast til.
Ísland þarf nýtt fólk og nýja stjórn ásamt nýrri stjórnarskrá til að hægt sé að laga það sem aflaga hefur farið og taka á þeirri gengdarlausu spillingu sem þrífst innan flokka og stjórnkerfisins.
Það þarf að losna við siðblinduna, sérhagsmunina og einkahagsmunina út úr stjórnkerfinu, ekki bara alþingi og ríkisstjórninni, heldur úr öllum stjórnmálaöflum sem ætla sér í framboð og eins úr opinbera kerfinu í landinu sem því miður er orðið gjörsamlega samdauna þessum óþvera þar sem klíkuskapur og sérhagsmunir virðast endalaust ráða ferðinni en ekki hagur og velferð almennings í landinu.
Að lokum er það bjargföst skoðun mín að það þarf að láta alla frambjóðendur, allra flokka sem ætla sér að komast á þing í framtíðinni, fara í gegnum sálfræði og persónumat ásamt því að þeir fari í siðferðispróf til að staðfesta að þeir séu hæfir í það ábyrðgarhlutverk sem þeim er falið þegar þjóðin kýs þá til að stjórna landinu.
Það væri bara eðlilegt og heiðarlegt að slík prófun fari fram því annars breytast hlutirnir ekkert í framtíðinni.
Ja? Nema kanski til hins verra?
Takk þú sem nenntir að lesa þetta. Ég vona að skilningur þinn á ástandinu í landinu hafi eitthvað aukist eftir lesturinn.
1 thought on “Ósannindi og óheiðarleiki Bjarna Ben gerir hann vanhæfan”
Comments are closed.