Öryrkjar oft tekjulausir þegar þeim er gert að greiða til baka til TR

Tryggur.is er aðgengileg í gegnum TR.is.

Tryggur.is er aðgengileg í gegnum TR.is.

Ég hef undanfarið fengið talsvert af fyrirspurnum og ábendingum frá fólki sem hefur lent í því að fá ofgreitt frá TR af ýmsum ástæðum og hefur því verið gert að greiða til baka þær umframtekjur, hvort sem það hefur verið vegna atvinnuþátttöku viðkomandi eða af öðrum ástæðum.

Í þeim tilfellum sem slíkt hefur gerst, hefur fólk allt í einu staðið uppi tekjulaust nánast án fyrirvara og lent í ótrúlegum vandræðum vegna þess þar sem svo virðist að TR láti fólk ekki vita með neinum fyrirvara heldur dregur þessar upphæðir af örorkubótum viðkomandi þannig að ekkert stendur eftir og viðkomandi getur hvorki borgað húsaleigu, reikninga né átt fyrir mat, lyfjum eða þjónustu sem það þarf á að halda.

Síðast í gær talaði við mig maður sem hefur reynt að stunda vinnu þegar heilsan hefur verið í sæmilegu lagi og hefur hann náð að þéna ágætlega á þeim tímum en á móti kemur að þegar svo er, þá rífur TR náttúrulega allt til baka ef fólk hefur ekki gert tekjuáætlun fram í tíman, en margir flaska á því.

Ef fólk hins vegar lendir í því að gera ekki tekjuáætlun ef það sér fram á að fara í vinnu í einhvern tíma, þá getur það alveg bókað að einn daginn kemur endurkrafa frá TR og þá fara bæturnar náttúrulega um leið.
Þá er aðeins tvennt í stöðunni.

1:  Tryggja sig í tíma og gera tekjuáætlun þar sem áætlað er hvað mánaðarlegar tekjur gætu verið, (betra að hafa það ríflegra en of lítið) og senda inn í TR.
1a: Fara í TR eða til næsta umboðsmanns og ganga frá því þar því fulltrúarnir senda þetta síðan inn samdægurs eða gera þetta á netinu og þá gerist það strax.

2:  Fara inn á Tryggur.is, skrá sig inn og ganga frá tekjuáætlun þar og þá er það strax komið inn.

Ef hins vegar fólk gerir þetta ekki og fær stóran bakreikning frá TR, þá er aftur tvennt í stöðunni.

1:  Fara í TR eða umboðsmann og sækja um að dreifa greiðslunum svo fólk fái í það minnsta eitthvað til að lifa af, minnir að lágmarksupphæðin sé 25.000,- krónur á mánuði í endurgreiðslur en fer sennilega eftir því hvað heildarupphæðin er há.

2:  Fara inn á Tryggur.is og sækja um þar að dreifa greiðslunum.  Ef það kemur synjun, fara þá í TR eða umboðsmann og fá útskýringar og aðstoð við að sækja um greiðsludreifingu.  Í flestum ef ekki öllum tilfellum gengur það þá eftir.

Endilega deilið þessu til allra sem þið þekkið og þurfa á þessum upplýsingum að halda og gott væri að fá ábendingar eða upplýsingar ef fólk hefur í umsagnakerfið hér að neðan.  Þeir sem vilja ekki koma fram undir nafni geta sent mér tölvupóst með því að smella á að hafa samband í aðalvaldmyndinni hér efst á síðunni.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 16. nóvember 2014 — 15:24