Opinn fundur ÖBÍ á Grandhótel í dag

Opinn fundur ÖBÍ á Grandhótel.

Opinn fundur ÖBÍ á Grandhótel.

Öryrkjabandalagið hefur boðið til opins fundar í dag um málefni öryrkja á Grandhótel í Reykjavík og hefst hann klukkan 13:00.
Það var ekki fyrr en í gær sem ég ákvað að fara á þennan fund því í dagskrá viðburðarins var í raun ekkert sem gaf til kynna annað en þetta yrði einhver „snobb“samkoma æðstu strumpa ÖBÍ þar sem fagurgali og mæring á stjórninni ásamt tónlistar og uppistandsatriðum væru aðal uppistaðan, rætt um núverandi kjör öryrkja og týndar fram einhverjar reynslusögur frá fólki.

Dagskránna má sjá hérna:

Mannsæmandi lífskjör fyrir alla

Opinn fundur Öryrkjabandalags Íslands um kjaramál.

Fundarstjóri: Sigurjón M. Egilsson

Dagskrá fundarins:

Tónlistaratriði, Iva Marin Adrichem.

Ávarp, Ellen Calmon formaður ÖBÍ.

Ráðstöfunartekjur og mannsæmandi framfærsla. Kynning á álitsgerð Ólafs Ísleifssonar hagfræðings.

Reynslusögur:
Áttu pening? Getur þú lánað mér? Ágústa Ísleifsdóttir.

Er verið að skatta og skerða lífeyrinn til fátæktar? Guðmundur Ingi Kristinsson.

Uppistand, Elva Dögg Gunnarsdóttir.

Ekkert eftir þegar búið er að greiða fyrir húsnæði og heilbrigðisþjónustu! María Óskarsdóttir, formaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál.

Ályktun fundarins.

Lokaorð, Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður ÖBÍ.

Tónlistaratriði, Regína Ósk Óskarsdóttir.

Rit- og táknmálstúlkun í boði.

Allir velkomnir!

Fjölmennum og sýnum samstöðu.

 

Það sem ég hefið meðal annars viljað sjá á þessum fundi væri að gestir gætu komið fyrirspurnir og tillögur til stjórnenda ÖBÍ og það mundu spinnast umræður í sal um málefni öryrkja og ég hefði alveg viljað fá að leggja nokkur vel valin orð í belg á þessum fundi.

Nú verður fróðlegt að sjá hvað margir mæta á þennan fund og hvernig dagskránni verður háttað, hvort það verður einhver umræða eða hvort þetta verður eins og ég óttast, að elítan verður á sviðinu og ræpar þar yfir okkur ræflunum en við fáum ekkert að leggja til málana.

Ég vil hvetja alla öryrkja sem hafa tök á að mæta að láta sjá sig því það veitir ekkert af því að hrista upp í stjórn ÖBÍ og láta þá fara að vinna fyrir kaupinu sínu enda skilst mér að formaðurinn hafi rúmlega þreföld laun öryrkja á mánuði, laun sem kominn er tími til að hún vinni fyrir.

Ég mun reyna að skjóta inn athugasemdum við þennan pistil af fundinum þegar og ef færi gefst ef eitthvað bitastætt dúkkar upp.