Jack H. Daniels

Svarthol Hugans

Sæll Bjarni.

Þú fyrirgefur Bjarni, en svona sé ég þig fyrir mér þegar þú talar um "hag almennings".
Þú fyrirgefur Bjarni, en svona sé ég þig fyrir mér þegar þú talar um “hag almennings”.

Ég ætla að byrja á því að segja þér frá því að ég er bara einn af mörgum íslendingum sem furða sig á þeim röksemdafærslum hjá þér að hækkun virðisaukskatts á matvæli um 71%, (5 prósentustig), séu kjarabót fyrir heimilin í landinu.
Þú notar þau það sem rök að vörugjöld falli niður og virðisauki á raftæki, rafmagn og fleiri hluti í hærra skattþrepinu, lækki um 1,5% sem skili sér til bættra kjara og aukingar kaupmáttar fyrir heimilin.
Ok!  Gott og vel.
Við skulum skoða þetta í samhengi.

1: Hvað kaupir venjuleg vísitölufjölskylda sér oft í matinn yfir mánuðinn?
2:  Hvað kaupir vísitölufjölskyldan sér oft nýtt heimilistæki á mánuði?
3:  Hvað kaupir vísitölufjölskyldan sér marga bíla á mánuði?

Þessu er svo sem fljótsvarað hverjum þeim sem hefur fleiri en tvær virkar heilafrumur milli eyrnana.

1:  Vísitölufjölskyldan kaupir alla jafna mat á hverjum degi, öryrkjar sjaldnar því þeir hafa ekki efni á því.
2:  Vísitölufjölskyldan endurnýjar rafmagnstækin þegar þau ganga úr sér sem er kanski á nokkurra ára fresti, öryrkjar reyna að fá þau notuð fyrir lítið eða þá gefins því þeir hafa ekki efni á því.  Ekki heldur þó svo vörugjöldin falli niður og vaskurinn lækki um 1,5%.
3:  Vísitölufjölskyldan endurnýjar bílinn á þriggja til fimm ára fresti sé þess kostur en jafnvel þó sjaldnar og kaupir á alla jafna notaðan bíl.  Öryrkinn reynir að komast hjá því að eiga bíl því hann hefur einfaldlega ekki efni á því að borga eldsneyti, tryggingar og viðhald svo fátt eitt sé nefnt.

Röksemdafærslur þínar fyrir því að þetta séu skattalækkanir sem komi sér vel fyrir heimilin eru í besta falli sýn einstaklings sem hefur hvorki vit né þekkingu á því þjóðfélagi sem hann lifir í enda hefur hann aldrei talist til almennings eða þurft að takast á við dagleg vandamál alþýðunar í landinu.

Þegar þú hefur prófað að lifa því lífi sem almenningur  og láglaunastéttirnar þurfa lifa, útborgað innan við 200. þús á mánuði og þarft að borga leigu, hita, rafmagn, síma og mat svo dæmi sé tekið og færð skilning á þeim lífskjörum sem þú og þínir eru að bjóða fólki upp á, þá fyrst getur þú farið að tjá þig svo mark sé takandi á.  Þangað til er allt þitt raup og rop um hagsmuni almennings í landinu skrumið eitt.  Skrum hins siðblinda manns sem hefur engan skilning á því sem hann er að gera.

VIÐ ÓSKUM EFTIR ÞINNI HJÁLP

MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉRNA

Með vinsemd en ekki snefil af virðingu, Jack Hrafnkell Daníelsson.

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Umsagnir

Svipað efni