Við neytendur verðum að vera svolítið á verði þegar við verslum inn til heimilisins og passa okkur á því að láta ekki kaupmenn snuða okkur. Því miður er það oft svo, að sumar verslanir ganga á lagið þegar um vinsælar vörur er að ræða og hækka verð á þeim til að græða á þeim.
Öll verðum við að standa saman í að láta ekki verslanir komast upp með þetta og mjög gott er að nýta sér samfélagsmiðla í þeim tilgangi, sérstaklega núna eftir að Dr Gunni er hættur með okursíðuna sína sem hann hélt úti um árabil.
En þá einn fer, annar tekur við og nú er komin síða á facebook sem heitir Hinn vökuli neytandi – verðlagningar í búðum þar sem fólk getur fylgst með hvort verið er að okra á einhverjum vörutegundum og eru meðlimir hvattir til að koma með ábendingar og myndir af verðum sem þykja óhóflega há og í hvaða verslunum.
Gott framtak og með því að standa sjálf vörð um að það sé ekki verið að okra meira á okkur en nú þegar er á matvörumarkaðinum, þá setjum við pressu á verslunareigendur að þeir eru undir eftirliti almennings og þeim sjálfum fyrir verstu að reyna að okra á vinsælum vörutegundum.