Ég er alveg fjúkandi illur út stjórnvöld og þá ákvörðun að taka í notkunn nýtt greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustunni. Ég var nýkominn með afsláttarkortið þegar allt kerfið er núllað og mér gert að greiða fullt verð fyrir þau lyf sem ég þarf.
Á vef ASÍ segir eftirfarandi:
Nýja greiðsluþátttökukerfinu er ætlað að tryggja sjúklinga gegn of háum kostnaði vegna læknisþjónustu, rannsókna og þjálfunar með greiðsluþátttökuþaki. ASÍ hefur áður mótmælt því að ekki sé staðið við loforð um 50.000 kr. árlegt þak fyrir almenna sjúklinga og 33.000 kr. árlegt þak fyrir lífeyrisþega og börn. Þess í stað verður þakið um 70.000 kr. fyrir almenna sjúklinga og 45.500 kr. fyrir lífeyrisþega og börn. Börn með sama fjölskyldunúmer samkvæmt skilgreiningu Þjóðskrár Íslands teljast sem einn einstaklingur í greiðsluþátttökukerfinu.
Það er með hreinum ólíkindum hvað hægt er að níðast endalaust á veiku fólki hér á landi, ekki bara með handónýtu greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðiskerfinu, heldur líka handónýtu velferðarkerfi sem stelur og rænir fyrir opnum tjöldum lífeyrinum af fólki sem hefur unnið sér inn ákveðin réttindi og eftirlaun.
Ég hvet fólk til að skoða færslur á Skandall.is þar sem þessi mál og fleiri eru reifuð.