Það er ekkert lítið sem hefur gengið á síðustu vikurnar og augu heimsins beinast að íslandi í kjölfar þeirra atburða sem hér hafa átt sér stað og eru enn í gangi. Það er í dag, fjórði dagur mótmæla á Austurvelli en einnig hefur verið boðað til mótmæla við Bessastaði þegar ríkisráðsfundur fer fram og Sigmundur Davíð biðst lausnar fyrir sig og ríkissjórn sína og óskar þess einnig að ný ríkissjórn verði skipuð með þeirri breytingu að hann segir af sér embætti og Sigurður Ingi taki við í hans stað.
Nú reynir virkilega á það hvort Ólafur Ragnar Grímsson er forseti fólksins eða fólana sem ríghalda í völdin í algjörri óþökk almennings í landinu. Skoðanakannanir hafa sýnt að ríkisstjórnin rétt slefar yfir 30% fylgi í dag og sá dæmalausi hroki og vanvirðing sem Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi sýndu af sér þegar þeir tilkynntu sitt stjórnarsamstarf í gærkvöldi var hreint út sagt grátlegt svo ekki sé dýpra í árinni tekið.
Stjórnarflokkarnir eru orðnir að athlægi út um allann heim og það er talað um algjört siðrof í íslenskum stjórnmálum þar sem enga iðrun eða eftirsjá er að sjá á einum einasta þingmanni eða ráðherra í stjórnarflokkunum og blaða og fréttamenn eru gapandi yfir framkomu og hegðun þessa fólks sem situr við stjórn landsins.
Það er því alveg kristalskýrt að Forseti Íslands getur einn tekið ákvörðun um það hvort íslendingar verða áfram að athlægi um allann heim með því að veita Sigurði Inga umboð til að stýra landinu áfram og þar með gera siðustu embættisfærslu sína eftirminnilega á þann veg að hann sé stuðningsmaður siðblindu og siðrofs og þannig ala á ófriði við þjóðina, eða þá að hann nýtir þann möguleika á að beita 24. grein stjórnarskrárinar og rjúfa þing og boða strax til nýrra kosninga og sanna sig þannig sem sá Forseti sem stoppaði spillingu og siðrof í þágu almannaheilla í landinu.
Ólafur Ragnar Grímsson, Forseti Íslands er nú undir gífurlegri pressu frá almenningi og hans er valið hvernig hans verður minnst í framtíðinni.