Mbl.is hefur birt nýja frétt af meintu nefndarskrópi Pírata þar sem fyrri frétt þeirra var tekin og tætt í sundur með svo skotheldum rökum að MBL var ekki stætt á öðru en birta leiðréttingu á bullinu sem þeir settu á forsíðu moggans í morgunn.
Í fréttinni eru raktar ástæður, MEÐ SKÝRUM RÖKUM fyrir því hvers vegna nefndarsetur þingmanna eru jafn gloppóttar og sagt var, en þegar aðeins þrír þingmenn þurfa að mæta á fundi í átta fastanefndum auk annara, þá verða þeir hreinlega að forgangsraða tíma sínum.
Í fréttinni segir meðal annars:
Forgangsröðun á tíma þingmannana er flókið verkefni þar sem þeir eru bara þrír og því ógerlegt að mæta allstaðar. Þingmennirnir hafa t.d. lagt áherslu á að vera duglegir að hitta fólk sem til þingmannana leita með hin ýmsu mál eða fólk sem býr yfir þekkingu sem þingmennirnir þurfa að afla sér. Píratar eru vandlátir á tíma sinn og er mikið í mun að forgangsraða rétt til að ná sem mestum árangri. Ekkert bendir til að þingmenn Pírata standi ekki undir þeim markmiðum.
Þeir sem taka ekki svoleiðis rökum og halda áfram að bera út svona þvætting eins og mogginn sendi frá sér í morgunn, þurfa heldur betur að fara að hugsa sinn gang og sína staðsetningu í framtíðinni.
Hvort þeir eigi frekar heima í hundabúri en meðal almennings.